Þóroddur Bjarnason hættir sem stjórnarformaður Byggðastofnunar

thoroddur-1.jpg
Auglýsing

Þór­oddur Bjarna­son, pró­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem stjórn­ar­for­maður Byggða­stofn­un­ar. Akur­eyri viku­blað greindi frá þessu í dag. Þór­odd­ur hefur þegar til­kynnt ráð­herra um þetta sem og öðrum sem sæti eiga í stjórn­inni. Það eru Einar E. Ein­ars­son, vara­for­mað­ur, Skaga­firði

Valdi­mar Haf­steins­son, Hvera­gerð­i, Ást­hildur Sturlu­dótt­ir, Pat­reks­firð­i, ­Karl Björns­son, Reykja­vík­, Oddný María Gunn­ars­dótt­ir, Blöndu­ósi, og ­Sig­ríður Jóhann­es­dótt­ir, Þórs­höfn.

Þór­oddur segir í við­tali við viku­blaðið að hann hafi ákveðið að hætta, meðal ann­ars vegna þess að það hafi verið erfitt að sam­ræma starfið fyrir Byggða­stofnun með­fram störfum sínum fyrir Háskól­ann á Akur­eyr­i. „Þetta eru mikil ferða­lög og raf­hlaðan í sím­anum end­ist ekki alltaf fram að hádegi. Við höfum alltaf reynt að finna jafn­vægi milli fjöl­skyldu og vinnu en það getur verið mis­jafn­lega auð­velt. Það er minn­is­stætt að rölta ber­fættur á suð­rænni strönd síð­asta sumar með sveit­ar­stjór­ann á Djúpa­vogi í sím­anum og upp­götva allt í einu flissandi hala­rófu af krakka­ormum á eftir sér, blaðr­andi stríðn­is­lega „bla, bla, byggða­stofn­un, bla, bla, bla“ í þykjustu­sím­ana sína. Þá slökkti ég á sím­anum það sem eftir var dags­ins,“ segir Þór­oddur í sam­tali við blað­ið.

Katrín Júl­í­us­dóttir bað Þór­odd um að taka að sér stjórn­ar­for­mennsku í Byggða­stofnun árið 2011, og ákvað hann að slá til­. „­Reyndar var ég ekki einu sinni mál­kunn­ugur Katrínu Júl­í­us­dótt­ur, ráð­herra byggða­mála, þegar hún bauð mér starf­ið, sem er auð­vitað athygl­is­vert. Eins og amma mín hefði sagt; á dauða mínum átti ég von en ekki því að verða for­maður stjórnar Byggða­stofn­un­ar,“ segir Þór­oddur meðal ann­ars í sam­tali við Akur­eyri viku­blað.

Auglýsing

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None