Hærri lífaldur gæti bitnað á tekjulágum

Ójöfnuður í lífaldri á milli þjóðfélagshópa hefur aukist hérlendis á síðustu árum. Samkvæmt Seðlabankanum gæti þessi þróun þýtt að tekjulægri þjóðfélagshópar beri skarðan hlut frá borði úr lífeyriskerfinu.

Gamalt fólk
Auglýsing

Eftir því sem lífaldur þjóð­ar­innar hækkar eykst hættan á að líf­eyr­is­kerfið ýti undir ójöfnuð á milli þjóð­fé­lags­hópa. Þetta kemur fram í grein sem Þor­steinn Sig­urður Sveins­son, hag­fræð­ingur Seðla­bank­ans, birti á Kalkofn­inum fyrr í dag.

Ójöfn­uður í lífslíkum

Í grein­inni sýnir Þor­steinn að mik­ill ójöfn­uður sé í lífaldri á milli mis­mun­andi þjóð­fé­lags­hópa hér á landi. Til að mynda er væntur lífaldur íbúa Suð­ur­nesja er tæpum þremur árum lægri en íbúar í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­vík­ur.

Svip­aðan mun má einnig sjá á milli mennt­un­ar­hópa, en fólk með háskóla­menntun geta vænst þess að lifa þremur til fjórum árum lengur en fólk með grunn­skóla­mennt­un. Þessi ójöfn­uður hefur auk­ist tölu­vert hér á landi á síð­ustu árum, þar sem hækkun lífald­urs hefur verið marg­falt meiri á meðal háskóla­mennt­aðra heldur en grunn­skóla­mennt­aðra.

Tekju­lægri fá minni líf­eyri

Mis­mun­andi lífaldur líf­eyr­is­sjóðs­fé­laga leiðir til þess að þeir sem lifa skemur fá minni líf­eyri greiddan út en aðr­ir, þrátt fyrir að hafa borgað jafn­hátt hlut­fall af eigin tekjum í sjóð­inn.

Þor­steinn bendir á að þessi bjögun eykst þegar bilið í lífaldri breikkar á milli sjóðs­fé­laga, líkt þró­unin hefur verið á Íslandi síð­ustu ár. Einnig eykst bjög­unin ef líf­eyr­i­s­töku­ald­ur­inn hækk­ar, þar sem slík hækkun hefur hlut­falls­lega meiri áhrif á útgreiddan líf­eyri þeirra sem lifa skem­ur.

Auglýsing

Sömu­leiðis gæti meiri fjölgun sjóðs­fé­laga með háan væntan lífaldur skert líf­eyr­is­greiðsl­ur, þar sem dreifa þarf líf­eyr­is­greiðsl­unum yfir á fleiri ár. Þetta hefði verst áhrif á þá þjóð­fé­lags­hópa sem lifa skem­ur, en þeir gætu setið uppi með skertrar líf­eyr­is­greiðslur án þess að lífaldur þeirra hafi hækkað að ráði.

Með hækk­andi lífslíkum tekju­hárra þjóð­fé­lags­hópa gætu skuld­bind­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna einnig hækkað tölu­vert, þar sem líf­eyr­is­greiðslur eru fast hlut­fall af tekj­um.

Þar sem þeir tekju­háu lifa lengur en með­al­sjóðs­fé­lagi vegur þessi skuld­bind­ing þyngra en sam­svar­andi hækkun iðgjalda, svo nauð­syn­legt er að skerða líf­eyr­is­greiðslur til allra sjóð­fé­laga. „Þar með skerð­ist líf­eyrir þeirra sem hafa lægri væntan lífaldur við það eitt að tekjur þeirra sem lifa að jafn­aði lengur hækk­a,“ skrifar Þor­steinn í grein­inni sinni.

Umbætur gætu jafnað stöð­una

Þor­steinn segir að tveir mik­il­vægir áhrifa­þættir vegi að hluta til á móti þess­ari bjögun á Íslandi, en það er ann­ars vegar upp­skipt­ing líf­eyr­is­sjóða eftir starfs­stéttum og hins vegar að mis­mun­andi lífslíkur og hætta á örorku sé metin fyrir hvern sjóð fyrir sig.

Þó bætir hann við að íslenska kerfið gæti sann­ar­lega gengið lengra í að taka til­lit til mis­mun­andi vænts lífald­urs lands­manna, til dæmis með umbótum í sam­trygg­ing­ar­deildum líf­eyr­is­sjóða eða almanna­trygg­ing­um. Í því sam­hengi nefnir Þor­steinn einnig nýlegar umbætur á danska líf­eyr­is­kerf­inu, þar sem Danir sem hafa unnið lík­am­lega strembna vinnu og fóru ungir út á vinnu­markað fara nú fyrr á eft­ir­laun.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent