Frans páfi er nú í Bandaríkjunum og ávarpaði bandaríska þingið í gær með magnaðri ræðu. Páfinn hefur oft vakið athygli fyrir greiningar sínar á hinum ýmsu þáttum í mannlegu samfélagi sem mættu betur fara, og hefur meðal annars gagnrýnt fjárfesta og bankamenn fyrir græðgi, og þá sem haga sínum gildum eftir bókstafstrú, hvaða trúarbrögð það eru sem eiga í hlut.
Í ræðu sinni í gær talaði hann meðal annars um gildi fjölskyldunnar í samfélagi manna, og mikilvægi þess að fólk hugsaði um hana og héldi í tryggðarbönd fjölskyldunnar. Á þeim væru samfélögin byggð.
Uppskar páfinn mikið lófklapp þingmanna, þegar þessum orðum var sleppt. Enda boðskapurinn góður og mikilvægur, og verður líklega aldrei of oft kveðinn.
https://www.youtube.com/watch?v=oBM7DIeMsP0