Bandaríska vikublaðið Time er 92 ára gamalt í dag, en það kom út í fyrsta skipti þann 3. mars árið 1923. Í tilefni dagsins hefur fyrsta tölublaðið verið sett á netið svo að allir geti lesið og skoðað það. Það verður hins vegar aðeins aðgengilegt í dag, nema fyrir áskrifendur Time, sem hafa alltaf aðgang að öllum blöðunum sem komið hafa út frá árinu 1923.
Fyrsta útgáfan af Time var 32 blaðsíður og talsvert ólík því sem þekkist í dag, en fjallaði þó um fréttir vikunnar eins og blaðið gerir enn. Hér má lesa fyrsta tölublaðið af Time.