Tillagan sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði að umtalsefni á landsfundi flokksins, að landsmenn allir gætu eignast fimm prósent hlut í bankakerfinu, er vel framkvæmanleg, en hún vekur líka upp spurningar.
Stétt stjórnmálamanna er þekkt fyrir að hugsa sjaldnast um komandi kynslóðir, eða marka veginn langt fram í tímann. Ástæðan er sú að þeir þurfa að hafa fylgi fjöldans á bak við sig og fá endurnýjað umboð á nokkurra ára fresti, og það getur oft verið snúin barátta, einkum og sér í lagi í miklum ólgusjó og uppbyggingarstarfi.
Það kann að vera að þessi hugmynd Bjarna, sem jafngildir því að hver Íslendingur fái um 90 þúsund króna verðmæti í sinni hlut, verði vinsæl hjá þeirri kynslóð sem er svo heppin að fá hlutabréf í bönkum frá stjórnmálamönnum. En næsta kynslóð á eftir spyr kannski, hvers vegna hún fær ekki líka hlutabréf í bönkum. Og jafnvel í einhverju fleiru.
Stétt stjórnmálamanna er þekkt fyrir að hugsa sjaldnast um komandi kynslóðir, eða marka veginn langt fram í tímann. Ástæðan er sú að þeir þurfa að hafa fylgi fjöldans á bak við sig og fá endurnýjað umboð á nokkurra ára fresti, og það getur oft verið snúin barátta, einkum og sér í lagi í miklum ólgusjó og uppbyggingarstarfi.
Það kann að vera að þessi hugmynd Bjarna, sem jafngildir því að hver Íslendingur fái um 90 þúsund króna verðmæti í sinni hlut, verði vinsæl hjá þeirri kynslóð sem er svo heppin að fá hlutabréf í bönkum frá stjórnmálamönnum. En næsta kynslóð á eftir spyr kannski, hvers vegna hún fær ekki líka hlutabréf í bönkum. Og jafnvel í einhverju fleiru.
Ríkissjóður er ekki einkasjóður hverrar kynslóðar. Útdeiling á gjöfum úr honum, jafnvel þó allir fá jafn mikið þegar stjórnmálamennirnir ákveða að vera rausnarlegir, verða að skoðast í því ljósi. Svo er það líka sjónarmið, að ríkið eigi yfir höfuð ekki að gefa frá sér verðmæti, heldur að reyna að fá hagstætt og sanngjarnt verð fyrir þau. Einmitt fyrir komandi kynslóðir.