Grikkir sagðir enn einu skrefi nær gjaldþroti og útgöngu úr Evrunni

h_51802336-1.jpg
Auglýsing

Mál­efni Grikkja eru alls­ráð­andi á fundi Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins sem nú fer fram í Was­hington. Svo virð­ist sem Grikkir hafi stigið eitt skref í við­bót í átt að greiðslu­falli og mögu­lega því að þurfa að hætta í evru­sam­starf­inu und­an­farna daga.

Greint var frá því í gær Grikkir hefðu óskað eftir því við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn að end­ur­greiðslum á lánum þeirra í maí og júní yrði frestað. Frétt­irnar voru þó ekki stað­festar af grískum yfir­völd­um. Afborg­anir lán­anna, sem Grikkir eiga að standa skil á þá, nema 2,5 millj­örðum evra, sem jafn­gildir 364 millj­örðum króna. Þess­ari bón Grikkja var illa tek­ið. Christine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóri AGS, sagði að frestun á afborg­unum myndi aðeins gera ástandið verra.

Yanis Varoufa­kis fjár­mála­ráð­herra mætti til Was­hington í gær á vor­fund AGS. Þar er talið lík­legt að hann gæti gert aðra til­raun til þess að fá AGS til að fresta afborg­unum af lán­un­um, en það er ekki talið lík­legt til árang­urs. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur alla tíð haft það prinsipp að end­ur­semja ekki um lán.

Auglýsing

George Osborne, fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, sagði við Guar­dian í dag að ástandið í Grikk­landi væri mesta áhyggju­efni alþjóða­hag­kerf­is­ins. Stemmn­ingin á fundi Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins væri sýni­lega dap­ur­legri en á síð­ustu fundum og það sé ljóst að minnstu mis­tök eða mis­reikn­ingar gætu auð­veld­lega snúið við efna­hags­bat­anum í Evr­ópu.

Þýska­land vill að stjórn­völd hætti að blekka almenn­ing 

Það að Grikkir skuli hafa beðið um þetta þykir sýna að þeir sjálfir eru ekki vissir um að hægt verði að ná sam­komu­lagi um áfram­hald­andi lán­veit­ingar frá AGS og Evr­ópu­sam­band­inu. Economist segir þetta dæmi­gerða hegðun grískra stjórn­valda, það sé aldrei hægt að vita hverju von er á frá þeim. Grísk stjórn­völd hafi breytt um stefnu innan evru­hóps­ins og orðið upp­vís að því að halda ekki trún­að, og það hafi eyði­lagt trú­verð­ug­leika stjórn­valda.

Wolf­gang Schäu­ble, fjár­mála­ráð­herra Þýska­lands, krafð­ist þess á mið­viku­dag að stjórn­völd í Grikk­landi hættu að blekkja almenn­ing í land­inu og réð­ust strax í erf­iðar aðhalds­að­gerð­ir. Lausn mála væri nefni­lega algjör­lega í höndum Grikk­lands. For­seti Seðla­banka Evr­ópu, Mario Drag­hi, tal­aði á svip­uðum nótum og sagði það algjör­lega í höndum Grikkja hversu lengi bank­inn gæti haldið land­inu á floti með neyð­ar­lán­um.

Áfram­hald­andi veit­ing neyð­ar­lána til Grikk­lands strandar á því að sam­komu­lag náist um það hvaða aðhalds­að­gerðir og umbætur þeir ráð­ast í. Um þetta hefur enn ekki verið samið. Grikkir höfðu von­ast til þess að ná sam­komu­lagi fyrir fund evru­hóps­ins þann 24. apríl næst­kom­andi, en nú virð­ast að minnsta kosti mörg önnur ríki gera sér grein fyrir því að svo verður ekki. Grikkir eiga sam­kvæmt kröfu ESB að einka­væða nokkur fyr­ir­tæki og ráð­ast í miklar umbætur á vinnu­mark­aði og líf­eyr­is­kerf­inu, en hafa hingað til ekki útskýrt hvernig þeir ætla að gera það.

Þá hefur það skemmt fyrir stöðu þeirra að fyrst vör­uðu þeir við því að þeir gætu orðið uppi­skroppa með fjár­magn í febr­ú­ar, svo í mars og nú í apr­íl.

Þrýst­ingur heima fyrir og í nágranna­ríkj­unum 

Póli­tískur þrýst­ingur eykst lika heima fyr­ir. Alekos Flambouraris, sem er ráð­herra og náinn sam­verka­maður for­sæt­is­ráð­herra, ýjaði að því í sjón­varps­við­tali í vik­unni að haldin yrði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um áfram­hald­andi þátt­töku í evru­sam­starf­inu. Lík­legt er talið að svarið í slíkri atkvæða­greiðslu væri já, sem gæti gefið for­sæt­is­ráð­herr­anum Alexis Tsipras mögu­leika á að ýta til hliðar vinstrisinn­uð­ustu ein­stak­ling­unum í Syr­iza-­flokkn­um, sem hafa komið í veg fyrir aðhalds­að­gerð­irn­ar.

Þá greinir Kathi­mer­ini, eitt stærsta dag­blað Grikk­lands, frá því í dag að nágranna­ríki Grikk­lands, þar sem útibú grískra banka eru starf­andi, hafi sett mik­inn þrýst­ing á bank­anna. Seðla­bankar í Alban­íu, Búlgar­íu, Kýp­ur, Rúm­en­íu, Serbíu, Tyrk­landi og Makedóníu hafi allir gert þá kröfu á gríska banka sem starfa í ríkj­unum að þeir komi algjör­lega í veg fyrir að þeir geti orðið fyrir skaða vegna gríska kerf­is­ins, ef samn­inga­við­ræð­urnar skyldu ekki ganga. Dag­blaðið kallar þetta sótt­kví, og að hún hafi verið talin nauð­syn­leg til þess að koma í veg fyrir að mögu­legt fall Grikk­lands smiti út frá sér til þess­ara ríkja.

Þetta þykir benda enn frekar til þess að ríkin í kringum Grikk­land séu að und­ir­búa sig undir það að ríkið fari í þrot.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None