Göng frá Seyðisfirði til Norðfjarðar „mun hyggilegri“

Eðlilegra og farsælla væri að gera jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar en að ráðast í Fjarðarheiðargöng að mati Samgöngufélagsins sem rýnt hefur í allar áætlanir stjórnvalda og Vegagerðarinnar um málið.

Í vel á fjórða áratug hafa stjórnvöld haft það á stefnuskrá sinni að bæta samgöngur til og frá Seyðisfirði með jarðgöngum.
Í vel á fjórða áratug hafa stjórnvöld haft það á stefnuskrá sinni að bæta samgöngur til og frá Seyðisfirði með jarðgöngum.
Auglýsing

Á allan hátt væri eðli­legra og far­sælla að tryggja öruggt sam­band Seyð­is­fjarðar við þjóð­vega­kerfið með því að ráð­ast í gerð tvennra jarð­ganga milli Seyð­is­fjarðar og Mjóa­fjarðar og Mjóa­fjarðar og Norð­fjarðar áður en göng verða gerð um Fjarð­ar­heiði.

Þetta er mat Sam­göngu­fé­lags­ins, félags sem hefur það að mark­miði að stuðla að fram­förum í sam­göngum á Íslandi. Félagið hefur í gegnum árin sett fram ýmsar til­lögur og hvatt til umræðu, fræðslu og skoð­ana­skipta um sam­göngu­mál.

Auglýsing

Fjarð­ar­heið­ar­göng, sem eru langt á veg komin í umhverf­is­mati, yrðu ekki aðeins lengstu veggöng á Íslandi heldur með þeim lengstu í heimi. Kostn­að­ur­inn yrði á bil­inu 44-47 millj­arðar króna, segir í umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar sem aug­lýst var til umsagnar hjá Skipu­lags­stofnun í sum­ar. Sam­göngu­fé­lagið var meðal þeirra sem skil­uðu umsögn um áform­in.

Félagið telur að með göngum milli Seyð­is­fjarðar og Norð­fjarðar yrði nán­ast alltaf fær leið til og frá Seyð­is­firði. Á Norð­firði er m.a. sjúkra­hús fjórð­ungs­ins og myndi leiðin fyrir Seyð­firð­inga á sjúkra­húsið stytt­ast um 30 kíló­metra með tvennum göng­um.

Ým­iss annar ávinn­ingur myndi skap­ast með göngum þá leið­ina sem ekki feng­ist með Fjarð­ar­heið­ar­göng­um, m.a. hring­teng­ing sem myndi gera ferðir ferða­manna mun áhuga­verð­ari sem og auknir mögu­leikar í sam­vinnu milli sveit­ar­fé­lag­anna á Mið­aust­ur­landi. Ávinn­ing­ur­inn í styttri ferða­tíma yrði ekki síst hjá Norð­firð­ingum því með göngum til Seyð­is­fjarðar myndi vega­lengdin til Egils­staða stytt­ast úr 68 kíló­metrum í 55 km.

Sam­göngu­fé­lagið telur að nokkuð mikið hafi verið gert úr vetr­aró­færð á Fjarð­ar­heiði í skýrslu frá árinu 2019 sem ákvörðun um að ráð­ast í Fjarð­ar­heið­ar­göng var byggð á. Þá bendir félagið á að í skoð­ana­könnun sem Gallup vann að beiðni þess árið 2020 meðal íbúa á Mið­aust­ur­landi hafi komið fram að flestir íbúar eða 42,4 pró­sent, nefndu göng milli Seyð­is­fjarðar og Norð­fjarðar sem væn­leg­asta fyrsta kost. 37,9 pró­sent nefndu Fjarð­ar­heið­ar­göng sem fyrsta kost.

