Þekking á verðbréfamörkuðum veitir mikilvægt aðhald

baldurT.png
Auglýsing

Það eru ekki ein­göngu mik­il­vægt að fjár­festar séu upp­lýstir um hvernig verð­bréfa­mark­aðir virka og hvernig skráð félög starfa. Lands­menn allir eru ýmist beinir eða óbeinir þátt­tak­endur á verð­bréfa­mark­aði og grunn­þekk­ing á verð­bréfa­mörk­uðum veitir nauð­syn­legt aðhald. Þetta sagði Baldur Thor­laci­us, for­stöðu­maður eft­ir­lits­sviðs Kaup­hall­ar­inn­ar, í fyr­ir­lestri á Popup ráð­stefnu í til­efni af Alþjóð­legri viku fjár­mála­læsis fyrir helgi. „Við erum öll þátt­tak­endur í gegnum líf­eyr­is­sjóðs­kerf­ið,“ benti Baldur á.

Hann líkti verð­bréfa­mark­að­inum við lýð­ræði. „Lýð­ræðið virkar ekki nema fólk nýti rétt sinn og kjósi. Sama gildir á verð­bréfa­mark­aði, fyrir bæði beina og óbeina þátt­tak­end­ur. Því fleiri sem kynna sér mál­in, skoða hlut­ina og til­einka sér gagn­rýna hugs­un, því skil­virk­ari og dýpri verður mark­að­ur­inn.“

Auglýsing

Fjár­festa­verndin nýt­ist ekki öðr­vísi

Baldur hóf mál sitt á að útskýra fjár­festa­vernd og þær ströngu reglur sem ríkja um verð­bréfa­við­skipti. Regl­urnar segi til um hvernig upp­lýs­ingar birtast og hvar þær séu aðgengi­leg­ar. Ann­ars vegar sé um að ræða upp­lýs­ingar sem sýni áhuga ann­arra fjár­festa á til­teknum verð­bréfum og hins vegar séu það upp­lýs­ingar frá skráðum félögum eða stofn­unum á mark­aði. „Það eru stífar laga­kröfur um að upp­lýsa um allt sem við­kemur mati á virði verð­bréf­anna. Þessar upp­lýs­ingar eiga að vera aðgengi­legar í raun­tíma,“ útskýrði Bald­ur.„Fjár­festa­verndin sem felst í þessu nýt­ist ekki nema við höfum þekk­ingu til þess að nota hana og gefum okkur tíma til þess að meta upp­lýs­ing­arn­ar.“ Hann mælti með því að fólk sæki þau nám­skeið og fyr­ir­lestra sem bjóðast, auk þess sem finna megi mikið af ókeypis fræðslu­efni á net­inu. „Og ef fólk hefur áhuga á að fjár­festa þá er mik­il­vægt að afla sér upp­lýs­inga um félög­in, bæði frá fyr­ir­tækj­unum sjálfum og í fjöl­miðl­u­m.“Aftur á móti sé það vanda­samt verk að fjár­festa og að gera þurfi grein­ar­mun á gæðum fyr­ir­tækis og gæðum fjár­fest­ing­ar. Stundum geti verð hluta­bréfa í stönd­ugum fyr­ir­tækjum verið of hátt og það lækk­að, jafn­vel þótt fyr­ir­tækið sé áfram gott og vel rek­ið. Ekki sé heldur nægi­legt að kynna sér upp­lýs­ingar um fyr­ir­tækið og mark­aði í upp­hafi fjár­fest­ing­ar, heldur þurfi jafn­framt að fylgj­ast með mögu­legum breyt­ing­um.„Þetta er ekki ein­falt fyrir ein­stak­linga og því er það kostur að velja fjár­fest­inga­sjóði eða eigna­stýr­ing­ar­fé­lög. En þá komum við aftur inn á þetta, það er mik­il­vægt að búa yfir ákveð­inni grunn­þekk­ingu til þess að geta veitt sjóð­unum aðhald.“ferd-til-fjar_bordi

Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
WOW skuldaði Isavia tvo milljarða í lok febrúar
Isavia gerði samkomulag við WOW air í september í fyrra um hvernig flugfélagið gæti greitt himinháa skuld sína við ríkisfyrirtækið. Á grundvelli þess samkomulags gat Isavia haldið vél frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem veði fyrir greiðslu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None