Vinsælasti morgunsjónvarpsþáttur Bandaríkjanna, Good Morning America, sendir nú beint út frá gosstöðvunum við Holuhraun. Þátturinn, sem er á vegum ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sendir oft út beinar útsendingar frá vel völdum stöðum í heiminum, en sennilega hafa aðstæður aldrei verið stórbrotnari en núna. Í myndbandi sem deilt er á Twitter-síðu þáttarins sést mynd úr lofti, þar sem dróni flýgur yfir gosstöðvunum og tekur upp myndskeið í beinni útsendingu fyrir áhorfendur.
Samkvæmt upplýsingum frá Tv by numbers vefsíðunnar, sem heldur utan um tölur um sjónvarpsáhorf, þá horfa að meðaltali 5,3 milljónir manna á þáttinn, sem gerir hann að vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna.
Amazing. The lava is 2100 degrees F. #GMADroneShow pic.twitter.com/j9fuonTF0i
— Good Morning America (@GMA) February 3, 2015
Auglýsing