Góð ráð við bílakaup og bölvun sigurvegarans

andrea-og-a--alsteinn1.jpg
Auglýsing

Andrea Sól­eyjar og Björg­vins­dótt­ir, eða Andrea ofur­neyt­andi eins og áhorf­endur Ferðar til fjár þekkja hana, leit­aði sér að nýjum bíl í síð­asta þætti. Eins og fyrr þá var Aðal­steinn Leifs­son, sér­fræð­ingur í samn­inga­tækni, Andreu til ráð­gjafar og veitti henni góð ráð.

„Það sem ger­ist oft í bíla­kaupum er að fólk verður ást­fangið af til­teknum bíl. Það verður að eign­ast þennan ákveðna bíl. Þegar við erum komin með þá til­finn­ingu að við verðum að eign­ast hlut­inn, þá erum við oft til­búin að gera nán­ast hvað sem er til þess að eign­ast hann. Þá hverfur okkar samn­ings­staða út um glugg­ann,“ sagði Aðal­steinn.

Auglýsing


Lausnin væri sú að hafa alltaf nokkra val­mögu­leika. „Ef við getum leyst okkar þarfir með því að kaupa ólíka bíla, þá batnar samn­ings­staða okkar til muna. Í öllum samn­ings­við­ræðum sem þú vilt fara í, þá áttu að hafa ólíka val­mögu­leika. Við reynum að semja við tvo eða þrjá á sama tíma, og þar er allt algjör­lega uppi á borð­inum og við gerum það heið­ar­lega. Því lengra sem við komumst með einum selj­anda, því betri samn­ings­stöðu höfum við að semja við hinn.“

Bölvun sig­ur­veg­ar­ans

Áður en Andrea hélt úti á bíla­sölu, þá útskýrði Aðal­steinn hvernig það geti gerst að eig­andi bíls­ins verði ánægð­ari en ella ef hún borgar minna fyrir bíl­inn. Slíkt kall­ist bölvun sig­ur­veg­ar­ans og geti gerst þegar maður sam­þykkir strax til­boðið sem býðst. Til dæm­is, ef eig­andi bíls­ins vill fá 1,1 milljón fyrir hann, og kaup­and­inn segir um hæl: „Frá­bært, ég tek hann,“ þá getur sú til­finn­ing setið í selj­and­anum að hann hefði getað fengið hærra verð fyrir bíl­inn – bölvun sig­ur­veg­ar­ans.Andrea hélt út á bíla­sölu. Hún vildi finna bíl sem hentar henni og börn­unum þrem­ur, vinum þeirra, far­angri og hverju öðru sem fjöl­skyldu­bíll þarf að ferja. „Sjö manna strumpar­úta með stórri hurð“ var bíll­inn sem Andrea leit­aði að, en hún hefur fram til þessa keyrt bíl for­eldra sinna. Hún rifj­aði upp ráð Aðal­steins: Að vita hversu mikið hún er til­búin að borga fyrir bíl­inn og hversu mikið hún getur farið út fyrir þá upp­hæð.Fyrsti bíl­inn sem Andrea sá var sjö manna strumpar­úta sem kost­aði 990 þús­und krón­ur. Hinn bíl­inn sem hent­aði var af sömu gerð, árinu yngri og á til­boðs­verði, 1.490 þús­und krónur í stað 1.650 þús­und áður. Með falda mynda­vél fór hún og ræddi við bíla­sölu­menn­ina og bauð 580 þús­und í fyrri bíl­inn, eða 410 þús­und krónum lægra en ásett verð. Hún hafði í huga að borga allt að 700 þús­und fyrir bíl­inn, en að ráði Aðal­steins bauð hún tölu­vert lægra verð, eða 580 þús­und. Viti menn, eig­and­inn sam­þykkti til­boðið sím­leið­is, og Andrea upp­lifði bölvun sig­ur­veg­ar­ans!Henni leið aðeins betur þegar í ljós kom að eig­and­inn hafði hringt og ætlað að hætta við, honum þótti til­boðið of lágt en stóð þó við það ef Andrea væri áhuga­söm.Þess ber að geta að Andrea keyrir enn um á bíl for­eldra sinna. Það er kannski besta sparn­að­ar­leiðin eftir allt sam­an?Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 5. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Benedikt: Jodie Foster er baráttukona
Stórleikkonan Jodie Foster ætlar sér að endurgera kvikmyndina Konan fer í stríð, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.
Kjarninn 10. desember 2018
Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum
Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.
Kjarninn 10. desember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lítur dagsins ljós
Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af.
Kjarninn 10. desember 2018
Sara Dögg Svanhildardóttir
Dýrt húsnæði og há gjöld ýta undir einsleitni
Kjarninn 10. desember 2018
Þögul mótmæli við síðustu þingsetningu
Meirihluti Íslendinga telur það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Meirihluti landsmanna segir það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, samkvæmt nýrri könnun MMR. Konur reyndust líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga.
Kjarninn 10. desember 2018
Sigþrúður Guðmundsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Ellen Calmon
Efla fræðslu um þjónustu og lagaleg úrræði í þágu kvenna af erlendum uppruna
Konur af erlendum uppruna eru margar hverjar í bagalegri stöðu til að komast úr erfiðum heimilisaðstæðum. Þær kunna margar hverjar ekki tungumálið, þekkja ekki réttindi sín og eru upp á kvalara sína komnar.
Kjarninn 10. desember 2018
Nichole Leigh Mosty
Eitt mikilvægasta skjal tuttugustu aldarinnar og undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum
Leslistinn 10. desember 2018
Uber á leiðinni á hlutabréfamarkað
Bandaríska skutlfyrirtækið Uber stefnir á að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næsta ári. Talið er að Uber gæti reynst allt að 120 milljarða dala virði í frumútboðinu. Lyft, helsti samkeppnisaðili Uber, stefnir einnig á skráningu á hlutabréfamarkað.
Kjarninn 10. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None