Gummi Páls lenti í ránstilraun í Barcelona

photo.028.jpg
Auglýsing

Baggalút­ur­inn og fjöl­miðla­mað­ur­inn Guð­mundur Páls­son lenti í miður skemmti­legri lífs­reynslu í Barcelona á sunnu­dags­kvöld­ið, þeg­ar ­gerð var til­raun til að ræna hann.

„Ég var nýbú­inn að skutla tengda­fjöl­skyld­unni og stráknum okk­ar, sem voru hjá okkur um páskana, út á flug­völl og var kom­inn inn í borg­ina aft­ur, þegar leigu­bíl­stjóri sem var stopp við hlið­ina á mér á umferð­ar­ljósum fór að senda mér skila­boð með alls­konar handapati. Benda á augun á sér og gefa mér allskyns merki. Ég skildi ekki upp eða nið­ur. Hélt ég hefði svínað fyrir hann eða farið yfir á rauðu og hann væri að segja mér að fara var­lega. Svo upp­götv­aði ég að það var sprungið á bíln­um. Það var ekki hægt að stöðva bíl­inn þar sem ég var, þannig að ég neydd­ist til að keyra hann lengra en ég hefði vilj­að, en náði svo loks að stoppa við umferð­ar­ljós í hverf­inu okk­ar,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann.

Til­raunir til að skipta um dekk í myrkr­inu gengu illa og því neydd­ist Guð­mundur til að þræla bílnum á sprungnu dekki í bíla­kjall­ara, þar sem þau leigja stæði fyrir bíl­inn.

Auglýsing

Guð­mundur hefur á und­an­förnum mán­uðum ferð­ast um þjóð­vegi Evr­ópu ásamt eig­in­konu sinni og tveimur ungum börnum á fjöl­skyldu­bílnum sem þau fluttu með úr Vest­ur­bænum í Reykja­vík yfir á meg­in­land­ið. Guð­mundur hefur fært við­burða­ríka ferða­sögu fjöl­skyld­unnar til heim­ilda í hlað­varps­þátt­unum Pabbi þarf að keyra, sem aðgengi­legir eru í Hlað­varpi Kjarn­ans.

Mynd af Fésbókarsíðu Gumma Páls. Mynd af Fés­bók­ar­síðu Gumma Páls.

Eftir raunir sunnu­dags­kvölds­ins setti Guð­mundur vara­dekkið undir fjöl­skyldu­bíl­inn og hélt á verk­stæði með sprungna dekk­ið. „Þegar ég mætti á verk­stæðið spurðu þeir mig hvort dekkið hefði verið far­þega­megin að aft­an. Þegar ég jánk­aði því, báðu þeir um að fá að sjá dekkið og sýndu mér hvar stungið hafði ver­ið ­gat á það ­með hnífi. Þetta væri svona dæmi­gert trix. Lík­lega hefðu tveir bandítar á vespu verið að verki. Það átti sem sagt að ræna kall­inn við vega­kant­inn. Senni­lega hefur leigu­bíl­stjór­inn séð til þeirra og verið að vara mig við.“

Guð­mundur segir að útlenskar núm­era­plötur hafi vafa­laust dregið athygli þjóf­anna að bíln­um, og sömu­leiðis það að hann hafi verið einn á ferð. „Þeir hafa senni­lega kíkt í bíl­inn á meðan ég lá undir honum þarna í myrkr­inu við umferð­ar­ljósin og ekki séð neitt þar til að hafa með sér,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann aðspurður um manna­ferðir við bíl­inn þar sem hann stóð út í vega­kanti. „Það var ein­hver umferð þarna, bílar og vespur sem stopp­uðu við hlið­ina á mér. Ég skildi hurð­ina meira að segja eftir opna, þannig að ég hef verið auð­veld bráð.“

Aðspurður um hvort sér hafi verið brugð­ið, svar­aði Guð­mund­ur: „Nei, ekki baun. Flest­ir ­sem eru rændir hérna eru rændir af því að þeir pössuðu sig ekki og það er sjaldan ofbeldi í spil­in­u.“

Reikna má með að ránstil­raun­inni verði gerð frekari skil í kom­andi hlað­varps­þáttum af Pabbi þarf að keyra, en næsti þáttur fer í loftið á laug­ar­dag­inn klukkan 11:30.

 

 

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None