Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur sent tillögur að samkomulagi ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Grikklands um áframhaldandi neyðarlán til Grikkja. Þetta segir gríski fjölmiðillinn To Vima og segist hafa samkomulagið undir höndum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist ekki geta staðfest að búið sé að senda tillögur neitt, en neitaði því þó ekki, sem hefur vakið athygli.
Can't confirm media reports on @EU_Commission /Juncker proposal on GR. Not aware of such proposal. Working towards comprehensive deal.
— Annika Breidthardt (@A_Breidthardt) May 18, 2015
We can't confirm media allegations about @EU_Commission proposal on #Greece. Hard work continue towards deal, with #IMF @ecb & #eurogroup
Auglýsing
— Olivier Bailly (@OlivierBaillyEU) May 18, 2015
Fjölmargar tillögur að umbótum eru í skjalinu sem To Vima hefur undir höndum. Þær eru skilyrði fyrir því að losað verði um fimm milljarða evra lán til Grikkja, sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda til þess að geta staðið í skilum. Grísk stjórnvöld hafa varað við því undanfarna mánuði að þau séu nálægt því að verða uppiskroppa með fé til að endurgreiða lán og borga út laun og lífeyri.
Samkvæmt samkomulaginu er fyrsta skilyrðið að festa í lög allar þær umbætur sem krafist er, og það strax í maí. Annað skilyrðið er að Grikkir geri umtalsverðar breytingar á efnahagskerfi sínu fyrir haustið. Þær umbætur eru meðal annars breytingar á lífeyriskerfinu og vinnumarkaðnum. Í skjalinu sem To Vima hefur undir höndum eru þó færri umbætur og breytingar en hingað til hefur verið talað um. Þá kemur fram í fréttum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi efasemdir um þessa tillögu, sem þykir rausnarlegri við Grikki en það sem hingað til hefur verið til umræðu. Séu þetta réttar tillögur frá ESB þykja þær sigur fyrir Syriza, stjórnarflokkinn í Grikklandi.