„Klæddu þig eins og þú vilt, þegar þú vilt, ef þú vilt. Látum fólk sjá að konur og karlar eru ekki svo ólík.“ Þetta segir Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, forsprakki #FreeTheNipple herferðarinnar, í nýju myndbandi sem vefsíðan Play Iceland og Femínistafélag Háskóla Íslands gerðu í tengslum við herferðina.
Í myndbandinu er rætt við þátttakendur í herferðinni, og bæði karlar og konur koma fram ber að ofan. Í lok myndbandsins segir Adda svo: „þetta er þitt val, þú átt að geta gert það sem þú vilt án þess að fólk dæmi.“
Auglýsing
Það er fyrirtækið Hugverkamenn sem stendur á bak við síðuna Play Iceland, en markmið síðunnar er að kynna Ísland og Íslendinga í gegnum listræn og skemmtileg mínútu löng myndbönd.