Gísli Freyr segist ekki hafa rætt Tony Omos við Sigríði í símtölunum

IMG-4777.jpg
Auglýsing

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, segir að hann hafi tví­vegis hringt í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur, þáver­andi lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum, að morgni 20. nóv­em­ber í fyrra. Hún hafi hins vegar aldrei hringt í hann þennan morg­un. „Ég man ekki hvað við rædd­um, en við ræddum ekki Tony Omos,“ segir Gísli Freyr í sam­tali við Kjarn­ann.

Sama dag og Gísli ræddi við Sig­ríði Björk birtu Frétta­blaðið og mbl.is fréttir sem byggðu á minn­is­blaði um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos sem Gísli Freyr hefur við­ur­kennt að hafa lekið til fjöl­miðl­anna. Að sögn Gísla áttu sím­tölin við Sig­ríði Björk sér stað eftir að Frétta­blaðið birti sína frétt um málið en áður en mbl.is birti sína frétt. Báðir fjöl­miðl­arnir voru hins vegar þegar búnir að fá minn­is­blaðið í sínar hendur þegar sím­tölin áttu sér stað.

Í DV í dag er sagt að Gísli Freyr og Sig­ríður hafi rætt þrí­vegis saman í síma að morgni 20. nóv­em­ber.

Auglýsing

Er nú lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inuSig­ríður Björk var á þessum tíma lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesj­um. Hún var skipuð í starf lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins af Hönnu Birnu í júlí síð­ast­liðnum án aug­lýs­ingar í kjöl­far þess að fyr­ir­renn­ari henn­ar, Stefán Eiríks­son, sagði starfi sínu lausu. Í aðdrag­anda upp­sagnar Stef­áns hafði hann orðið fyrir ítrek­uðum afskiptum af hendi inn­an­rík­is­ráð­herra vegna rann­sóknar á leka­mál­inu. Umboðs­maður Alþingis hefur haft sam­skipti Hönnu Birnu og Stef­áns til skoð­unar og er von á áliti hans um þau í þess­ari viku.

Gísli Freyr hefur játað að hafa lekið minn­is­blaði með upp­lýs­ingum um Tony Omos til Frétta­blaðs­ins og mbl.is sem birt­ust í miðl­unum þennan saman dag, 20. nóv­em­ber. Áður en minn­is­blað­inu var lekið var búið að bæta upp­lýs­ingum við það um Omos. Gísli Freyr var í síð­ustu viku dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir lek­ann.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None