Gummi Páls lenti í ránstilraun í Barcelona

photo.028.jpg
Auglýsing

Baggalút­ur­inn og fjöl­miðla­mað­ur­inn Guð­mundur Páls­son lenti í miður skemmti­legri lífs­reynslu í Barcelona á sunnu­dags­kvöld­ið, þeg­ar ­gerð var til­raun til að ræna hann.

„Ég var nýbú­inn að skutla tengda­fjöl­skyld­unni og stráknum okk­ar, sem voru hjá okkur um páskana, út á flug­völl og var kom­inn inn í borg­ina aft­ur, þegar leigu­bíl­stjóri sem var stopp við hlið­ina á mér á umferð­ar­ljósum fór að senda mér skila­boð með alls­konar handapati. Benda á augun á sér og gefa mér allskyns merki. Ég skildi ekki upp eða nið­ur. Hélt ég hefði svínað fyrir hann eða farið yfir á rauðu og hann væri að segja mér að fara var­lega. Svo upp­götv­aði ég að það var sprungið á bíln­um. Það var ekki hægt að stöðva bíl­inn þar sem ég var, þannig að ég neydd­ist til að keyra hann lengra en ég hefði vilj­að, en náði svo loks að stoppa við umferð­ar­ljós í hverf­inu okk­ar,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann.

Til­raunir til að skipta um dekk í myrkr­inu gengu illa og því neydd­ist Guð­mundur til að þræla bílnum á sprungnu dekki í bíla­kjall­ara, þar sem þau leigja stæði fyrir bíl­inn.

Auglýsing

Guð­mundur hefur á und­an­förnum mán­uðum ferð­ast um þjóð­vegi Evr­ópu ásamt eig­in­konu sinni og tveimur ungum börnum á fjöl­skyldu­bílnum sem þau fluttu með úr Vest­ur­bænum í Reykja­vík yfir á meg­in­land­ið. Guð­mundur hefur fært við­burða­ríka ferða­sögu fjöl­skyld­unnar til heim­ilda í hlað­varps­þátt­unum Pabbi þarf að keyra, sem aðgengi­legir eru í Hlað­varpi Kjarn­ans.

Mynd af Fésbókarsíðu Gumma Páls. Mynd af Fés­bók­ar­síðu Gumma Páls.

Eftir raunir sunnu­dags­kvölds­ins setti Guð­mundur vara­dekkið undir fjöl­skyldu­bíl­inn og hélt á verk­stæði með sprungna dekk­ið. „Þegar ég mætti á verk­stæðið spurðu þeir mig hvort dekkið hefði verið far­þega­megin að aft­an. Þegar ég jánk­aði því, báðu þeir um að fá að sjá dekkið og sýndu mér hvar stungið hafði ver­ið ­gat á það ­með hnífi. Þetta væri svona dæmi­gert trix. Lík­lega hefðu tveir bandítar á vespu verið að verki. Það átti sem sagt að ræna kall­inn við vega­kant­inn. Senni­lega hefur leigu­bíl­stjór­inn séð til þeirra og verið að vara mig við.“

Guð­mundur segir að útlenskar núm­era­plötur hafi vafa­laust dregið athygli þjóf­anna að bíln­um, og sömu­leiðis það að hann hafi verið einn á ferð. „Þeir hafa senni­lega kíkt í bíl­inn á meðan ég lá undir honum þarna í myrkr­inu við umferð­ar­ljósin og ekki séð neitt þar til að hafa með sér,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann aðspurður um manna­ferðir við bíl­inn þar sem hann stóð út í vega­kanti. „Það var ein­hver umferð þarna, bílar og vespur sem stopp­uðu við hlið­ina á mér. Ég skildi hurð­ina meira að segja eftir opna, þannig að ég hef verið auð­veld bráð.“

Aðspurður um hvort sér hafi verið brugð­ið, svar­aði Guð­mund­ur: „Nei, ekki baun. Flest­ir ­sem eru rændir hérna eru rændir af því að þeir pössuðu sig ekki og það er sjaldan ofbeldi í spil­in­u.“

Reikna má með að ránstil­raun­inni verði gerð frekari skil í kom­andi hlað­varps­þáttum af Pabbi þarf að keyra, en næsti þáttur fer í loftið á laug­ar­dag­inn klukkan 11:30.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None