Guðrún Aspelund nýr sóttvarnalæknir

Yfirlæknir á sviði sóttvarna hefur verið ráðinn sóttvarnalæknir en Þórólfur Guðnason lætur af störfum í byrjun september næstkomandi.

Auglýsing
Guðrún Aspelund
Guðrún Aspelund

Guð­rún Aspelund hefur verið ráðin sótt­varna­læknir við emb­ætti land­læknis frá og með 1. sept­em­ber 2022. Þetta kemur fram á vef emb­ættis land­læknis í dag.

Hún starfar nú sem yfir­læknir á sviði sótt­varna hjá emb­ætt­inu. Hún hefur emb­ætt­is­próf í lækn­is­fræði frá Háskóla Íslands og sér­fræði­menntun í bæði almennum skurð­lækn­ingum og barna­skurð­lækn­ingum en hún var lektor og barna­skurð­læknir við Col­umbi­a-há­skóla á árunum 2007 til 2017.

Starf sótt­varna­læknis var aug­lýst 13. maí síð­ast­lið­inn en Þórólfur Guðna­son lætur af störfum í byrjun sept­em­ber 2022. Aug­lýs­ingin var birt á Starfa­torgi og í fjöl­miðlum og var umsókn­ar­frestur til og með 13. júní. Ekki bár­ust fleiri umsóknir en frá Guð­rúnu. Ráðn­ing var ákveðin í kjöl­far mats á umsókn og ítar­legs við­tals en með land­lækni í því ferli voru Óskar Reyk­dals­son for­stjóri Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Unnur Valdi­mars­dóttur pró­fessor í far­alds­fræði við Lækna­deild Háskóla Íslands og Þór­gunnur Hjalta­dóttir sviðs­stjóri hjá emb­ætti land­lækn­is.

Auglýsing

„Guð­rún, sem jafn­framt hefur lokið meist­ara­námi í líf­töl­fræði, hefur góða þekk­ingu á smit­sjúk­dómum og far­alds­fræði þeirra og hefur að auki komið að birt­ingu vís­inda­greina um smit­sjúk­dóma og sýkla­lyfja­notk­un. Hún hefur öðl­ast mikla þekk­ingu og reynslu á verk­efnum sótt­varna­sviðs í starfi sínu und­an­farin ár. Þá hefur hún einnig reynslu og stundar nám á sviði opin­berrar stjórn­sýslu,“ segir á vef land­lækn­is.

Guð­rún seg­ist hafa öðl­ast góða sýn á starf sótt­varn­ar­læknis und­an­farin ár og sé í starf­inu tæki­færi til að láta gott af mér leiða. „Ég geri mér grein fyrir að starf­inu fylgir mikil ábyrgð og ég hlakka til að takast á við verk­efnin sem eru framund­an,“ segir hún.

„Ég er mjög ánægð með ráðn­ingu Guð­rúnar í starf sótt­varna­lækn­is. Hún er með góða menntun og reynslu sem mun nýt­ast en hefur einnig til að bera nauð­syn­lega eig­in­leika fyrir krefj­andi starf sótt­varna­lækn­is, m.a. góða sam­skipta­hæfni, vinnu­semi, skipu­lags­hæfni, sjálf­stæði og yfir­veg­un,“ segir Alma D. Möller land­lækn­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent