Gunnar Bragi Sveinsson og ódýru réttlætingarnar

15270171582_ae01f5bebe_k-1.jpg
Auglýsing

Þegar Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Hall­dór Ásgríms­son, þáver­and­i ut­an­rík­is­ráð­herra, ákváðu upp á sitt ein­dæmi að setja Ísland á „lista hinna stað­föstu þjóða“ til stuðn­ings hern­að­ar­að­gerðum banda­manna í Írak á vor­dögum árið 2003, mætti ákvörð­unin mik­illi gagn­rýni í sam­fé­lag­inu og á hinu háa Alþingi. Ekki síst fyrir þær sakir að ákvörð­unin skyldi ekki hafa verið borin undir utan­rík­is­mála­nefnd þings­ins, og þar fór þing­maður stjórn­ar­and­stöð­unnar að nafni Össur Skarp­héð­ins­son mik­inn.

Sami Össur ákvað svo nokkrum árum síð­ar, þegar hann var sjálfur orð­inn utan­rík­is­ráð­herra, nánar til­tekið árið 2011, að und­ir­rita reglu­gerð um þving­un­ar­að­gerðir gegn Líbíu án þess að spyrja kóng né prest og hvað þá utan­rík­is­mála­nefnd Alþing­is. Og viti menn, ákvörðun Öss­urar var harð­lega gagn­rýnd.

Gunnar Bragi Sveins­son, núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefur meðal ann­ars vísað til ofan­greindra dæma til að rétt­læta nýlega ákvörðun sína að bera ekki, að svo er virð­ist að minnsta kosti, mátt­lausa til­raun sína til að slíta við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið undir nefnd­ina. Fyrst Dav­íð, Hall­dór og Össur höfðu ekki fyrir því að hafa utan­rík­is­mála­nefnd þings­ins með í ráðum, af hverju í ósköp­unum skyldi hann þá gera það?

Auglýsing

Pæl­ing Kjarn­ans: Er það boð­legt að vísa til gagn­rýni­verðra og umdeildra vinnu­bragða í fyrnd­inni til að rétt­læta gagn­rýni­verð og óboð­leg vinnu­brögð í dag? Eru umdeildar ákvarð­anir vel til þess fallnar að rétt­læta fleiri umdeildar ákvarð­an­ir? Er slík rök­semd­ar­færsla lík­leg til að setja gott for­dæmi íslenskri stjórn­mála­menn­ingu til heilla?

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None