Hinn 34 ára gamli Steven Gerrard, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool og einn dáðasti íþróttamaður Bretlandseyja, mun hætta að leika með liðinu í lok tímabilsins og halda á ný mið. Þetta staðfesti Liverpool með yfirlýsingu á vefsíðu sinni í morgun, en áður hafði Tony Barrett, blaðamaður The Times, sagt fyrstu fréttir af þessari ákvörðun Gerrards. Bandarísku félögin LA Galaxy og New York City eru sögð hafa áhuga á því að fá Gerrard til liðs við sig en endanleg ákvörðun um hvar Gerrard mun leika hefur ekki verið tekin.
Steven Gerrard is set to announce that he will leave Liverpool at the end of this season. MLS is his most likely destination.
— Tony Barrett (@TonyBarretTimes) January 1, 2015
Gerrard segir í yfirlýsingu á vef Liverpool að hann sé þakklátur félaginu fyrir hvernig það hefur staðið á bak við hann. Hann sagðist, vilja gefa út yfirlýsingu á þessum tímapunkti svo að knattspyrnustjórinn og félagið verði ekki fyrir truflunum vegna orðróms um að hann sé að fara frá félaginu það sem eftir lifir leiktíðar. Gerrard spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool árið 1998, þá átján ára gamall. Hann hefur leikið 695 leiki fyrir Liverpool, hefur fagnað tíu titlum með félaginu, en sá stærsti er þegar Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005, þar sem hann skoraði eitt mark og lék stórt hlutverk í endurkomu liðsins eftir að það hafði lent 3-0 undir gegn AC Milan. Gerrard hefur aldrei fagnað sigri í ensku úrvalsdeildinni á ferli sínum, en komst einna næst því í fyrra þegar Liverpool endaði leiktíðina í öðru sæti á eftir Manchester City. Gerrard lék 114 landsleiki fyrir England áður en hann hætti að leika með liðinu, eftir HM í Brasilíu síðastliðið sumar. Margir fyrrverandi leikmenn Liverpool, og andstæðingar sömuleiðis, hafa tjáð sig um ákvörðun Gerrards í dag. Einn þeirra, Terry McDermott, sem var lykilmaður í sigursælasta liði Liverpool í sögunni, þegar það vann meðal annars Evrópumeistaratitilinn þrjú ár í röð, segir Gerrard vera besta leikmann í sögu Liverpool. Hann hafi verið leikmaður hjá Liverpool, þegar það var í besta falli „í meðallagi“ og það hafi samt unnið titla og hann farið fyrir liðinu nánast allan feril sinn með því, sem lýkur í vor.
Kenny and Souey shone in great great LFC teams...Gerrard has played in LFC teams that were at best mediocre and he carried them to trophies
— Terry McDermott (@TerryMac777) January 1, 2015
https://www.youtube.com/watch?v=UH6xY01jp5A
Auglýsing