Afdrifa­rík og dýr ákvörðun

Ekki er að mati félags­ins full­nægj­andi rök­stuðn­ingur fyrir þeirri „af­drifa­ríku ákvörð­un“ að leggja til að ráð­ast í Fjarð­ar­heið­ar­göng, sem yrðu 13 kíló­metrar á lengd, sem fyrsta kost í stað þess að gera göng úr Seyð­is­firði í Mjóa­fjörð (5,5 km) og þaðan upp á Hérað (9 km) eða til Norð­fjarðar (6,8 km).

„Áætl­aður kostn­aður við að full­gera Fjarð­ar­heið­ar­göng ásamt aðliggj­andi vegum er nú áætl­aður 45.000 millj­ónir króna (45 millj­arðar króna) og er þó tals­verð óvissa hvort sú áætlun stand­ist þegar til kast­anna kem­ur,“ segir í umsögn Sam­göngu­fé­lags­ins og bent er á hækkun kostn­aðar við Vaðla­heið­ar­göng miðað við áætl­anir í því sam­bandi.

„Verður að telj­ast hæpið að for­svar­an­legt sé að ráð­ast í gerð mann­virkis sem þessa, sem raunar er áætlað að taki sjö ár að full­gera, eins og fjár­málum rík­is­sjóðs er kom­ið,“ skrifar félag­ið. „Þótt brýnt verði að telj­ast fyrir sam­fé­lagið á Seyð­is­firði að rjúfa vetr­ar­ein­angrun stað­ar­ins og tryggja akleiðir sem full­nægja núgild­andi kröfum er vel hægt að fara aðra leið en stystu leið milli Seyð­is­fjarðar og Egils­staða.“

Unninn var samanburður á valkostum um samgöngubætur til og frá Seyðisfirði árið 2011. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar

Sam­göngu­fé­lagið telur þá hug­mynd að fjár­magna göngin að hluta með inn­heimtu veggjalda í göng­unum sem og öðrum jarð­göngum á land­inu, tæp­ast ganga upp. Hval­fjarð­ar­göng, þau fjöl­förn­ustu í þjóð­vega­kerf­inu, hafi þegar verið greidd upp með veggjöldum og gjald­taka sé nú þegar í þeim næst fjöl­förnustu, Vaðla­heið­ar­göngum sem renna á til kostn­aðar við gerð þeirra. Hæpið sé að leggja gjald á umferð um Stráka­göng, Múla­göng og göng undir Breiða­dals- og Botns­heið­ar, þar sem um ein­breið göng er að ræða að hluta eða heild og þau upp­fylla þar af leið­andi ekki kröfur dags­ins í dag. Þá séu aðeins fimm göng eft­ir; Dýra­fjarð­ar­göng, Bol­ung­ar­vík­ur­göng, Héð­ins­fjarð­ar­göng, Norð­fjarð­ar­göng og Fáskrúðs­fjarð­ar­göng. „Sú umferð sem fer um þau stendur vart undir miklum tekjum og fæli þá jafn­framt í sér þá „ný­breytni“ að greiða þyrfti sér­stakt gjald fyrri akstur um hluta þjóð­vega­kerfis lands­ins án þess að eiga kost á annarri leið.“

Auglýsing

Sam­göngu­fé­lagið telur út af öllum fram­an­greindum þáttum og fleiri sem það tínir til í umsögn sinni að for­sendur fyrir gerð Fjarð­ar­heið­ar­ganga séu um margt byggðar á veikum grunni og ekki þykir for­svar­an­legt að ráð­ast í útboð og fram­kvæmdir nema fyrir liggi með ótví­ræðum hætti hvernig að gjald­töku verði stað­ið, fjár­hæð gjalds, tíma­lengd gjald­tökur og fleira. Mun hyggi­legra sé að ráð­ast nú þegar í und­ir­bún­ing ganga milli Seyð­is­fjarðar og Norð­fjarðar sem gætu engu að síður verið til­búin tveimur árum fyrr en Fjarð­ar­heið­ar­göng. „Að gerð þeirra lok­inni mætti síðan kanna hent­ug­ustu leið milli Seyð­is­fjarðar og Egils­staða.“

Hér getur þú lesið frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um Fjarð­ar­heið­ar­göng.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent