Guðni Ágústsson hjólar í Framtakssjóðinn og Landsbankann

Guðni-Ágústsson.jpg
Auglýsing

"Við hljótum að gera kröfu til þess að nú verði farið yfir þau lög og mark­mið sem bæði Fram­taks­sjóð­ur­inn, Promens og Lands­bank­inn búa við í lög­um, sam­þykktum og mark­miðum eig­end­anna," segir Guðni Ágústs­son, fyrrum for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í morg­un. Til­efnið er frétta­flutn­ingur af því að Promens hygg­ist flytja höf­uð­stöðvar sínar úr landi vegna vand­kvæða sem fylgja því að stunda alþjóð­leg við­skipti í landi með fjár­magns­höft.

Ráða­menn ætla að hirða gróða vog­un­ar­sjóðaGuðni seg­ist hafa hrokkið í kút og spurt sig spurn­inga þegar frétt­irnar af áætl­unum Promens komu fram í fjöl­miðl­um. Hann hafi velt fyrir sér af hverju Seðla­bank­inn láti svona og skrifar að menn í sóf­anum heima segi " Seðla­bank­inn er vondur og ósann­gjarn og rík­is­stjórnin hálfu verri. Svo skýtur annarri hugsun upp í koll­inum á und­ir­rit­uðum en voru þeir ekki að tala um það ráða­menn þjóð­ar­inn­ar, þeir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra, að í vetur ætli þeir að afnema gjald­eyr­is­höftin og hirða stóran hluta af gróða vog­un­ar­sjóð­anna? Og þar með verði Ísland frjálst og full­valda ríki á ný."

"Voru þeir ekki að tala um það ráða­menn þjóð­ar­inn­ar, þeir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra, að í vetur ætli þeir að afnema gjald­eyr­is­höftin og hirða stóran hluta af gróða vog­un­ar­sjóð­anna?," spyr Guðni Ágústs­son.

Guðni fór í kjöl­far­ið að velta því fyrir sér hver ætti þetta risa­stóra fyr­ir­tæki og hvað valdi því að þeir eig­endur vilji ekki hinkra til að sjá "efndir leið­tog­anna"?. Þegar hann hafi kannað málið bet­ur, og kynnt sér hverjir eig­endur Promens eru, hafi "stóra bomban" komið eins og köld vatns­gusa yfir hann. "Fólkið í land­inu á fyr­ir­tæk­ið, helm­ings­eig­andi er Lands­bank­inn, rík­is­banki. Hinn helm­ing­inn á Fram­taks­sjóður Íslands og fólkið á þann sjóð í gegnum líf­eyr­is­sjóð­ina. Svo fer maður að lesa sér til um Fram­taks­sjóð­inn, þá var hann stofn­aður af líf­eyr­is­sjóðum lands­manna í fram­haldi af banka­hrun­inu. Hver var til­gang­ur­inn?

Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­irnir vildu stuðla að end­ur­reisn íslensks atvinnu­lífs og nýta fjár­fest­ing­ar­tæki­færi til að end­ur­heimta hluta af tap­aðri ávöxtun þeirra vegna hruns­ins. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa ár hvert 120 millj­arða af almennafé til fjár­fest­inga og ávöxt­un­ar, miklir pen­ingar þar."

Hefðu þeir líka selt Ísland hf.?Guðni rifjar upp að Fram­taks­sjóð­ur­inn átti líka eitt öfl­ug­asta fisk­út­flutn­ings­fyr­ir­tæki Íslands í ára­tugi "með nafni lands­ins og hrein­leik­ans, Iceland­ic". Hluti af starf­semi þess fyr­ir­tækis var selt til Banda­ríkj­anna fyrir nokkrum árum. Guðni spyr: "Máttum við missa þetta öfl­uga útflutn­ings­fyr­ir­tæki og merki lands­ins, væri ekki gott að það væri enn í okkar hönd­um? Hvað ef þeir Fram­taks­sjóðs- og Lands­banka­menn hefðu átt fyr­ir­tæki undir merk­inu Ísland hf.? Hefðu þeir einnig selt það?

Í mínum huga er þetta fram­ferði og ætl­un­ar­verk sem fréttir helg­ar­innar sögðu frá ekki sprottið af neyð, þar ráða ein­hver önnur sjón­ar­mið.

 

Í mínum huga er þetta fram­ferði og ætl­un­ar­verk sem fréttir helg­ar­innar sögðu frá ekki sprottið af neyð, þar ráða ein­hver önnur sjón­ar­mið. Á sama tíma og ákveðin öfl brjót­ast um með þessum hætti með fulla vasa fjár af pen­ingum sem lands­menn eiga þá heyrir maður af mörgum öðrum fyr­ir­tækjum erlendum sem eru að koma hingað eða íhuga það þrátt fyrir að gjald­eyr­is­höft séu enn til stað­ar, ég minni á banda­rísku versl­un­ar­keðj­una Costco. Við hljótum að gera kröfu til þess að nú verði farið yfir þau lög og mark­mið sem bæði Fram­taks­sjóð­ur­inn, Promens og Lands­bank­inn búa við í lög­um, sam­þykktum og mark­miðum eig­end­anna."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None