Þekking á verðbréfamörkuðum veitir mikilvægt aðhald

baldurT.png
Auglýsing

Það eru ekki ein­göngu mik­il­vægt að fjár­festar séu upp­lýstir um hvernig verð­bréfa­mark­aðir virka og hvernig skráð félög starfa. Lands­menn allir eru ýmist beinir eða óbeinir þátt­tak­endur á verð­bréfa­mark­aði og grunn­þekk­ing á verð­bréfa­mörk­uðum veitir nauð­syn­legt aðhald. Þetta sagði Baldur Thor­laci­us, for­stöðu­maður eft­ir­lits­sviðs Kaup­hall­ar­inn­ar, í fyr­ir­lestri á Popup ráð­stefnu í til­efni af Alþjóð­legri viku fjár­mála­læsis fyrir helgi. „Við erum öll þátt­tak­endur í gegnum líf­eyr­is­sjóðs­kerf­ið,“ benti Baldur á.

Hann líkti verð­bréfa­mark­að­inum við lýð­ræði. „Lýð­ræðið virkar ekki nema fólk nýti rétt sinn og kjósi. Sama gildir á verð­bréfa­mark­aði, fyrir bæði beina og óbeina þátt­tak­end­ur. Því fleiri sem kynna sér mál­in, skoða hlut­ina og til­einka sér gagn­rýna hugs­un, því skil­virk­ari og dýpri verður mark­að­ur­inn.“

Auglýsing

Fjár­festa­verndin nýt­ist ekki öðr­vísi

Baldur hóf mál sitt á að útskýra fjár­festa­vernd og þær ströngu reglur sem ríkja um verð­bréfa­við­skipti. Regl­urnar segi til um hvernig upp­lýs­ingar birtast og hvar þær séu aðgengi­leg­ar. Ann­ars vegar sé um að ræða upp­lýs­ingar sem sýni áhuga ann­arra fjár­festa á til­teknum verð­bréfum og hins vegar séu það upp­lýs­ingar frá skráðum félögum eða stofn­unum á mark­aði. „Það eru stífar laga­kröfur um að upp­lýsa um allt sem við­kemur mati á virði verð­bréf­anna. Þessar upp­lýs­ingar eiga að vera aðgengi­legar í raun­tíma,“ útskýrði Bald­ur.„Fjár­festa­verndin sem felst í þessu nýt­ist ekki nema við höfum þekk­ingu til þess að nota hana og gefum okkur tíma til þess að meta upp­lýs­ing­arn­ar.“ Hann mælti með því að fólk sæki þau nám­skeið og fyr­ir­lestra sem bjóðast, auk þess sem finna megi mikið af ókeypis fræðslu­efni á net­inu. „Og ef fólk hefur áhuga á að fjár­festa þá er mik­il­vægt að afla sér upp­lýs­inga um félög­in, bæði frá fyr­ir­tækj­unum sjálfum og í fjöl­miðl­u­m.“Aftur á móti sé það vanda­samt verk að fjár­festa og að gera þurfi grein­ar­mun á gæðum fyr­ir­tækis og gæðum fjár­fest­ing­ar. Stundum geti verð hluta­bréfa í stönd­ugum fyr­ir­tækjum verið of hátt og það lækk­að, jafn­vel þótt fyr­ir­tækið sé áfram gott og vel rek­ið. Ekki sé heldur nægi­legt að kynna sér upp­lýs­ingar um fyr­ir­tækið og mark­aði í upp­hafi fjár­fest­ing­ar, heldur þurfi jafn­framt að fylgj­ast með mögu­legum breyt­ing­um.„Þetta er ekki ein­falt fyrir ein­stak­linga og því er það kostur að velja fjár­fest­inga­sjóði eða eigna­stýr­ing­ar­fé­lög. En þá komum við aftur inn á þetta, það er mik­il­vægt að búa yfir ákveð­inni grunn­þekk­ingu til þess að geta veitt sjóð­unum aðhald.“ferd-til-fjar_bordi

Benedikt: Jodie Foster er baráttukona
Stórleikkonan Jodie Foster ætlar sér að endurgera kvikmyndina Konan fer í stríð, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.
Kjarninn 10. desember 2018
Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum
Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.
Kjarninn 10. desember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lítur dagsins ljós
Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af.
Kjarninn 10. desember 2018
Sara Dögg Svanhildardóttir
Dýrt húsnæði og há gjöld ýta undir einsleitni
Kjarninn 10. desember 2018
Þögul mótmæli við síðustu þingsetningu
Meirihluti Íslendinga telur það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Meirihluti landsmanna segir það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, samkvæmt nýrri könnun MMR. Konur reyndust líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga.
Kjarninn 10. desember 2018
Sigþrúður Guðmundsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Ellen Calmon
Efla fræðslu um þjónustu og lagaleg úrræði í þágu kvenna af erlendum uppruna
Konur af erlendum uppruna eru margar hverjar í bagalegri stöðu til að komast úr erfiðum heimilisaðstæðum. Þær kunna margar hverjar ekki tungumálið, þekkja ekki réttindi sín og eru upp á kvalara sína komnar.
Kjarninn 10. desember 2018
Nichole Leigh Mosty
Eitt mikilvægasta skjal tuttugustu aldarinnar og undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum
Leslistinn 10. desember 2018
Uber á leiðinni á hlutabréfamarkað
Bandaríska skutlfyrirtækið Uber stefnir á að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næsta ári. Talið er að Uber gæti reynst allt að 120 milljarða dala virði í frumútboðinu. Lyft, helsti samkeppnisaðili Uber, stefnir einnig á skráningu á hlutabréfamarkað.
Kjarninn 10. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None