Ólöf Nordal ekki búin að taka ákvörðun um framboð né varaformannsslag

Screen-Shot-2015-03-02-at-15.19.52.png
Auglýsing

Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki vera búin að taka ákvörðun um hvort hún bjóði sig fram til vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins á lands­fundi hans sem fer fram eftir um tvo mán­uði. Ólöf seg­ist fyrst þurfa að taka ákvörðun um hvort hún ætli í fram­boð fyrir næstu kosn­ing­ar. Það sé grund­vall­ar­á­kvörðun sem hún verði að taka áður en hún aðrar ákvarð­anir séu tekn­ar. Margir hafi rætt við hana um að það sé ánægja með að hún hafi stigið aftur inn á hið póli­tíska svið. Þetta kom fram í við­tali við Ólöfu í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í dag.

Ólöf, sem er fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var skip­aður inn­an­rík­is­ráð­herra í des­em­ber 2014 í kjöl­far þess að Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði af sér sem inn­an­rík­is­ráð­herra vegna leka­máls­ins svo­kall­aða. Hún hafði setið á Alþingi frá 2007 til 2013 en ákvað þá að hætta í stjórn­mál­um. Ólöf er því ekki þing­maður þrátt fyrir að vera ráð­herra. Þegar hún tók við emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra var hún að stíga upp úr erf­iðum veik­ind­um, en hún greind­ist með krabba­mein sum­arið 2014.

Hanna Birna gaf það út eftir afsögn sína að hún hyggð­ist sitja áfram sem vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ekki liggur þó fyrir hvort hún muni bjóða sig aftur á lands­fundi flokks­ins sem fer fram 23. októ­ber næst­kom­andi.

Auglýsing

Ólöf ræddi einnig um afsagnir ráð­herra á Íslandi, sem eru afar fátíð­ar­. „Við höfum ekki þá hefð sem Eng­lend­ing­ar, eða Bretar fara, að menn eru bara reknir [...]Mér finnst að við ættum að hafa ein­hvern milli­veg í þessu.“ Það sé einnig mik­il­vægt að líta ekki svo á að póli­tískur fer­ill þeirra sem segi af sér sé búinn. Það sé vel hægt að starfa áfram far­sæl­lega og lengi í stjórn­málum eftir að hafa sagt af sér. Guð­mundur Árni Stef­áns­son, sem sagði af sér ráð­herra­emb­ætti árið 1994, sé gott dæmi um það.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None