Formaður bankaráðs Landsbankans: hefðum betur selt hlutinn í Borgun í opnu söluferli

landsinn.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn hefði betur selt eign­ar­hluti sína í greiðslu­kort­ar­fyr­ir­tækj­unum Borgun og Valitor í opnu sölu­ferli „forms­ins og ásýnd­ar­innar vegna“. Bank­anum hafi hins vegar verið vandi á höndum við sölu á hlut í félög­unum þar sem aðkoma hans að þeim var tak­mörkuð og í eigu helstu keppi­nauta bank­ans. „Bank­inn gat ekki tryggt að upp­lýs­inga­gjöf til hugs­an­legra kaup­enda yrði nægj­an­leg og taldi því óhjá­kvæmi­legt að selja hlut­ina til aðila sem höfðu mikla inn­sýn í starf­semi fyr­ir­tækj­anna.“ Þetta kom fram í ræðu Tryggva Páls­son­ar, for­manns banka­ráðs Lands­bank­ans, á aðal­fundi bank­ans sem fór fram í dag.

Lands­bank­inn, sem íslenska ríkið á, sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í lok nóv­em­ber í fyrra þar sem fram kom að Stein­þór Páls­son banka­stjóri, hefði und­ir­ritað samn­ing um sölu á 31,2 pró­sent eign­ar­hlut í Borg­un. Kaup­verðið á hlutnum var tæp­lega 2,2 millj­arðar króna og var kaup­andi hlut­ar­ins Eign­ar­halds­fé­lag Borg­unar Slf. Ekk­ert form­legt sölu­ferli fór fram áður en félagið var selt. Kaupin fóru því fram bak við luktar dyr, þar sem eng­inn annar en hóp­ur­inn sem sýndi áhuga á kaup­unum fékk að reyna að kaupa hlut­inn.

Nokkrum dögum síðar var greint frá því að Arion banki hefði lagt fram kauptil­boð í 38 pró­sent hlut Lands­bank­ans í Valitor.

Auglýsing

Var áhrifa­laus minni­hluta­eig­andiÍ ræð­unni á aðal­fund­inum í dag sagði Tryggvi: „Salan á eign­ar­hlut­unum í Borgun og Valitor krafð­ist mestrar umhugs­unar enda má segja að lands­lagi greiðslu­korta­mark­að­ar­ins hafi verið breytt. Und­an­farin ár hefur Lands­bank­inn verið áhrifa­laus minni­hluta­eig­andi í greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­un­um. Í sam­ræmi við sátt sem gerð var við Sam­keppn­is­eft­ir­litið árið 2008 voru miklar tak­mark­anir á aðkomu Lands­bank­ans sem hlut­hafa að starf­semi þeirra. Enn­fremur hefur það verið mark­mið sam­keppn­is­yf­ir­valda að aðeins einn banki sé hlut­hafi í hverju greiðslu­korta­fyr­ir­tæki á hverjum tíma. Þessi staða var óvið­un­andi fyrir Lands­bank­ann og því teljum við söl­una vera far­sæla úrlausn fyrir bank­ann. Sam­hliða sölu eign­ar­hlutar bank­ans í Valitor var gerður þjón­ustu­samn­ingur við fyr­ir­tækið og tekin upp bein sam­skipti við Visa Europe. Með því móti er vel gætt hags­muna Lands­bank­ans og við­skipta­vina hans.

Gagn­rýnt var að sala eign­ar­hluta í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­unum fór ekki fram í opnu sölu­ferli. Við hefðum betur gert það forms­ins og ásýnd­ar­innar vegna en bank­anum var vandi á höndum við sölu á hlut í þessum félögum þar sem aðkoma hans að þeim var tak­mörkuð og helstu keppi­nautar á mark­aði eig­endur þeirra. Bank­inn gat ekki tryggt að upp­lýs­inga­gjöf til hugs­an­legra kaup­enda yrði nægj­an­leg og taldi því óhjá- kvæmi­legt að selja hlut­ina til aðila sem höfðu mikla inn­sýn í starf­semi fyr­ir­tækj­anna.“

Arð­semi of lágTryggvi fjall­aði einnig um þá gagn­rýni sem komið hefur fram á góða afkomu Lands­bank­ans,  en bank­inn hagn­að­ist um 28,8 millj­arða króna í fyrra og hefur sam­tals hagn­ast um tæp­lega 142 millj­örðum króna frá upp­hafi árs 2009.

Tryggvi sagði að banka­ráðs­menn og stjórn­endur bank­ans telji hins vegar arð­semi bank­ans sé of lág. „Eigið fé bank­ans nemur um 250 ma. kr. sem gera verður eðli­legar kröfur til um arð­semi. Arð­semin hefur vissu­lega verið há und­an­farin ár en drjúgur hluti af hagn­að­inum skýrist af virð­is­breyt­ingum útlána, geng­is­hagn­aði, hagn­aði af eignum á mark­aði og sölu eigna. Við­búið er að þessir liðir skili litlu á næstu árum og því eru allar horfur á að arð­semi bank­ans minnki. Þegar stórum ein­skipt­isliðum sleppir þá var arð­semin á liðnu ári um 5-6% sem er of lágt.

Banka­sýslan sem fer með eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­anum hefur lagt að banka­ráð­inu að bæta reglu­bund­inn rekstur með lækkun kostn­aðar og aukn­ingu þjón­ustu­tekna. Við erum sam­mála þeirri kröfu og einmitt þess vegna höfum við mótað nýja stefnu fyrir bank­ann sem miðar að því að ná arð­semi af reglu­bundnum rekstri yfir 10% á næstu fjórum árum,“ sagði Tryggvi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None