Gummi Páls lenti í ránstilraun í Barcelona

photo.028.jpg
Auglýsing

Baggalút­ur­inn og fjöl­miðla­mað­ur­inn Guð­mundur Páls­son lenti í miður skemmti­legri lífs­reynslu í Barcelona á sunnu­dags­kvöld­ið, þeg­ar ­gerð var til­raun til að ræna hann.

„Ég var nýbú­inn að skutla tengda­fjöl­skyld­unni og stráknum okk­ar, sem voru hjá okkur um páskana, út á flug­völl og var kom­inn inn í borg­ina aft­ur, þegar leigu­bíl­stjóri sem var stopp við hlið­ina á mér á umferð­ar­ljósum fór að senda mér skila­boð með alls­konar handapati. Benda á augun á sér og gefa mér allskyns merki. Ég skildi ekki upp eða nið­ur. Hélt ég hefði svínað fyrir hann eða farið yfir á rauðu og hann væri að segja mér að fara var­lega. Svo upp­götv­aði ég að það var sprungið á bíln­um. Það var ekki hægt að stöðva bíl­inn þar sem ég var, þannig að ég neydd­ist til að keyra hann lengra en ég hefði vilj­að, en náði svo loks að stoppa við umferð­ar­ljós í hverf­inu okk­ar,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann.

Til­raunir til að skipta um dekk í myrkr­inu gengu illa og því neydd­ist Guð­mundur til að þræla bílnum á sprungnu dekki í bíla­kjall­ara, þar sem þau leigja stæði fyrir bíl­inn.

Auglýsing

Guð­mundur hefur á und­an­förnum mán­uðum ferð­ast um þjóð­vegi Evr­ópu ásamt eig­in­konu sinni og tveimur ungum börnum á fjöl­skyldu­bílnum sem þau fluttu með úr Vest­ur­bænum í Reykja­vík yfir á meg­in­land­ið. Guð­mundur hefur fært við­burða­ríka ferða­sögu fjöl­skyld­unnar til heim­ilda í hlað­varps­þátt­unum Pabbi þarf að keyra, sem aðgengi­legir eru í Hlað­varpi Kjarn­ans.

Mynd af Fésbókarsíðu Gumma Páls. Mynd af Fés­bók­ar­síðu Gumma Páls.

Eftir raunir sunnu­dags­kvölds­ins setti Guð­mundur vara­dekkið undir fjöl­skyldu­bíl­inn og hélt á verk­stæði með sprungna dekk­ið. „Þegar ég mætti á verk­stæðið spurðu þeir mig hvort dekkið hefði verið far­þega­megin að aft­an. Þegar ég jánk­aði því, báðu þeir um að fá að sjá dekkið og sýndu mér hvar stungið hafði ver­ið ­gat á það ­með hnífi. Þetta væri svona dæmi­gert trix. Lík­lega hefðu tveir bandítar á vespu verið að verki. Það átti sem sagt að ræna kall­inn við vega­kant­inn. Senni­lega hefur leigu­bíl­stjór­inn séð til þeirra og verið að vara mig við.“

Guð­mundur segir að útlenskar núm­era­plötur hafi vafa­laust dregið athygli þjóf­anna að bíln­um, og sömu­leiðis það að hann hafi verið einn á ferð. „Þeir hafa senni­lega kíkt í bíl­inn á meðan ég lá undir honum þarna í myrkr­inu við umferð­ar­ljósin og ekki séð neitt þar til að hafa með sér,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann aðspurður um manna­ferðir við bíl­inn þar sem hann stóð út í vega­kanti. „Það var ein­hver umferð þarna, bílar og vespur sem stopp­uðu við hlið­ina á mér. Ég skildi hurð­ina meira að segja eftir opna, þannig að ég hef verið auð­veld bráð.“

Aðspurður um hvort sér hafi verið brugð­ið, svar­aði Guð­mund­ur: „Nei, ekki baun. Flest­ir ­sem eru rændir hérna eru rændir af því að þeir pössuðu sig ekki og það er sjaldan ofbeldi í spil­in­u.“

Reikna má með að ránstil­raun­inni verði gerð frekari skil í kom­andi hlað­varps­þáttum af Pabbi þarf að keyra, en næsti þáttur fer í loftið á laug­ar­dag­inn klukkan 11:30.

 

 

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None