Töluverð viðskipti hafa verið með hlutabréf í kauphöllinni í dag, og hefur gengi allra félaga hækkað. Mesta hækkunin hefur verið á bréfum í HB Granda, eða um 4,35 prósent en velta í viðskiptum með bréf félagsins hefur verið um 217 milljónir þegar þetta er ritað.
Mesta veltan hefur verið með bréf í Icelandair Group, 612 milljónir króna, en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 2,05 prósent.
Önnur félög hafa hækkað um á bilinu 0,21 prósent (Eimskip) til 3,17 prósent (Marel).
Auglýsing
Heildarvelta í viðskiptum dagsins nemur tæplega 1,7 milljarði íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum á vef Keldunnar.