Gunnar Bragi Sveinsson og ódýru réttlætingarnar

15270171582_ae01f5bebe_k-1.jpg
Auglýsing

Þegar Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Hall­dór Ásgríms­son, þáver­and­i ut­an­rík­is­ráð­herra, ákváðu upp á sitt ein­dæmi að setja Ísland á „lista hinna stað­föstu þjóða“ til stuðn­ings hern­að­ar­að­gerðum banda­manna í Írak á vor­dögum árið 2003, mætti ákvörð­unin mik­illi gagn­rýni í sam­fé­lag­inu og á hinu háa Alþingi. Ekki síst fyrir þær sakir að ákvörð­unin skyldi ekki hafa verið borin undir utan­rík­is­mála­nefnd þings­ins, og þar fór þing­maður stjórn­ar­and­stöð­unnar að nafni Össur Skarp­héð­ins­son mik­inn.

Sami Össur ákvað svo nokkrum árum síð­ar, þegar hann var sjálfur orð­inn utan­rík­is­ráð­herra, nánar til­tekið árið 2011, að und­ir­rita reglu­gerð um þving­un­ar­að­gerðir gegn Líbíu án þess að spyrja kóng né prest og hvað þá utan­rík­is­mála­nefnd Alþing­is. Og viti menn, ákvörðun Öss­urar var harð­lega gagn­rýnd.

Gunnar Bragi Sveins­son, núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefur meðal ann­ars vísað til ofan­greindra dæma til að rétt­læta nýlega ákvörðun sína að bera ekki, að svo er virð­ist að minnsta kosti, mátt­lausa til­raun sína til að slíta við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið undir nefnd­ina. Fyrst Dav­íð, Hall­dór og Össur höfðu ekki fyrir því að hafa utan­rík­is­mála­nefnd þings­ins með í ráðum, af hverju í ósköp­unum skyldi hann þá gera það?

Auglýsing

Pæl­ing Kjarn­ans: Er það boð­legt að vísa til gagn­rýni­verðra og umdeildra vinnu­bragða í fyrnd­inni til að rétt­læta gagn­rýni­verð og óboð­leg vinnu­brögð í dag? Eru umdeildar ákvarð­anir vel til þess fallnar að rétt­læta fleiri umdeildar ákvarð­an­ir? Er slík rök­semd­ar­færsla lík­leg til að setja gott for­dæmi íslenskri stjórn­mála­menn­ingu til heilla?

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None