Pæling dagsins: Leigjendur bíða áfram eftir úrræðum

14932775807-7d53d2dfb1-z.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Í pæl­ingu dags­ins í gær var sjónum beint að leigj­end­um, sem hafa orðið illa úti í öllum mögu­legum skulda­úr­ræðum und­an­far­inna ára. Þá var spurt hvenær stjórn­völd ætl­uðu að gefa stöðu leigj­enda gaum. Nú er það svo að verk­efn­is­stjórn um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála skil­aði af sér skýrslu til Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, í maí í fyrra. Þar voru alls konar til­lögur lagðar fram og upp úr þessum til­lögum átti að vinna fjögur frum­vörp um hús­næð­is­mál. Skemmst er frá því að segja að ekk­ert þeirra er enn komið fram. Tvö þerra áttu að koma fram í haust, meðal ann­ars frum­varp sem ráð­herr­ann hefur sagt skipta miklu máli fyrir leigj­end­ur. Það er frum­varp sem gerir ráð fyrir því að hús­næð­is­bætur komi í stað­inn fyrir húsa­leigu­bætur og vaxta­bæt­ur, svo að fólki verði ekki lengur mis­munað í bótum eftir því hvernig það býr.

Ný og upp­færð ­þing­mála­skrá er nú komin fram. Sam­kvæmt henni kemur hús­næð­is­bóta­frum­varpið fram ekki síðar en í lok febr­úar og hin frum­vörpin um hús­næð­is­mál ekki síðar en 26. mars. Það mun vera síð­asti mögu­legi dag­ur­inn til að leggja fram frum­vörp á þessu þingi, og á þeim degi er iðu­lega kom­inn langur listi af málum sem á eftir að klára fyrir þing­lok, sem eru áætluð í lok maí. Og þangað til halda leigj­endur áfram að bíða eftir sínum úrræð­um.

Auglýsing

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None