Góð ráð við bílakaup og bölvun sigurvegarans

andrea-og-a--alsteinn1.jpg
Auglýsing

Andrea Sól­eyjar og Björg­vins­dótt­ir, eða Andrea ofur­neyt­andi eins og áhorf­endur Ferðar til fjár þekkja hana, leit­aði sér að nýjum bíl í síð­asta þætti. Eins og fyrr þá var Aðal­steinn Leifs­son, sér­fræð­ingur í samn­inga­tækni, Andreu til ráð­gjafar og veitti henni góð ráð.

„Það sem ger­ist oft í bíla­kaupum er að fólk verður ást­fangið af til­teknum bíl. Það verður að eign­ast þennan ákveðna bíl. Þegar við erum komin með þá til­finn­ingu að við verðum að eign­ast hlut­inn, þá erum við oft til­búin að gera nán­ast hvað sem er til þess að eign­ast hann. Þá hverfur okkar samn­ings­staða út um glugg­ann,“ sagði Aðal­steinn.

Auglýsing


Lausnin væri sú að hafa alltaf nokkra val­mögu­leika. „Ef við getum leyst okkar þarfir með því að kaupa ólíka bíla, þá batnar samn­ings­staða okkar til muna. Í öllum samn­ings­við­ræðum sem þú vilt fara í, þá áttu að hafa ólíka val­mögu­leika. Við reynum að semja við tvo eða þrjá á sama tíma, og þar er allt algjör­lega uppi á borð­inum og við gerum það heið­ar­lega. Því lengra sem við komumst með einum selj­anda, því betri samn­ings­stöðu höfum við að semja við hinn.“

Bölvun sig­ur­veg­ar­ans

Áður en Andrea hélt úti á bíla­sölu, þá útskýrði Aðal­steinn hvernig það geti gerst að eig­andi bíls­ins verði ánægð­ari en ella ef hún borgar minna fyrir bíl­inn. Slíkt kall­ist bölvun sig­ur­veg­ar­ans og geti gerst þegar maður sam­þykkir strax til­boðið sem býðst. Til dæm­is, ef eig­andi bíls­ins vill fá 1,1 milljón fyrir hann, og kaup­and­inn segir um hæl: „Frá­bært, ég tek hann,“ þá getur sú til­finn­ing setið í selj­and­anum að hann hefði getað fengið hærra verð fyrir bíl­inn – bölvun sig­ur­veg­ar­ans.Andrea hélt út á bíla­sölu. Hún vildi finna bíl sem hentar henni og börn­unum þrem­ur, vinum þeirra, far­angri og hverju öðru sem fjöl­skyldu­bíll þarf að ferja. „Sjö manna strumpar­úta með stórri hurð“ var bíll­inn sem Andrea leit­aði að, en hún hefur fram til þessa keyrt bíl for­eldra sinna. Hún rifj­aði upp ráð Aðal­steins: Að vita hversu mikið hún er til­búin að borga fyrir bíl­inn og hversu mikið hún getur farið út fyrir þá upp­hæð.Fyrsti bíl­inn sem Andrea sá var sjö manna strumpar­úta sem kost­aði 990 þús­und krón­ur. Hinn bíl­inn sem hent­aði var af sömu gerð, árinu yngri og á til­boðs­verði, 1.490 þús­und krónur í stað 1.650 þús­und áður. Með falda mynda­vél fór hún og ræddi við bíla­sölu­menn­ina og bauð 580 þús­und í fyrri bíl­inn, eða 410 þús­und krónum lægra en ásett verð. Hún hafði í huga að borga allt að 700 þús­und fyrir bíl­inn, en að ráði Aðal­steins bauð hún tölu­vert lægra verð, eða 580 þús­und. Viti menn, eig­and­inn sam­þykkti til­boðið sím­leið­is, og Andrea upp­lifði bölvun sig­ur­veg­ar­ans!Henni leið aðeins betur þegar í ljós kom að eig­and­inn hafði hringt og ætlað að hætta við, honum þótti til­boðið of lágt en stóð þó við það ef Andrea væri áhuga­söm.Þess ber að geta að Andrea keyrir enn um á bíl for­eldra sinna. Það er kannski besta sparn­að­ar­leiðin eftir allt sam­an?Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 5. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None