Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, er nýr aðstoðarmaður Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.
Freyja Steingrímsdóttir hefur sinnt starfi aðstoðarmanns Loga síðustu fjögur ár en hún hefur nú verið ráðin í stöðu samskiptastjóra BSRB.
Guðmundur Andri var þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á árunum 2017 til 2021. Hann var í allsherjar- og menntamálanefnd frá 2017 til 2021 og í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2019 til 2021.
Þórunn Sveinbjarnardóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, fjölmennasta kjördæmi landsins, í síðustu þingkosningum. Guðmundur Andri tók annað sætið en komst ekki inn á þing.