Garðabær og Hafnarfjörður kanna hvort unnt sé að flýta vinnu við Borgarlínu

Bæjarstjórnir bæði Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa í vikunni samþykkt að kanna hjá Betri samgöngum og Vegagerðinni hvort mögulegt sé að fara fyrr af stað með vinnu við frumdrög að borgarlínuleiðinni sem tengja á Hafnarfjörð og Reykjavík.

Borgarlínuleiðin sem pólitíkin í Hafnarfirði og Garðabæ vill kanna hvort hægt sé að flýta undirbúningi á er sú sem hér sést í fjólubláum lit, á milli Fjarðar og Miklubrautar.
Borgarlínuleiðin sem pólitíkin í Hafnarfirði og Garðabæ vill kanna hvort hægt sé að flýta undirbúningi á er sú sem hér sést í fjólubláum lit, á milli Fjarðar og Miklubrautar.
Auglýsing

Bæj­ar­stjórnir bæði Hafn­ar­fjarðar og Garða­bæjar hafa í vik­unni sam­þykkt til­lögur þess efnis að athugað verði hvort flýta megi vinnu frum­draga við svo­kall­aða borg­ar­línu­leið D, fjórðu lotu borg­ar­línu­verk­efn­is­ins, sem tengja á saman Reykja­vík og Hafn­ar­fjörð. Til­lög­urnar komu frá full­trúa Við­reisnar í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar og odd­vita Garða­bæj­ar­list­ans, sem er full­trúi Við­reisnar innan þess fram­boðs.

Í til­lög­un­um, sem eru nær sam­hljóða, segir að ýmsar fram­kvæmdir í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins séu á eftir á ætlun og því „gæti skap­ast rými til að horfa til ann­arra liða í sátt­mála sem mætti ýta framar í tíma­lín­u,“ en ekki stendur til að borg­ar­línu­leið verði byrjuð að aka á milli Hafn­ar­fjarðar og Reykja­víkur fyrr en árið 2030 sam­kvæmt núver­andi fram­kvæmda­á­ætlun verk­efn­is­ins.

Sam­kvæmt þeirri tíma­á­ætlun borg­ar­línu­verk­efn­is­ins sem sett var fram í frum­drögum að fyrstu lotu Borg­ar­línu er þó horft til þess að und­ir­bún­ings­vinna við lotu 4 – leið­ina á milli Fjarðar í Hafn­ar­firði og Miklu­braut­ar, um Hamra­borg og Kringlu­mýr­ar­braut, hefj­ist strax á þessu ári. Fram­kvæmdir geti svo haf­ist árið 2026.

Tímaáætlun 2.-6. lotu Borgarlínu eins og hún var sett fram í frumdragaskýrslu 1. lotu.

„Við Sara Dögg [Svan­hild­ar­dótt­ir] kollegi minn og bæj­ar­full­trúi okkar í Garðabæ lögðum þetta til,“ segir Jón Ingi Hákon­ar­son bæj­ar­full­trúi Við­reisnar í Hafn­ar­firði í sam­tali við Kjarn­ann, en hann seg­ist hafa fengið þau svör frá Vega­gerð­inni að lík­lega yrði ekki byrjað að vinna eig­in­leg frum­drög að leið­inni fyrr en um miðjan ára­tug­inn.

„Með því að þrýsta á gerð frum­draga núna árið 2021 eða 2022 er hægt að byrja 4-5 árum fyrr á leið D (gefið að fjár­magn fáist),“ segir í grein­ar­gerð með til­lög­unum tveim­ur.

„Besti Mið­flokks­mað­ur­inn“ studdi til­lög­una í Hafn­ar­firði

Jón Ingi segir líf­legar umræður hafa spunn­ist um til­lög­una á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í Hafn­ar­firði á mið­viku­dag og að end­ingu hafi allir bæj­ar­full­trúar lýst sig sam­mála því að leita til Betri sam­gangna ohf. og Vega­gerð­ar­innar með þessa fyr­ir­spurn.

Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.

„Það voru allir með, meira að segja Mið­flokk­ur­inn, sem er bara frá­bært,“ segir Jón Ingi, en þess skal getið að full­trúi flokks­ins lét bóka að sam­þykki sitt væri með þeim fyr­ir­vara að Borg­ar­línan væri of dýr leið og hægt væri að fara ódýr­ari leið­ir. „Við erum með besta Mið­flokks­mann­inn,“ segir Jón Ingi um Sig­urð Þ. Ragn­ars­son félaga sinn í bæj­ar­stjórn, sem margir þekkja sem veð­ur­frétta­mann.

