Hjónabönd samkynhneigðra eru nú lögleg alls staðar í Bandaríkjunum, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að tilraunir ríkja til að banna þau brjóti í bága við stjórnarskránna.
Málið er gríðarlegur áfangi í réttindabaráttu hinsegin fólks. Fimm dómarar gegn fjórum komust að þessari niðurstöðu. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur þegar fagnað dómi hæstaréttar.
Today is a big step in our march toward equality. Gay and lesbian couples now have the right to marry, just like anyone else. #LoveWins
Auglýsing
— President Obama (@POTUS) June 26, 2015
Fyrir dóminn í dag gáfu 37 ríki út hjónavígsluvottorð fyrir samkynhneigða. Mörg þeirra nýju ríkja sem það gerðu hefðu getað hætt því ef dómurinn hefði verið á annan veg, enda höfðu þau aðeins verið að bregðast við úrskurðum á lægri dómsstigum. Ef Hæstiréttur hefði komist að annarri niðurstöðu í dag hefði þeim dómum öllum verið snúið. Nú munu hins vegar öll ríki Bandaríkjanna þurfa að gefa út hjónavígsluvottorð.