Guðrún Aspelund nýr sóttvarnalæknir

Yfirlæknir á sviði sóttvarna hefur verið ráðinn sóttvarnalæknir en Þórólfur Guðnason lætur af störfum í byrjun september næstkomandi.

Auglýsing
Guðrún Aspelund
Guðrún Aspelund

Guð­rún Aspelund hefur verið ráðin sótt­varna­læknir við emb­ætti land­læknis frá og með 1. sept­em­ber 2022. Þetta kemur fram á vef emb­ættis land­læknis í dag.

Hún starfar nú sem yfir­læknir á sviði sótt­varna hjá emb­ætt­inu. Hún hefur emb­ætt­is­próf í lækn­is­fræði frá Háskóla Íslands og sér­fræði­menntun í bæði almennum skurð­lækn­ingum og barna­skurð­lækn­ingum en hún var lektor og barna­skurð­læknir við Col­umbi­a-há­skóla á árunum 2007 til 2017.

Starf sótt­varna­læknis var aug­lýst 13. maí síð­ast­lið­inn en Þórólfur Guðna­son lætur af störfum í byrjun sept­em­ber 2022. Aug­lýs­ingin var birt á Starfa­torgi og í fjöl­miðlum og var umsókn­ar­frestur til og með 13. júní. Ekki bár­ust fleiri umsóknir en frá Guð­rúnu. Ráðn­ing var ákveðin í kjöl­far mats á umsókn og ítar­legs við­tals en með land­lækni í því ferli voru Óskar Reyk­dals­son for­stjóri Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Unnur Valdi­mars­dóttur pró­fessor í far­alds­fræði við Lækna­deild Háskóla Íslands og Þór­gunnur Hjalta­dóttir sviðs­stjóri hjá emb­ætti land­lækn­is.

Auglýsing

„Guð­rún, sem jafn­framt hefur lokið meist­ara­námi í líf­töl­fræði, hefur góða þekk­ingu á smit­sjúk­dómum og far­alds­fræði þeirra og hefur að auki komið að birt­ingu vís­inda­greina um smit­sjúk­dóma og sýkla­lyfja­notk­un. Hún hefur öðl­ast mikla þekk­ingu og reynslu á verk­efnum sótt­varna­sviðs í starfi sínu und­an­farin ár. Þá hefur hún einnig reynslu og stundar nám á sviði opin­berrar stjórn­sýslu,“ segir á vef land­lækn­is.

Guð­rún seg­ist hafa öðl­ast góða sýn á starf sótt­varn­ar­læknis und­an­farin ár og sé í starf­inu tæki­færi til að láta gott af mér leiða. „Ég geri mér grein fyrir að starf­inu fylgir mikil ábyrgð og ég hlakka til að takast á við verk­efnin sem eru framund­an,“ segir hún.

„Ég er mjög ánægð með ráðn­ingu Guð­rúnar í starf sótt­varna­lækn­is. Hún er með góða menntun og reynslu sem mun nýt­ast en hefur einnig til að bera nauð­syn­lega eig­in­leika fyrir krefj­andi starf sótt­varna­lækn­is, m.a. góða sam­skipta­hæfni, vinnu­semi, skipu­lags­hæfni, sjálf­stæði og yfir­veg­un,“ segir Alma D. Möller land­lækn­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent