Grikkir sagðir enn einu skrefi nær gjaldþroti og útgöngu úr Evrunni

h_51802336-1.jpg
Auglýsing

Mál­efni Grikkja eru alls­ráð­andi á fundi Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins sem nú fer fram í Was­hington. Svo virð­ist sem Grikkir hafi stigið eitt skref í við­bót í átt að greiðslu­falli og mögu­lega því að þurfa að hætta í evru­sam­starf­inu und­an­farna daga.

Greint var frá því í gær Grikkir hefðu óskað eftir því við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn að end­ur­greiðslum á lánum þeirra í maí og júní yrði frestað. Frétt­irnar voru þó ekki stað­festar af grískum yfir­völd­um. Afborg­anir lán­anna, sem Grikkir eiga að standa skil á þá, nema 2,5 millj­örðum evra, sem jafn­gildir 364 millj­örðum króna. Þess­ari bón Grikkja var illa tek­ið. Christine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóri AGS, sagði að frestun á afborg­unum myndi aðeins gera ástandið verra.

Yanis Varoufa­kis fjár­mála­ráð­herra mætti til Was­hington í gær á vor­fund AGS. Þar er talið lík­legt að hann gæti gert aðra til­raun til þess að fá AGS til að fresta afborg­unum af lán­un­um, en það er ekki talið lík­legt til árang­urs. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur alla tíð haft það prinsipp að end­ur­semja ekki um lán.

Auglýsing

George Osborne, fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, sagði við Guar­dian í dag að ástandið í Grikk­landi væri mesta áhyggju­efni alþjóða­hag­kerf­is­ins. Stemmn­ingin á fundi Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins væri sýni­lega dap­ur­legri en á síð­ustu fundum og það sé ljóst að minnstu mis­tök eða mis­reikn­ingar gætu auð­veld­lega snúið við efna­hags­bat­anum í Evr­ópu.

Þýska­land vill að stjórn­völd hætti að blekka almenn­ing 

Það að Grikkir skuli hafa beðið um þetta þykir sýna að þeir sjálfir eru ekki vissir um að hægt verði að ná sam­komu­lagi um áfram­hald­andi lán­veit­ingar frá AGS og Evr­ópu­sam­band­inu. Economist segir þetta dæmi­gerða hegðun grískra stjórn­valda, það sé aldrei hægt að vita hverju von er á frá þeim. Grísk stjórn­völd hafi breytt um stefnu innan evru­hóps­ins og orðið upp­vís að því að halda ekki trún­að, og það hafi eyði­lagt trú­verð­ug­leika stjórn­valda.

Wolf­gang Schäu­ble, fjár­mála­ráð­herra Þýska­lands, krafð­ist þess á mið­viku­dag að stjórn­völd í Grikk­landi hættu að blekkja almenn­ing í land­inu og réð­ust strax í erf­iðar aðhalds­að­gerð­ir. Lausn mála væri nefni­lega algjör­lega í höndum Grikk­lands. For­seti Seðla­banka Evr­ópu, Mario Drag­hi, tal­aði á svip­uðum nótum og sagði það algjör­lega í höndum Grikkja hversu lengi bank­inn gæti haldið land­inu á floti með neyð­ar­lán­um.

Áfram­hald­andi veit­ing neyð­ar­lána til Grikk­lands strandar á því að sam­komu­lag náist um það hvaða aðhalds­að­gerðir og umbætur þeir ráð­ast í. Um þetta hefur enn ekki verið samið. Grikkir höfðu von­ast til þess að ná sam­komu­lagi fyrir fund evru­hóps­ins þann 24. apríl næst­kom­andi, en nú virð­ast að minnsta kosti mörg önnur ríki gera sér grein fyrir því að svo verður ekki. Grikkir eiga sam­kvæmt kröfu ESB að einka­væða nokkur fyr­ir­tæki og ráð­ast í miklar umbætur á vinnu­mark­aði og líf­eyr­is­kerf­inu, en hafa hingað til ekki útskýrt hvernig þeir ætla að gera það.

Þá hefur það skemmt fyrir stöðu þeirra að fyrst vör­uðu þeir við því að þeir gætu orðið uppi­skroppa með fjár­magn í febr­ú­ar, svo í mars og nú í apr­íl.

Þrýst­ingur heima fyrir og í nágranna­ríkj­unum 

Póli­tískur þrýst­ingur eykst lika heima fyr­ir. Alekos Flambouraris, sem er ráð­herra og náinn sam­verka­maður for­sæt­is­ráð­herra, ýjaði að því í sjón­varps­við­tali í vik­unni að haldin yrði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um áfram­hald­andi þátt­töku í evru­sam­starf­inu. Lík­legt er talið að svarið í slíkri atkvæða­greiðslu væri já, sem gæti gefið for­sæt­is­ráð­herr­anum Alexis Tsipras mögu­leika á að ýta til hliðar vinstrisinn­uð­ustu ein­stak­ling­unum í Syr­iza-­flokkn­um, sem hafa komið í veg fyrir aðhalds­að­gerð­irn­ar.

Þá greinir Kathi­mer­ini, eitt stærsta dag­blað Grikk­lands, frá því í dag að nágranna­ríki Grikk­lands, þar sem útibú grískra banka eru starf­andi, hafi sett mik­inn þrýst­ing á bank­anna. Seðla­bankar í Alban­íu, Búlgar­íu, Kýp­ur, Rúm­en­íu, Serbíu, Tyrk­landi og Makedóníu hafi allir gert þá kröfu á gríska banka sem starfa í ríkj­unum að þeir komi algjör­lega í veg fyrir að þeir geti orðið fyrir skaða vegna gríska kerf­is­ins, ef samn­inga­við­ræð­urnar skyldu ekki ganga. Dag­blaðið kallar þetta sótt­kví, og að hún hafi verið talin nauð­syn­leg til þess að koma í veg fyrir að mögu­legt fall Grikk­lands smiti út frá sér til þess­ara ríkja.

Þetta þykir benda enn frekar til þess að ríkin í kringum Grikk­land séu að und­ir­búa sig undir það að ríkið fari í þrot.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None