„Það var ánægju­legt hvað fólk var sam­mála þessu og vildi sam­ein­ast um þetta. Það finnst mér frá­bært og segir manni það að borg­ar­línu­verk­efnið hefur miklu meiri stuðn­ing en kannski virð­ist á yfir­borð­in­u,“ segir Jón Ingi, sem lætur þess einnig getið að honum þyki ágætt að ekki séu allir sam­mála um verk­efn­ið.

„Þá þurfum við bara að hafa meira fyrir því að rök­styðja okkar mál. Það er gott að hafa ein­hvern sem er mál­efna­lega andsnú­inn.“

Tækni­skól­inn breytir mynd­inni fyrir Hafn­ar­fjörð

Jón Ingi segir að á frekar stuttum tíma hafi orðið tölu­vert miklar breyt­ingar á mynstr­inu í sam­fé­lag­inu. „Allt í einu er stærsti fram­halds­skóli lands­ins, Tækni­skól­inn, að öllum lík­indum að koma í Hafn­ar­fjörð og þá viljum við að Borg­ar­línan verði fyrr til­búin þar heldur en ella,“ segir Jón Ingi við blaða­mann.

Auglýsing

Hann segir skipta máli að það liggi fyrir fyrr en seinna hvernig lega borg­ar­línu­leið­anna verði útfærð og svo sé líka hægt að hafa frum­drögin klár, þannig að mögu­lega yrði hægt að byrja fyrr á fram­kvæmda­hlut­anum en áætlað er.

„Borg­ar­línan er skipu­lags­mál og hvernig við skipu­leggjum íbúa­byggð og hvernig við skipu­leggjum þjón­ustu í kringum áhrifa­svæði borg­ar­lín­unnar skiptir svo miklu máli,“ segir Jón Ingi.

Hefur fengið þau svör að tíma­línur verk­efna geti hnikast til

Sara Dögg Svan­hild­ar­dóttir bæj­ar­full­trúi í Garðabæ segir við Kjarn­ann að það skipti máli að sveit­ar­fé­lögin séu öll „á tán­um“ gagn­vart borg­ar­línu­verk­efn­inu. „Það er gríð­ar­lega mikil ábyrgð falin í hverju sveit­ar­fé­lagi fyrir sig á að koma þessu verk­efni hratt og örugg­lega til fram­kvæmda,“ segir Sara Dögg.

Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.

Sara Dögg segir að hún hafi setið fundi með for­svars­mönnum Betri sam­gangna og Vega­gerðar þar sem fram hafi komið að „hægt sé að hafa áhrif á tíma­lín­una“ innan sam­göngusátt­mál­ans ef upp komi seink­anir á öðrum fram­kvæmdum innan sam­göngusátt­mál­ans. Hún nefnir að fram­kvæmdir á borð við gatna­mót Bústaða­vegar og Reykja­nes­brautar séu á eftir áætlun og fleiri verk­efni sömu­leið­is.

Óviss með stokk á Hafn­ar­fjarð­ar­vegi

Hún segir að henni skilj­ist að for­senda þess að Garða­bær sé með í borg­ar­línu­verk­efn­inu sé að Hafn­ar­fjarð­ar­vegur verði lagður í stokk þar sem hann sker sig í gegnum miðbæ Garða­bæj­ar, en lýsir sjálf yfir efa­semdum um þær fyr­ir­ætl­an­ir.

Áætl­unin byggi á til­lögu frá 2016 og síðan þá hafi lítil umræða verið í póli­tík­inni í Garðabæ um hvort stokkur sé eina leið­in. Fram­kvæmdin við stokk­inn er ein af mörgum í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem sveit­ar­fé­lögin og ríkið und­ir­rit­uðu árið 2019.

„Ég hef talað við fólk sem telur að stokkur sé algjör óþarf­i,“ segir Sara Dögg, sem segir að áhuga­vert væri að fá upp for­send­urnar að baki lagn­ingu umferð­ar­stokks­ins, svo sem ábata­mat og mat á umhverf­is­á­hrifum út frá hávaða og öðru.

„Eftir því sem maður fer að garfa meira í þessu þá finnur maður að það skiptir miklu máli að sveit­ar­fé­lögin séu að vakta verk­efnið og halli sér ekki bara aftur og hugsi að verið sé að vinna verkið ann­ars stað­ar,“ segir Sara Dögg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent