Gunnar Bragi Sveinsson og ódýru réttlætingarnar

15270171582_ae01f5bebe_k-1.jpg
Auglýsing

Þegar Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Hall­dór Ásgríms­son, þáver­and­i ut­an­rík­is­ráð­herra, ákváðu upp á sitt ein­dæmi að setja Ísland á „lista hinna stað­föstu þjóða“ til stuðn­ings hern­að­ar­að­gerðum banda­manna í Írak á vor­dögum árið 2003, mætti ákvörð­unin mik­illi gagn­rýni í sam­fé­lag­inu og á hinu háa Alþingi. Ekki síst fyrir þær sakir að ákvörð­unin skyldi ekki hafa verið borin undir utan­rík­is­mála­nefnd þings­ins, og þar fór þing­maður stjórn­ar­and­stöð­unnar að nafni Össur Skarp­héð­ins­son mik­inn.

Sami Össur ákvað svo nokkrum árum síð­ar, þegar hann var sjálfur orð­inn utan­rík­is­ráð­herra, nánar til­tekið árið 2011, að und­ir­rita reglu­gerð um þving­un­ar­að­gerðir gegn Líbíu án þess að spyrja kóng né prest og hvað þá utan­rík­is­mála­nefnd Alþing­is. Og viti menn, ákvörðun Öss­urar var harð­lega gagn­rýnd.

Gunnar Bragi Sveins­son, núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefur meðal ann­ars vísað til ofan­greindra dæma til að rétt­læta nýlega ákvörðun sína að bera ekki, að svo er virð­ist að minnsta kosti, mátt­lausa til­raun sína til að slíta við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið undir nefnd­ina. Fyrst Dav­íð, Hall­dór og Össur höfðu ekki fyrir því að hafa utan­rík­is­mála­nefnd þings­ins með í ráðum, af hverju í ósköp­unum skyldi hann þá gera það?

Auglýsing

Pæl­ing Kjarn­ans: Er það boð­legt að vísa til gagn­rýni­verðra og umdeildra vinnu­bragða í fyrnd­inni til að rétt­læta gagn­rýni­verð og óboð­leg vinnu­brögð í dag? Eru umdeildar ákvarð­anir vel til þess fallnar að rétt­læta fleiri umdeildar ákvarð­an­ir? Er slík rök­semd­ar­færsla lík­leg til að setja gott for­dæmi íslenskri stjórn­mála­menn­ingu til heilla?

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None