Gunnar Bragi: Útgerðarmenn taka eiginhagsmuni fram yfir heildarhagsmuni

Gunnar_bragi.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra segir það óheið­ar­legt hvernig sumir útgerð­ar­menn hafa talað um ákvörðun Íslands um að styðja við­skipta­þving­anir gegn Rúss­um. Ef menn taki eig­in­hags­muni fram yfir heild­ar­hags­muni þá veltir hann því óneit­an­lega fyrir sér hvort þeir séu bestu menn­irnir til að fara með auð­lind­ina. Þetta er meðal þess sem kom fram í útvarps­þætt­inum Sprengisandi í dag.

Gunnar Bragi ræddi þar um bann Rússa ásamt Jens Garð­ari Helga­syni, for­manni Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Jens fór yfir hversu miklir hags­munir væru undir vegna veru Íslands á list­anum og það mögu­lega tap sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn gæti orðið fyr­ir. Gunnar Bragi sagði óljóst hvert tjónið yrði, ef það yrði eitt­hvað. Það myndi ráð­ast á því hvernig gangi að selja vörur á öðrum mörk­uð­um.

Gunnar Bragi sagði að það hafi mátt búast við því að Ísland myndi lenda á lista Rússa yfir þjóðir sem inn­fluttn­ings­bann gildir gagn­vart. Hann segir það ekki hafa verið rætt um að hætta að styðja við­skipta­ving­anir helstu banda­manna Íslands gegn Rússum vegna við­skipta­hags­muna. "Ég hef ekki hugsað það þannig," sagði Gunnar Bragi.  Hann vitn­aði svo í pistil eftir Pawel Bar­toszek, sem birt­ist í Frétta­blað­inu í gær, til að útskýra hvað valdi því að Ísland styðju aðgerð­irnar gegn Rússum vegna inn­limunar þeirra á Krím­skaga í Úkra­ínu. Þar sagði Pawel: "Um­hverfis Ísland er 200 mílna land­helgi. Okkar fáu varð­skip geta vit­an­lega ekki varið þessa eign okkar að ráði, nema hugs­an­lega fyrir ein­staka veiði­þjófi á furðu­fána. Við eigum allt okkar undir því að borin sé virð­ing fyrir alþjóða­lögum og land­helgi ríkja sé virt. Í ýtr­ustu neyð þurfum við síðan að reiða okkur á það að aðrar þjóðir verði til­búnar til að leggja líf eigin borg­ara í hættu til þess að við fáum áfram að eiga okkar fisk í friði. Við getum ekki ætl­ast til að þær geri það umhugs­un­ar­laust ef við sjálf erum ekki til í að færa neinar fórn­ir.“

Auglýsing

Segir að Davíð Odds­son ætti að líta í spegilUt­an­rík­is­ráð­herra var síðan mjög harð­orður þegar hann ræddi orð­ræðu ýmissa for­kálfa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja um ákvörðun Íslands að styðja aðgerðir gegn Rúss­um. Hann nefndi þar sér­stak­lega G­unn­þór Ingva­son, for­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem hef­ur ­sagt að stjórn­völd á Íslandi eigi ekki að taka þátt í því að beita Rússa við­skipta­þving­un­um, heldur gæta hlut­leysis í mál­inu. Utan­rík­is­ráð­herra, og hans fólk, eigi að ein­beita sér að því að gæta hags­muna íslenskra fyr­ir­tækja.

Gunnar Bragi sagði óheið­ar­legt hvernig þessir menn töl­uðu og hvatti Síld­ar­vinnsl­una til að taka sér engan arð á aðal­fundi sínum í vik­unni til að takast á við þá stöðu sem er uppi. Hann var líka spurður út í Reykja­vík­ur­bréf sem birt­ist í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðs­ins, og virð­ist vera skrifað af Davíð Odds­syni, fyrrum for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nú rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins. Í bréf­inu sendi Davíð Gunn­ari Braga tón­inn og sagði meðal ann­ars: "Fagráð­herrann ­tekur hins vegar heiti ráðu­neyt­is­ins alvar­lega og heldur sig helst utan ríkis og lætur „sína menn“ (eins og Össur kall­aði þá og gerir víst enn) um alla stefnu­mót­un, sem er létt verk, enda stefnan í stórum dráttum óbreytt[...]­Sagði eng­inn í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu ráð­herr­anum frá því, þegar hann leit við heima, um hvers konar við­skipta­bann væri að ræða? Og ef þeir gerðu það, kom hann þá þeim upp­lýs­ingum á fram­færi við rík­is­stjórn­ina?".

Gunnar Bragi sagð­ist gefa lítið fyrir gagn­rýni Dav­íðs. Við Davíð vilji hann segja: "Líttu í spegil og hugs­aðu aðeins um hvernig var staðið að því þegar ráð­ist var inn í Írak sem dæmi“. Davíð var for­sæt­is­ráð­herra þegar ákvörðun var tekin um að styðja inn­rás­ina í Írak á sínum tíma.

Utan­rík­is­ráð­herr­ann sagði það síðan holan hljóm þegar tals­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna væru að tala um að hags­munir þjóð­ar­innar væru undir vegna ákvörð­unar um að styðja við­skipta­þving­anir gegn Rúss­um. ­Út­flytj­end­urnir væru fyrst og síð­ast að hugsa um næsta árs­reikn­ingi. Hann kall­aði eftir því að þessir aðil­ar, sem treyst er fyirr auð­lind­inni, sýni sam­fé­lags­lega ábyrgð. Ef menn taki eig­in­hags­muni fram yfir heild­ar­hags­muni þá telji Gunnar Bragi óneit­an­lega rétt að velta fyrir sér hvort þeir séu bestu menn­irnir til að fara með auð­lind­ina.

Gunnar Bragi sagði það koma til greina að lækka veiði­gjöld vegna þeirra aðstæðna sem komnar eru upp. Það kæmi hins vegar ein­ungis til greina til að verja störf þess fólks sem starfar í sjáv­ar­út­vegi, ekki til að verja arð fyr­ir­tækj­anna innan grein­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None