Gunnar Bragi Sveinsson og ódýru réttlætingarnar

15270171582_ae01f5bebe_k-1.jpg
Auglýsing

Þegar Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Hall­dór Ásgríms­son, þáver­and­i ut­an­rík­is­ráð­herra, ákváðu upp á sitt ein­dæmi að setja Ísland á „lista hinna stað­föstu þjóða“ til stuðn­ings hern­að­ar­að­gerðum banda­manna í Írak á vor­dögum árið 2003, mætti ákvörð­unin mik­illi gagn­rýni í sam­fé­lag­inu og á hinu háa Alþingi. Ekki síst fyrir þær sakir að ákvörð­unin skyldi ekki hafa verið borin undir utan­rík­is­mála­nefnd þings­ins, og þar fór þing­maður stjórn­ar­and­stöð­unnar að nafni Össur Skarp­héð­ins­son mik­inn.

Sami Össur ákvað svo nokkrum árum síð­ar, þegar hann var sjálfur orð­inn utan­rík­is­ráð­herra, nánar til­tekið árið 2011, að und­ir­rita reglu­gerð um þving­un­ar­að­gerðir gegn Líbíu án þess að spyrja kóng né prest og hvað þá utan­rík­is­mála­nefnd Alþing­is. Og viti menn, ákvörðun Öss­urar var harð­lega gagn­rýnd.

Gunnar Bragi Sveins­son, núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefur meðal ann­ars vísað til ofan­greindra dæma til að rétt­læta nýlega ákvörðun sína að bera ekki, að svo er virð­ist að minnsta kosti, mátt­lausa til­raun sína til að slíta við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið undir nefnd­ina. Fyrst Dav­íð, Hall­dór og Össur höfðu ekki fyrir því að hafa utan­rík­is­mála­nefnd þings­ins með í ráðum, af hverju í ósköp­unum skyldi hann þá gera það?

Auglýsing

Pæl­ing Kjarn­ans: Er það boð­legt að vísa til gagn­rýni­verðra og umdeildra vinnu­bragða í fyrnd­inni til að rétt­læta gagn­rýni­verð og óboð­leg vinnu­brögð í dag? Eru umdeildar ákvarð­anir vel til þess fallnar að rétt­læta fleiri umdeildar ákvarð­an­ir? Er slík rök­semd­ar­færsla lík­leg til að setja gott for­dæmi íslenskri stjórn­mála­menn­ingu til heilla?

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None