Góð ráð við bílakaup og bölvun sigurvegarans

andrea-og-a--alsteinn1.jpg
Auglýsing

Andrea Sól­eyjar og Björg­vins­dótt­ir, eða Andrea ofur­neyt­andi eins og áhorf­endur Ferðar til fjár þekkja hana, leit­aði sér að nýjum bíl í síð­asta þætti. Eins og fyrr þá var Aðal­steinn Leifs­son, sér­fræð­ingur í samn­inga­tækni, Andreu til ráð­gjafar og veitti henni góð ráð.

„Það sem ger­ist oft í bíla­kaupum er að fólk verður ást­fangið af til­teknum bíl. Það verður að eign­ast þennan ákveðna bíl. Þegar við erum komin með þá til­finn­ingu að við verðum að eign­ast hlut­inn, þá erum við oft til­búin að gera nán­ast hvað sem er til þess að eign­ast hann. Þá hverfur okkar samn­ings­staða út um glugg­ann,“ sagði Aðal­steinn.

Auglýsing


Lausnin væri sú að hafa alltaf nokkra val­mögu­leika. „Ef við getum leyst okkar þarfir með því að kaupa ólíka bíla, þá batnar samn­ings­staða okkar til muna. Í öllum samn­ings­við­ræðum sem þú vilt fara í, þá áttu að hafa ólíka val­mögu­leika. Við reynum að semja við tvo eða þrjá á sama tíma, og þar er allt algjör­lega uppi á borð­inum og við gerum það heið­ar­lega. Því lengra sem við komumst með einum selj­anda, því betri samn­ings­stöðu höfum við að semja við hinn.“

Bölvun sig­ur­veg­ar­ans

Áður en Andrea hélt úti á bíla­sölu, þá útskýrði Aðal­steinn hvernig það geti gerst að eig­andi bíls­ins verði ánægð­ari en ella ef hún borgar minna fyrir bíl­inn. Slíkt kall­ist bölvun sig­ur­veg­ar­ans og geti gerst þegar maður sam­þykkir strax til­boðið sem býðst. Til dæm­is, ef eig­andi bíls­ins vill fá 1,1 milljón fyrir hann, og kaup­and­inn segir um hæl: „Frá­bært, ég tek hann,“ þá getur sú til­finn­ing setið í selj­and­anum að hann hefði getað fengið hærra verð fyrir bíl­inn – bölvun sig­ur­veg­ar­ans.Andrea hélt út á bíla­sölu. Hún vildi finna bíl sem hentar henni og börn­unum þrem­ur, vinum þeirra, far­angri og hverju öðru sem fjöl­skyldu­bíll þarf að ferja. „Sjö manna strumpar­úta með stórri hurð“ var bíll­inn sem Andrea leit­aði að, en hún hefur fram til þessa keyrt bíl for­eldra sinna. Hún rifj­aði upp ráð Aðal­steins: Að vita hversu mikið hún er til­búin að borga fyrir bíl­inn og hversu mikið hún getur farið út fyrir þá upp­hæð.Fyrsti bíl­inn sem Andrea sá var sjö manna strumpar­úta sem kost­aði 990 þús­und krón­ur. Hinn bíl­inn sem hent­aði var af sömu gerð, árinu yngri og á til­boðs­verði, 1.490 þús­und krónur í stað 1.650 þús­und áður. Með falda mynda­vél fór hún og ræddi við bíla­sölu­menn­ina og bauð 580 þús­und í fyrri bíl­inn, eða 410 þús­und krónum lægra en ásett verð. Hún hafði í huga að borga allt að 700 þús­und fyrir bíl­inn, en að ráði Aðal­steins bauð hún tölu­vert lægra verð, eða 580 þús­und. Viti menn, eig­and­inn sam­þykkti til­boðið sím­leið­is, og Andrea upp­lifði bölvun sig­ur­veg­ar­ans!Henni leið aðeins betur þegar í ljós kom að eig­and­inn hafði hringt og ætlað að hætta við, honum þótti til­boðið of lágt en stóð þó við það ef Andrea væri áhuga­söm.Þess ber að geta að Andrea keyrir enn um á bíl for­eldra sinna. Það er kannski besta sparn­að­ar­leiðin eftir allt sam­an?Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 5. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None