Hægt er að láta skuldaniðurfellingu renna til ríkissjóðs

15580686798-9d2182f132-z.jpg
Auglýsing

Þeir sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009, og sóttu um nið­ur­fell­ingu á hluta lána sinna í leið­rétt­ing­ar­að­gerð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, geta látið það fé sem þeim var úthlutað renna til rík­is­sjóðs. Það gera þeir með því að sam­þykkja ekki nið­ur­stöðu útreikn­ing­anna, en flestir þurfa að gera það í des­em­ber­mán­uði. Tryggvi Þór Her­berts­son, verk­efna­stjóri skulda­leið­rétt­ing­anna, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að ef fólk sem sótti um kýs að þiggja ekki nið­ur­fell­ing­una þá muni sú upp­hæð sem þeim var reiknuð sitja eftir í rík­is­sjóði.

Allir sem hafa fengið birta nið­ur­stöðu úr skulda­nið­ur­fell­inga­um­sókn sinni þurfa að stað­festa hana áður en byrjað verður að greiða inn á höf­uð­stól lán­anna. Kjósi umsækj­andi að sleppa því að stað­festa umsókn sína verða þeir fjár­munir sem áttu að renna til hans í formi höf­uð­stólslækk­unar eftir í rík­is­sjóði. Hefði við­kom­andi sleppt því að sækja um höf­uð­stólslækkun hefði upp­hæðin hins vegar dreifst á aðra sem sóttu um skulda­nið­ur­fell­ingu.

Tryggvi Þór Herbertsson er verkefnastjóri Leiðréttingarinnar. Tryggvi Þór Her­berts­son er verk­efna­stjóri Leið­rétt­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

36 millj­arðar í stað 40 millj­arðaSam­kvæmt fjár­lögum átti að greiða 20 millj­arða króna inn á nið­ur­færslu á verð­tryggðum lánum þeirra sem voru með slík lán á árunum 2008 og 2009 á þessu fjár­laga­ári. Þegar nið­ur­stöður skulda­nið­ur­fell­ing­anna voru kynntar fyrr í þessum mán­uði kom fram að fjár­mögn­un­ar­tími aðgerð­anna hafi verið stytt­ur. Í kynn­ing­unni kom fram að 40 millj­arðar króna verði „greiddir inn á leið­rétt­inga­lánin á þessu ári“. Upp­hæðin átti því að hækka um 20 millj­arða króna.

Í breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp til fjár­auka­laga fyrir árið 2014 segir hins vegar að við­bót­ar­fram­lag vegna nið­ur­færslu á verð­tryggðum hús­næð­is­skuldum þeirra heim­ila sem voru með slík lán á árunum 2008 og 2009 verði 15,8 millj­arðar króna, ekki 20 millj­arðar króna.

Tryggvi Þór segir þetta vera vegna þess að ekki muni allir ná að sam­þykkja nið­ur­færslur sínar fyrir ára­mót og því flytj­ist hluti upp­hæð­ar­innar til milli ára.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None