Gunnar Bragi: Umboð og heimildir ríkisstjórnar hafnar yfir allan vafa

9937715403_7e435ac9a0_z-1.jpg
Auglýsing

"Það sem meg­in­máli skiptir er að með bréfi rík­is­stjórn­ar­innar hefur enda­punkt­ur­inn verið settur aftan við umsókn­ar­ferli sem gang­sett var án þess að fullur hugur fylgdi máli og nýtur ekki meiri­hluta stuðn­ings á Alþingi. Lýð­ræð­is­legt umboð og stjórn­skipu­legar heim­ildir rík­is­stjórn­ar­innar eru hafnar yfir vafa og byggja á stefnu sem öllum hafa lengi verið ljós­ar, jafnt utan­rík­is­mála­nefnd sem öðr­um." Þetta segir Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag.

Þings­á­lykt­un­ar­til­lögur ekki laga­lega bind­andiGreinin fjallar að mestu um bréf sem stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir sendu sam­eig­in­lega til Evr­ópu­sam­bands­ins í kjöl­far þeirrar ákvörð­unar rík­is­stjórnar Íslands að slíta umsókn­ar­ferli Íslands að sam­band­inu. Gunnar Bragi segir að í bréf­inu sé látið í veðri vaka að sú þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að sækja um Evr­ópu­sam­bands­að­ild, frá 16. júlí 2009, lýsi ríkj­andi stöðu Alþingis og hafa ein­hvers konar laga­gildi sem rík­is­stjórn sé óheim­ilt að víkja frá. "Ekk­ert er fjær sanni. Þessi ályktun var sam­þykkt að frum­kvæði þeirrar rík­is­stjórnar sem þá sat og fól í sér póli­tíska stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við þau áform hennar að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Áhrif álykt­un­ar­innar voru því fyrst og fremst póli­tísks eðlis en ekki laga­legs. Í ljósi þess hvaðan frum­kvæðið kom er ekki örgrannt um að til­gang­ur­inn hafi öðru fremur verið að þétta eigin rað­ir, en dugði þó ekki til."

Á­hrif álykt­un­ar­innar voru því fyrst og fremst póli­tísks eðlis en ekki laga­legs. Í ljósi þess hvaðan frum­kvæðið kom er ekki örgrannt um að til­gang­ur­inn hafi öðru fremur verið að þétta eigin rað­ir, en dugði þó ekki til.

Þings­á­lykt­un­ar­til­lögur hafi ekki laga­lega bind­andi áhrif, einugis póli­tísk. "Að þessu athug­uðu hefur ESB-­þings­á­lykt­unin frá 2009 ein­göngu póli­tíska þýð­ingu en ekki laga­lega. Sá meiri­hluti sem að henni stóð og þau stefnu­mál sem hann stóð fyrir féll í kosn­ing­unum 2013. Sú rík­is­stjórn sem þá tók við verður ekki knúin til að fylgja eftir þeim álykt­unum sem fyrri rík­is­stjórn fékk sam­þykktar í tíð meiri­hluta sem er ekki lengur fyrir hendi. Það sam­ræm­ist ekki lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­háttum ef hún væri bundin af að fylgja eftir stefnu­málum fyrri rík­is­stjórn­ar. Áhrif ESB-á­lykt­un­ar­innar eru því þau sömu og áhrif rík­is­stjórn­ar­innar sem að henni stóð, þau fjör­uðu út um leið og þeim var hafnað af kjós­end­um. Það er tíma­bært að full­trúar minni­hlut­ans átti sig á þessum leik­reglum lýð­ræð­is­ins og virði þær í stað þess að slá ryki í augu almenn­ings og alþjóða­stofn­unar á þann hátt sem bréf þeirra er til marks um."

Auglýsing

Um sjö þúsund manns mættu á mótmæli gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta viðræðum við Evrópusambandið sem fram fóru á Austurvelli í gær. Um sjö þús­und manns mættu á mót­mæli gegn ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar að slíta við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið sem fram fóru á Aust­ur­velli í gær.

Búið að hafa sam­ráð við utan­rík­is­mála­nefndGunnar Bragi og rík­is­stjórnin hafa verið harð­lega gagn­rýnd fyrir að hafa ekk­ert sam­ráð við utan­rík­is­mála­nefnd, en slíkt sam­ráð er lög­bundið ef um meiri­háttar ákvörðun um utan­rík­is­mál Íslands er um að ræða.

Gunnar Bragi segir hins vegar að margoft hafi verið haft sam­ráð við utan­rík­is­mála­nefnd áður um þessi mál. Evr­ópu­málin hafi verið margrædd á þeim vett­vangi og óþarfi að leggja ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir nefnd­ina aft­ur. "ð því gefnu að með­ferð umsóknar um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu telj­ist meiri­háttar utan­rík­is­mál þrátt fyrir að hafa legið í lág­inni síðan fyrri rík­is­stjórn stöðv­aði aðild­ar­ferlið fyrir rúmum tveimur árum, hefur afstaða rík­is­stjórn­ar­innar til umsókn­ar­innar verið öllum ljós. Hún hefur margoft verið rædd í utan­rík­is­mála­nefnd, þ. á m. þegar hléi fyrri rík­is­stjórnar var fram hald­ið, þegar samn­inga­nefndin og -hóp­arnir voru leystir frá störf­um, þegar fram­kvæmda­stjórnin féll frá samn­ings­bundum fégreiðslum til ýmissa aðlög­un­ar­verk­efna (IPA-­styrkir) og nú síð­ast þegar þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að draga aðild­ar­um­sókn­ina til baka var til með­ferðar á síð­asta þingi. Það er því fjarri öllu lagi að halda því fram að sú afstaða sem nú hefur verið áréttuð við fram­kvæmda­stjórn og ráð ESB hafi ekki verið rædd við utan­rík­is­mála­nefnd. Bréfið felur ein­göngu í sér aðra útfærslu á þeim áformum sem í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni voru fólg­in. Málið hefur margoft verið til umræðu í utan­rík­is­mála­nefnd og sam­ráðs­skylda sam­kvæmt þing­skap­a­lögum er því að fullu upp­fyllt.".

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None