Greiðslufall yfirvofandi hjá Reykjanesbæ ef ekki semst um skuldir

reykjanesb--r.jpg
Auglýsing

Reykja­nes­bær á nú í við­ræðum við kröfu­hafa um end­ur­skipu­lagn­ingu skulda sinna, en ef þær við­ræður skila ekki árangri getur komið til greiðslu­falls hjá bæn­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá bæn­um.

„Eins og fram hefur komið í til­kynn­ingum Reykja­nes­bæjar er fjár­hags­staða bæj­ar­fé­lags­ins alvar­leg. Bæj­ar­yf­ir­völd eiga í við­ræðum við kröfu­hafa um end­ur­skipu­lagn­ingu skuld­bind­inga bæj­ar­fé­lags­ins. Stefnt er að því að nið­ur­staða þeirra við­ræðna liggi fyrir á næstu vik­um. Ef við­ræð­urnar skila ekki árangri getur komið til greiðslu­falls á skuld­bind­ingum bæj­ar­fé­lags­ins í fram­tíð­inn­i,“­segir í til­kynn­ingu bæj­ar­fé­lags­ins.

Bær­inn hefur verið í miklum vanda um langt skeið. Reykja­nes­bær er skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Skuldir þess, rúmir 40 millj­arðar króna, eru um 250 pró­sent af reglu­legum tekj­um. Sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 þá er leyfi­legt skulda­hlut­fall að hámarki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæjar er því bein­leiðis í and­stöðu við lög.

Auglýsing

Um síð­ustu ára­mót var fengin heim­ild til að leggja auka­á­lag ofan á hámarks­út­svar hjá bæn­um, sem þýðir að íbúar Reykja­nes­bæjar þurfa að greiða hærri skatta til sveit­ar­fé­lags­ins en nokk­urt annað sveit­ar­fé­lag á land­inu vegna afleitrar fjár­hags­stöðu. Þeir borga 15,05 pró­sent á meðan að hámarks­út­svar sam­kvæmt lögum er 14,52 pró­sent.

Til við­bótar hefur fast­eigna­skattur verið hækk­að­ur, fastri yfir­vinnu bæj­ar­starfs­manna sagt upp, föstum öku­tækja­styrkjum þeirra sagt upp, fagsviðum fækk­að, öllum fram­kvæmda­stjórum sveit­ar­fé­lags­ins sagt upp.

Þörf á sárs­auka­fullum aðgerðumNý bæj­ar­yf­ir­völd í Reykja­nesbæ fengu KPMG til að gera óháða úttekt á fjár­málum sveit­ar­fé­lags­ins eftir að þau tóku við stjórn bæj­ar­ins. Á grunni þeirrar úttekar var ný aðgerð­ar­á­ætlun til átta ára kynnt til sög­unn­ar, en henni er ætlað að ná skulda­hlut­fall­inu niður fyrir 150 pró­sent fyrir árið 2021. Kjarn­inn skrif­aði ítar­lega um þessi mál nýlega, en þau skrif má lesa hér. 

Í fyrsta lagi þarf að auka fram­legð að lág­marki um 900 millj­ónir króna með aðgerðum í rekstri. Það þýðir auknar tekj­ur, til dæmis í gegnum þjón­ustu­gjöld og hækkun á útsvari, og lækkun rekstr­ar­kostn­að­ar, til dæmis með upp­sögnum á starfs­fólki.

Í öðru lagi á að stöðva fjár­flæði frá A-hluta sveit­ar­sjóðs yfir til starf­semi sem til­heyrir B-hluta. Með öðrum orðum á að hætta að nota tekjur sveita­fé­lags­ins, lán­tökur eða eigna­sölur til að borga fyrir þann hluta sem til­heyrir B-hluta sveita­sjóðs. Í þessu felst meðal ann­ars að HS Veitur verði látnar greiða hámarks­arð, um 900 millj­ónir króna á ári.

Í þriðja lagi á að tak­marka fjár­fest­ingar A-hluta sveit­ar­fé­lags­ins við 200 millj­ónir króna á ári þar til fjár­hags­mark­miðum verður náð.

Í fjórða lagi á að mæta auk­inni greiðsl­ur­byrði næstu ára með end­ur­fjár­mögnun skulda og skuld­binda og skoða mögu­leika á frek­ari sölu eigna eða sam­ein­ingu  B-hluta stofn­ana. Þær B-hluta stofn­anir sem eru mest byrði á Reykja­nesbæ eru Reykja­nes­höfn og Fast­eignir Reykja­nes­bæj­ar. Hvorug þeirra getur rekið sig án pen­inga frá A-hluta sveita­sjóðs­ins eins og staðan er í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None