Gunnar Bragi: Útgerðarmenn taka eiginhagsmuni fram yfir heildarhagsmuni

Gunnar_bragi.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra segir það óheið­ar­legt hvernig sumir útgerð­ar­menn hafa talað um ákvörðun Íslands um að styðja við­skipta­þving­anir gegn Rúss­um. Ef menn taki eig­in­hags­muni fram yfir heild­ar­hags­muni þá veltir hann því óneit­an­lega fyrir sér hvort þeir séu bestu menn­irnir til að fara með auð­lind­ina. Þetta er meðal þess sem kom fram í útvarps­þætt­inum Sprengisandi í dag.

Gunnar Bragi ræddi þar um bann Rússa ásamt Jens Garð­ari Helga­syni, for­manni Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Jens fór yfir hversu miklir hags­munir væru undir vegna veru Íslands á list­anum og það mögu­lega tap sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn gæti orðið fyr­ir. Gunnar Bragi sagði óljóst hvert tjónið yrði, ef það yrði eitt­hvað. Það myndi ráð­ast á því hvernig gangi að selja vörur á öðrum mörk­uð­um.

Gunnar Bragi sagði að það hafi mátt búast við því að Ísland myndi lenda á lista Rússa yfir þjóðir sem inn­fluttn­ings­bann gildir gagn­vart. Hann segir það ekki hafa verið rætt um að hætta að styðja við­skipta­ving­anir helstu banda­manna Íslands gegn Rússum vegna við­skipta­hags­muna. "Ég hef ekki hugsað það þannig," sagði Gunnar Bragi.  Hann vitn­aði svo í pistil eftir Pawel Bar­toszek, sem birt­ist í Frétta­blað­inu í gær, til að útskýra hvað valdi því að Ísland styðju aðgerð­irnar gegn Rússum vegna inn­limunar þeirra á Krím­skaga í Úkra­ínu. Þar sagði Pawel: "Um­hverfis Ísland er 200 mílna land­helgi. Okkar fáu varð­skip geta vit­an­lega ekki varið þessa eign okkar að ráði, nema hugs­an­lega fyrir ein­staka veiði­þjófi á furðu­fána. Við eigum allt okkar undir því að borin sé virð­ing fyrir alþjóða­lögum og land­helgi ríkja sé virt. Í ýtr­ustu neyð þurfum við síðan að reiða okkur á það að aðrar þjóðir verði til­búnar til að leggja líf eigin borg­ara í hættu til þess að við fáum áfram að eiga okkar fisk í friði. Við getum ekki ætl­ast til að þær geri það umhugs­un­ar­laust ef við sjálf erum ekki til í að færa neinar fórn­ir.“

Auglýsing

Segir að Davíð Odds­son ætti að líta í spegilUt­an­rík­is­ráð­herra var síðan mjög harð­orður þegar hann ræddi orð­ræðu ýmissa for­kálfa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja um ákvörðun Íslands að styðja aðgerðir gegn Rúss­um. Hann nefndi þar sér­stak­lega G­unn­þór Ingva­son, for­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem hef­ur ­sagt að stjórn­völd á Íslandi eigi ekki að taka þátt í því að beita Rússa við­skipta­þving­un­um, heldur gæta hlut­leysis í mál­inu. Utan­rík­is­ráð­herra, og hans fólk, eigi að ein­beita sér að því að gæta hags­muna íslenskra fyr­ir­tækja.

Gunnar Bragi sagði óheið­ar­legt hvernig þessir menn töl­uðu og hvatti Síld­ar­vinnsl­una til að taka sér engan arð á aðal­fundi sínum í vik­unni til að takast á við þá stöðu sem er uppi. Hann var líka spurður út í Reykja­vík­ur­bréf sem birt­ist í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðs­ins, og virð­ist vera skrifað af Davíð Odds­syni, fyrrum for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nú rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins. Í bréf­inu sendi Davíð Gunn­ari Braga tón­inn og sagði meðal ann­ars: "Fagráð­herrann ­tekur hins vegar heiti ráðu­neyt­is­ins alvar­lega og heldur sig helst utan ríkis og lætur „sína menn“ (eins og Össur kall­aði þá og gerir víst enn) um alla stefnu­mót­un, sem er létt verk, enda stefnan í stórum dráttum óbreytt[...]­Sagði eng­inn í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu ráð­herr­anum frá því, þegar hann leit við heima, um hvers konar við­skipta­bann væri að ræða? Og ef þeir gerðu það, kom hann þá þeim upp­lýs­ingum á fram­færi við rík­is­stjórn­ina?".

Gunnar Bragi sagð­ist gefa lítið fyrir gagn­rýni Dav­íðs. Við Davíð vilji hann segja: "Líttu í spegil og hugs­aðu aðeins um hvernig var staðið að því þegar ráð­ist var inn í Írak sem dæmi“. Davíð var for­sæt­is­ráð­herra þegar ákvörðun var tekin um að styðja inn­rás­ina í Írak á sínum tíma.

Utan­rík­is­ráð­herr­ann sagði það síðan holan hljóm þegar tals­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna væru að tala um að hags­munir þjóð­ar­innar væru undir vegna ákvörð­unar um að styðja við­skipta­þving­anir gegn Rúss­um. ­Út­flytj­end­urnir væru fyrst og síð­ast að hugsa um næsta árs­reikn­ingi. Hann kall­aði eftir því að þessir aðil­ar, sem treyst er fyirr auð­lind­inni, sýni sam­fé­lags­lega ábyrgð. Ef menn taki eig­in­hags­muni fram yfir heild­ar­hags­muni þá telji Gunnar Bragi óneit­an­lega rétt að velta fyrir sér hvort þeir séu bestu menn­irnir til að fara með auð­lind­ina.

Gunnar Bragi sagði það koma til greina að lækka veiði­gjöld vegna þeirra aðstæðna sem komnar eru upp. Það kæmi hins vegar ein­ungis til greina til að verja störf þess fólks sem starfar í sjáv­ar­út­vegi, ekki til að verja arð fyr­ir­tækj­anna innan grein­ar­inn­ar.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None