Grikkland enn einu sinni á barmi hruns - úrslitafundir í gangi

h_51762188.jpg
Auglýsing

Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, bíður þess nú að fá svar frá kröfu­hafa­ráði rík­is­sjóðs lands­ins en hann lagði fram til­boð til þeirra á föstu­dag, til þess að taka afstöðu til. Til­boð­ið, sem ekki hefur verið gert opin­bert, felur í sér breyt­ingu frá þeirri áætlun sem unnið hefur verið eftir til þessa, en samt munu skattar hækka enn meira, eignir rík­is­ins seldar og sér­stök gjöld sett á bæði alka­hól og sígar­ett­ur, að því er breska rík­is­út­varpið BBC greinir frá.

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og fjár­mála­ráð­herrar Evr­ópu­sam­bands­ríkja eru nú með til­boð grískra stjórn­valda til skoð­un­ar, en nið­ur­staða verður að liggja fyrir innan skamms því fyr­ir­séð er að rík­is­sjóður Grikk­lands getur ekki staðið við skuld­bind­ingar sínar í apr­íl, ef ekki verður sam­þykkt að lána til Grikk­lands á þeim for­sendum sem stjórn­völd, með Syr­iza flokk­inn í broddi fylk­ing­ar, vilja.

Eftir að Syr­iza vann kosn­inga­sigur í Grikk­landi og komst til valda, meðal ann­ars á grund­velli lof­orða um að hætta að starfa eftir rík­is­fjár­mála­á­ætlun í sam­starfi við AGS og ESB, hefur illa gengið að móta næstu skref. Fund­irnir nú um helg­ina, eru taldir ráða úrslitum um það hvort stjórn­völd í Grikk­landi nái fram breyt­inga­til­lögum sínum eða ekki. Ef ekki verður fall­ist á að taka meira til­lit til þess sem grísk stjórn­völd vilja, þá er lítið annað að gera en að halda áfram að starfa eftir þeirri áætlun sem liggur fyr­ir, en hún mið­ast við að end­ur­greiða 240 millj­arða evra skuldir rík­is­sjóðs Grikk­lands, með miklum fórnum og hag­ræð­ingu.

Auglýsing

 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None