Pæling dagsins: Leigjendur bíða áfram eftir úrræðum

14932775807-7d53d2dfb1-z.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Í pæl­ingu dags­ins í gær var sjónum beint að leigj­end­um, sem hafa orðið illa úti í öllum mögu­legum skulda­úr­ræðum und­an­far­inna ára. Þá var spurt hvenær stjórn­völd ætl­uðu að gefa stöðu leigj­enda gaum. Nú er það svo að verk­efn­is­stjórn um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála skil­aði af sér skýrslu til Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, í maí í fyrra. Þar voru alls konar til­lögur lagðar fram og upp úr þessum til­lögum átti að vinna fjögur frum­vörp um hús­næð­is­mál. Skemmst er frá því að segja að ekk­ert þeirra er enn komið fram. Tvö þerra áttu að koma fram í haust, meðal ann­ars frum­varp sem ráð­herr­ann hefur sagt skipta miklu máli fyrir leigj­end­ur. Það er frum­varp sem gerir ráð fyrir því að hús­næð­is­bætur komi í stað­inn fyrir húsa­leigu­bætur og vaxta­bæt­ur, svo að fólki verði ekki lengur mis­munað í bótum eftir því hvernig það býr.

Ný og upp­færð ­þing­mála­skrá er nú komin fram. Sam­kvæmt henni kemur hús­næð­is­bóta­frum­varpið fram ekki síðar en í lok febr­úar og hin frum­vörpin um hús­næð­is­mál ekki síðar en 26. mars. Það mun vera síð­asti mögu­legi dag­ur­inn til að leggja fram frum­vörp á þessu þingi, og á þeim degi er iðu­lega kom­inn langur listi af málum sem á eftir að klára fyrir þing­lok, sem eru áætluð í lok maí. Og þangað til halda leigj­endur áfram að bíða eftir sínum úrræð­um.

Auglýsing

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra setur lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar
Samstaða er í ríkisstjórninni um að leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None