Google endurskipulagt og verður Alphabet

google.jpg
Auglýsing

Banda­ríska fyr­ir­tækið Goog­le, eitt stærsta tækni­fyr­ir­tæki heims, mun héðan í frá heita Alp­habet. Larry Page, annar stofn­enda Google sem upp­haf­lega var leit­ar­vél en rekur í dag miklu víð­tæk­ari starf­semi, til­kynnti um veiga­miklar breyt­ingar á upp­bygg­ingu félags­ins eftir lokun mark­aða í Banda­ríkj­unum í dag. Það gerði hann á blogg­síðu Google. Starf­semi Google verður með þessu móti brotin niður í smærri ein­ingar undir móð­ur­fé­lag­inu Alp­habet.

Auglýsing

Banda­rískir fjöl­miðlar greina frá áformum stjórn­enda félags­ins í dag. Í pistli á blogg­síðu Goog­le, og lesa má hér, útskýrir Larry Page að hann verði for­stjóri nýja eign­ar­halds­fé­lags­ins og Sergey Brin, hinn stofn­andi Goog­le, verði for­seti þess. Þeir von­ast til að breytt skipu­lag gefi þeim frelsi til að sækja fram í tækninýj­ung­um. Page segir að þeir muni nýta krafta sína í fram­tíð­ar­verk­efni og hvar sem þeirra er þörf hverju sinni.Page útskýrir Alp­habet sem sam­an­safn fyr­ir­tækja. Þeirra stærst verður Google með leit­ar­vél­ina, Maps kort­ið, Android stýri­kerf­ið, Youtube og fleira inn­an­borðs. Þá verður tækni­þró­un­ar­fé­lagið X Lab rekið sem sér­stök ein­ing undir Alp­habet en félagið hefur til þessa kall­ast Google X og meðal ann­ars þróað sjálf­keyr­andi bíla. Í póst­inum til­tekur Page sér­stak­lega þróun X Lab á drón­um. Fjár­fest­inga­sjóð­irnir Venture og Capi­tal verða reknir sem sér­stök dótt­ur­fé­lög Alp­habet.Greint var frá breyt­ing­unum skömmu eftir lokun mark­aða í Banda­ríkj­unum í dag, eða skömmu fyrir klukkan 21 að íslenskum tíma. Hluta­bréf í Goog­le, sem nú heitir reyndar Alp­habet, hafa rokið upp á eft­ir­mark­aði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Á villtum götum
Kjarninn 15. júlí 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Trump ætlar að veikja náttúruverndarlögin
Í kvöld mun Donald Trump tilkynna breytingu á náttúruverndarlögum Bandaríkjanna. Lögum sem standa vörð um þátttöku almennings í ákvarðanatöku þegar kemur að framkvæmdum á borð við olíuleiðslur og hraðbrautir.
Kjarninn 15. júlí 2020
Benedikt Jóhannesson
Tengslin milli útgerðarinnar og stjórnmálaflokka verði að rofna
Fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármála- og efnahagsráðherra spyr hversu lengi Íslendingar eigi að láta bjóða sér óbreytt ástand.
Kjarninn 15. júlí 2020
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None