Vill ekki meina að stjórnvöld taki „hænuskref“ varðandi heimildir lífeyrissjóðanna

Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar eru ekki sammála um það hvort stjórnvöld séu að taka nægilega stór skref í því að auka heimildir lífeyrissjóðanna til að fjárfesta erlendis.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir það mikið gleði­efni að sjá hversu sterkt líf­eyr­is­sjóða­kerfið á Íslandi standi. „Það er ekki langt síðan íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið fékk fyrstu ein­kunn í sam­an­burði við önnur kerfi. Það nemur nú um tvö­faldri lands­fram­leiðslu þannig að það er ekki hægt að halda því fram að hér sé verið að tala um ein­hver hænu­skref þegar líf­eyr­is­sjóð­irnir fá á hverju ári auknar heim­ildir til þess að fara út vegna þess að í sjálfu sér má segja að eins og sakir standa sé hvert pró­sentu­stig eins og 2 pró­sent af lands­fram­leiðslu.“

Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar spurði Bjarna hvort hann ætl­aði að taka stærri og ákveðn­ari skref í því að heim­ila líf­eyr­is­sjóðum að fjár­festa í erlendum eign­um.

Hún orð­aði það þannig að rík­is­stjórnin væri að stíga „hænu­skref til að auka heim­ildir líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa erlend­is“.

Auglýsing

„Þegar maður les álit Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og fleiri sést að það er hætta á því að það veiki sam­keppn­isum­hverfi og skapi hættu á eigna­ból­um. Sjálfir hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir bent á að út frá hags­munum sjóð­fé­laga, þeirra sem hafa greitt inn í líf­eyr­is­sjóð­ina, skap­ist tals­verð hætta á bólu­myndun á inn­lendum eigna­mark­aði sem getur leitt til þess að inn­leidd eigna­söfn líf­eyr­is­sjóða verði að ein­hverju leyti ósjálf­bær til fram­tíð­ar,“ sagði Þor­gerður Katrín.

Þessu til við­bótar væri fjár­magn líf­eyr­is­sjóð­anna ráð­andi í flestum stærstu skráðu fyr­ir­tækj­unum hér á landi. „Með öðrum orðum er kom­inn upp sá vandi að sömu eig­endur eru að bönk­unum og helstu við­skipta­vinir þeirra. Í þessu er auð­vitað fólgin mikil áhætta eins og líf­eyr­is­sjóð­irnir meðal ann­ars benda á.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Benti hún á að ráð­herr­ann hefði lagt fram mál eða drög að því að taka ætti þau skref að heim­ila líf­eyr­is­sjóð­unum að fjár­festa í útlöndum úr helm­ingi upp í 68 pró­sent frá þessu ári til árs­ins 2038 og þess vegna tal­aði hún um hænu­skref.

Þor­gerður Katrín spurði því hvort Bjarni sæi mögu­leika á því að fara hraðar í sak­irnar og þá taka líka stærri skref. „Það er verið að tala um hvort það eigi ekki að fara allt upp í 70 pró­sent, jafn­vel 75 pró­sent, heim­ila líf­eyr­is­sjóð­unum að gera það. Í fyrsta lagi spyr ég: Sér hann fram á það að taka stærri og ákveðn­ari skref og mörkin verði þá rýmri fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina til að fjár­festa í erlendum eignum sem að þeirra mati skiptir máli til að verð­gildi rýrni ekki fyrir sjóð­fé­laga sem þeir síðan bera ábyrgð á?“ spurði hún.

Áskorun að hafa ekki stærra hag­kerfi þegar líf­eyr­is­sjóða­kerfið er tvö­föld lands­fram­leiðsla

Bjarni svar­aði og benti á að Þor­gerður Katrín væri þarna að vísa í frum­varp sem nýlega var í sam­ráðs­gátt­inni. „Við afgreiddum málið úr rík­is­stjórn í gær með nokkrum breyt­ingum eftir sam­ráðs­gátt. Það er nú í þing­flokkum og verður því dreift hér á þing­inu von­andi í dag eða á morg­un. En já, ég get sagt sem svo að ég mun leggja það til að við tökum nokk­urt til­lit til fram kom­inna athuga­semda, en við erum þó ekki að galopna fyrir erlendu heim­ild­irnar heldur fylgja þeim ráðum sem við höfum fengið og byggjum á úttekt um þessi mál.“

Hann sagði að það væri í sjálfu sér mikið gleði­efni að sjá hversu sterkt líf­eyr­is­sjóða­kerfið á Íslandi stæði.

