Guðmundur Steingrímsson hefur engan áhuga á formannsslag

10054207846_e833b167f6_c.jpg
Auglýsing

Guð­mundur Stein­gríms­son, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, seg­ist hafa engan áhuga á því að taka þátt í for­manns­slag. Hann sé til­bú­inn að gegna öðrum hlut­verkum innan flokks­ins heldur en að vera for­maður hans og styðji til­lögu um að helstu emb­ætti flokks­ins róter­ist á milli fólks. „Ég vil ganga í öll þau störf sem flokks­menn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyll­ast okkar hug­sjón­ir, í sömu verk­um. Það á eng­inn að starfa í Bjartri fram­tíð með því skil­yrði að hann sé for­mað­ur, eins og það sé aðal­at­rið­ið. Það gildir um mig, og aðra.“

Þetta segir Guð­mundur í færslu á Face­book í dag. Eru þetta hans fyrstu við­brögð frá því að Heiða Kristín Helga­dótt­ir, fyrrum stjórn­ar­for­maður flokks­ins og vara­þing­mað­ur, sagði í Viku­lokum á Rás 1 á laug­ar­dag að hún sé til­bú­inn að ger­ast for­maður flokks­ins. Árs­fundur Bjartrar fram­tíðar verður hald­inn í byrjun sept­em­ber.

„Ég hef þá trú að í hverjum erf­iðum kring­um­stæð­um, hvort sem það er innan flokks, í þjóð­fé­lags­mál­unum eða hvar ann­ars stað­ar, sé hægt finna leið sem ein­kenn­ist af kær­leika. Hann er kraftur sem er alltaf til stað­ar, en getur verið mis­erfitt að finna. Ég veit þetta kann að hljóma full hug­ljúft í eyrum ein­hverra, en ég meina þetta. Kær­leikur er kraftur sem gerir aðstæður betri,“ segir Guð­mundur á Face­book. færsl­una má lesa í heild hér að neð­an.

Auglýsing
Staða Bjartrar fram­tíðar hefur verið mér og fleirum til­efni til mik­illa og djúpra heila­brota um nokk­urt skeið. Ég hef ...

Posted by Guð­mundur Stein­gríms­son on Monday, 10 Aug­ust 2015Fylgi Bjartrar fram­tíðar hefur hríð­fallið und­an­far­ið. Í könnun sem MMR birti í vik­unn­i ­sögð­ust ein­ungis 4,4 pró­sent kjós­enda ætla að kjósa flokk­inn. Miðað við það fylgi myndi Björt fram­tíð ekki ná inn manni í kom­andi kosn­ing­um. Í nýj­ustu könnun Gallup mælist fylgi Bjartrar fram­tíðar fimm pró­sent Flokk­ur­inn mæld­ist með um 20 pró­sent fylgi í könn­unum  í fyrra­haust.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None