Greiningardeildir Íslandsbanka og Arion banka spá báðar 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag í næstu viku, þegar peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnir um stýrivaxtastig í landinu. „Mun nefndin að okkar mati rökstyðja hækkunina með miklum innlendum launahækkunum, verri verðbólguhorfum, auknum verðbólguvæntingum, vaxandi spennu í efnahagslífinu og minnkandi peningalegu aðhaldi,“ segir greining Íslandsbanka.
Greiningardeildirnar benda báðar á að kjarasamningar sem nú hafa verið gerðið á almennum vinnumarkaði feli í sér launahækkanir umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Peningastefnunefnd muni horfa sérstaklega til þess við ákvörðun sína. Greiningardeildirnar telja jafnframt báðar líkur á enn frekari hækkun stýrivaxta á þessu ári og að þeir muni hækka samtals um eitt prósent.
Spá Greiningar Íslandsbanka.
Spá greiningardeildar Arion banka.