Þekking á verðbréfamörkuðum veitir mikilvægt aðhald

baldurT.png
Auglýsing

Það eru ekki ein­göngu mik­il­vægt að fjár­festar séu upp­lýstir um hvernig verð­bréfa­mark­aðir virka og hvernig skráð félög starfa. Lands­menn allir eru ýmist beinir eða óbeinir þátt­tak­endur á verð­bréfa­mark­aði og grunn­þekk­ing á verð­bréfa­mörk­uðum veitir nauð­syn­legt aðhald. Þetta sagði Baldur Thor­laci­us, for­stöðu­maður eft­ir­lits­sviðs Kaup­hall­ar­inn­ar, í fyr­ir­lestri á Popup ráð­stefnu í til­efni af Alþjóð­legri viku fjár­mála­læsis fyrir helgi. „Við erum öll þátt­tak­endur í gegnum líf­eyr­is­sjóðs­kerf­ið,“ benti Baldur á.

Hann líkti verð­bréfa­mark­að­inum við lýð­ræði. „Lýð­ræðið virkar ekki nema fólk nýti rétt sinn og kjósi. Sama gildir á verð­bréfa­mark­aði, fyrir bæði beina og óbeina þátt­tak­end­ur. Því fleiri sem kynna sér mál­in, skoða hlut­ina og til­einka sér gagn­rýna hugs­un, því skil­virk­ari og dýpri verður mark­að­ur­inn.“

Auglýsing

Fjár­festa­verndin nýt­ist ekki öðr­vísi

Baldur hóf mál sitt á að útskýra fjár­festa­vernd og þær ströngu reglur sem ríkja um verð­bréfa­við­skipti. Regl­urnar segi til um hvernig upp­lýs­ingar birtast og hvar þær séu aðgengi­leg­ar. Ann­ars vegar sé um að ræða upp­lýs­ingar sem sýni áhuga ann­arra fjár­festa á til­teknum verð­bréfum og hins vegar séu það upp­lýs­ingar frá skráðum félögum eða stofn­unum á mark­aði. „Það eru stífar laga­kröfur um að upp­lýsa um allt sem við­kemur mati á virði verð­bréf­anna. Þessar upp­lýs­ingar eiga að vera aðgengi­legar í raun­tíma,“ útskýrði Bald­ur.„Fjár­festa­verndin sem felst í þessu nýt­ist ekki nema við höfum þekk­ingu til þess að nota hana og gefum okkur tíma til þess að meta upp­lýs­ing­arn­ar.“ Hann mælti með því að fólk sæki þau nám­skeið og fyr­ir­lestra sem bjóðast, auk þess sem finna megi mikið af ókeypis fræðslu­efni á net­inu. „Og ef fólk hefur áhuga á að fjár­festa þá er mik­il­vægt að afla sér upp­lýs­inga um félög­in, bæði frá fyr­ir­tækj­unum sjálfum og í fjöl­miðl­u­m.“Aftur á móti sé það vanda­samt verk að fjár­festa og að gera þurfi grein­ar­mun á gæðum fyr­ir­tækis og gæðum fjár­fest­ing­ar. Stundum geti verð hluta­bréfa í stönd­ugum fyr­ir­tækjum verið of hátt og það lækk­að, jafn­vel þótt fyr­ir­tækið sé áfram gott og vel rek­ið. Ekki sé heldur nægi­legt að kynna sér upp­lýs­ingar um fyr­ir­tækið og mark­aði í upp­hafi fjár­fest­ing­ar, heldur þurfi jafn­framt að fylgj­ast með mögu­legum breyt­ing­um.„Þetta er ekki ein­falt fyrir ein­stak­linga og því er það kostur að velja fjár­fest­inga­sjóði eða eigna­stýr­ing­ar­fé­lög. En þá komum við aftur inn á þetta, það er mik­il­vægt að búa yfir ákveð­inni grunn­þekk­ingu til þess að geta veitt sjóð­unum aðhald.“ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None