Alþjóðabankinn segir að hagkerfið í Kína sé að kólna og að hagvöxtur verði minni í ár en fyrri spár bankans sögðu til um. Nú gerir spá bankans ráð fyrir 7,4 prósent hagvexti en fyrri spá hafði gert ráð fyrir um 8 prósent hagvexti. Þó þetta sé ekki mikill munur í huga einhverra þá eru stærðirnar í Kína þannig að þessi staða getur haft víðtæk áhrif á stöðu efnahagsmála í heiminum.
Spá bankans gerir nú ráð fyrir 7,2 prósent hagvexti á næsta árið og 7,1 prósent hagvexti árið 2016. Það er ekki síst fasteignamarkaðurinn sem er farinn að sýna einkenni þess að hjól efnahagslífsins snúist hægar en áður. Framleiðsla á sementi í Kína virðists vera áreiðanlegur mælikvarði á það hvernig málin eru að þróast, samkvæmt umfjöllun vefritsins Quartz.