„Það er ekki langt síðan íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið fékk fyrstu ein­kunn í sam­an­burði við önnur kerfi. Það nemur nú um tvö­faldri lands­fram­leiðslu þannig að það er ekki hægt að halda því fram að hér sé verið að tala um ein­hver hænu­skref þegar líf­eyr­is­sjóð­irnir fá á hverju ári auknar heim­ildir til þess að fara út vegna þess að í sjálfu sér má segja að eins og sakir standa sé hvert pró­sentu­stig eins og 2 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Það eru háar fjár­hæð­ir. Og þegar við erum farin að telja breyt­ing­arnar í tugum pró­senta upp í, segjum 50 pró­sent upp í 65 pró­sent, þá erum við að ræða um breyt­ingu sem nemur 30 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Það eru nýjar heim­ildir til að fjár­festa í útlönd­um. Það er skyn­sam­legt að gera og það er mjög ánægju­legt að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu,“ sagði hann.

Bjarni sagði jafn­framt að á hinn bóg­inn væri það rétt sem Þor­gerður Katrín nefndi. „Það eru miklar áskor­anir í því fyrir ekki stærra hag­kerfi en okkar að hafa líf­eyr­is­sjóða­kerfi sem er tvö­föld lands­fram­leiðsl­an. Að finna fjár­fest­ing­ar­kosti og finna góða ávöxt­un­ar­mögu­leika er því mikil áskor­un. Þess vegna meðal ann­ars held ég að það sé mjög tíma­bært að stíga þessi skref.“

Fyrst og fremst til þess að verja íslensku krón­una

Þor­gerður Katrín sagð­ist fagna því ef tekið hefði verið til­lit til þess­ara athuga­semda líf­eyr­is­sjóð­anna.

„Þeir eru mark­visst að benda á að það sé raun­veru­leg hætta, eins og þeir hafa nefnt það sjálfir, á ruðn­ings­á­hrifum og bólu­myndun á inn­lendum eigna­mark­aði sem síðan geti leitt til þess, sem er nátt­úru­lega enn alvar­legra, að inn­lend eigna­söfn líf­eyr­is­sjóða verði að ein­hverju leyti ósjálf­bær til fram­tíð­ar. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hljóta að benda á þetta og ég fagna því ef rík­is­stjórnin ætlar að stíga eitt­hvað lengri skref en hænu­skref. Þetta eru hænu­skref eins og þetta blasir við núna. Það má kannski ekki nefna fíl­inn í þess­ari postu­líns­búð en það er auð­vitað íslenska krón­an.

Við sjáum að fyrst og fremst er það yfir­lýst ástæða fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að fara var­lega í sak­irnar og það er ekk­ert óeðli­legt meðan við við erum með krón­una. En það er alveg ljóst að það er til að koma í veg fyrir að stöð­ug­leika gjald­eyr­is­mark­aða verði ógn­að. Þetta er fyrst og fremst til þess að verja íslensku krón­una og ekk­ert annað og það er reyndar önnur umræða,“ sagði hún.

En á meðan Íslend­ingar búa við slíkt ástand telur Þor­gerður Katrín engu að síður mik­il­vægt að skila­boðin verði skýr, að stigin verði stærri skref og tekið verði til­lit til þess­ara athuga­semda líf­eyr­is­sjóð­anna um að fjár­festa enn frekar í eignum í útlönd­um.

Ekki sann­gjarnt að kenna krón­unni um

Bjarni svar­aði í annað sinn og sagði að meðal þess sem kæmi fram í nýút­kominni skýrslu um þetta efni væri að ekki væri ástæða til að ætla að fjár­fest­ingar erlendis væru í eðli sínu eitt­hvað áhættu­minni en fjár­fest­ingar í íslenska hag­kerf­inu.

„Þess vegna er ekki alveg sann­gjarnt að halda því fram að þetta snú­ist fyrst og fremst um íslensku krón­una. Við verðum engu að síður að taka það með í reikn­ing­inn að það getur haft áhrif á gjald­eyr­is­jöfnuð í land­inu ef svona stórar fjár­hæðir eru und­ir. Góðu frétt­irnar eru þær að fyrir nokkrum árum komst íslenska þjóð­ar­búið í fyrsta sinn í jákvæða stöðu gagn­vart útlönd­um, eftir stöð­ug­leika­fram­lög­in, og sú staða hefur bara vaxið í milli­tíð­inni. Þannig að við getum farið í þessa umræðu af miklu sjálfs­trausti. Staða okkar gagn­vart umheim­inum hefur bara styrkst. Þá stöðu höfum við byggt upp á grund­velli og með stuðn­ingi við okkar eigin gjald­mið­il.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent