Hafa ekki sektað neina ökumenn fyrir að taka ólöglega fram úr hjólreiðafólki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei sektað ökumann fyrir að taka fram úr hjólreiðamanni án þess að 1,5 metra bil sé á milli bíls og hjóls. Samtök hjólreiðafólks hafa gagnrýnt lögreglu fyrir að taka ekki á móti myndefni sem sanni slík brot.

Skjáskot úr myndbandi frá Birgi Birgissyni sem sýnir afar glæfralegan (og ólöglegan) framúrakstur bifreiðar um síðustu jól.
Skjáskot úr myndbandi frá Birgi Birgissyni sem sýnir afar glæfralegan (og ólöglegan) framúrakstur bifreiðar um síðustu jól.
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur enn sem komið er ekki gefið út eina ein­ustu sekt til öku­manna sem ger­ast sekir um að taka fram úr hjól­reiða­manni án þess að lög­bundið bil, eða 1,5 metr­ar, séu á milli bíls og hjól­reiða­manns. Þetta kemur fram í svari lög­reglu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Í upp­hafi árs 2020 tóku gildi breyt­ingar á umferð­ar­lög­um, sem meðal ann­ars gerðu það refsi­vert að aka fram úr ein­stak­lingi á hjóli án þess að 1,5 metrar væru á milli bíls og reið­hjóls eða létts bif­hjóls. Við þessu broti á umferð­ar­lögum liggur 20 þús­und króna sekt.

For­svars­menn tveggja gras­rót­ar­sam­taka hjól­reiða­manna, Birgir Birg­is­son for­maður Reið­hjóla­bænda og Árni Dav­íðs­son for­maður Lands­sam­taka hjól­reiða­manna birtu opið bréf til lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á Vísi á mið­viku­dag þar sem þeir gagn­rýndu auk ann­ars að ekk­ert virt­ist vera gert af hálfu lög­reglu til að fram­fylgja þess­ari nýju laga­grein, hvað þá bregð­ast við þegar brot á henni væru kærð.

Auglýsing

Í bréfi Árna og Birgis segir að ákvæði þess­arar laga­greinar séu brotin á hverjum degi, oft­ast í mesta þétt­býl­inu þar sem ólíkar teg­undir veg­far­enda nýta sama rýmið til að kom­ast leiðar sinn­ar.

„En það ger­ist þó líka furðu­lega oft úti á þjóð­vegum lands­ins þar sem þó er rýmra um hvern veg­far­anda. Allt of oft skap­ast mikil hætta fyrir hjólandi fólk því öku­menn virð­ast almennt ekki gera sér mikla grein fyrir þeirri hættu sem þeir setja hjól­reiða­fólk í þegar brotin eru framin og virð­ast oftar en ekki miða akst­ur­inn meira við það að rispa ekki bíl­ana sína en að hlífa lífi og heilsu hjól­reiða­fólks,“ skrifa þeir Birgir og Árni.

Lög­regla neiti að taka á móti sönn­un­ar­gögnum

Birgir hefur á YouTu­be-­síðu sinni birt all­nokkur mynd­bönd af glæfra­legum fram­úr­akstri bíla í umferð­inni, sem hann hefur sjálfur tekið upp með mynda­vél sem hann festir á reið­hjól sitt. Eitt þeirra má sjá hér að neð­an, en þar nán­ast strýkst bíll

Í bréfi þeirra Birgis og Árna kom fram að hjól­reiða­fólk hefði margoft kært mál af þessu tagi, og að í mörgum til­fellum hefðu lög­reglu verið boðnar mynd­bands­upp­tökur af atvik­unum til stað­fest­ingar á kæru­efn­inu.

„Mót­töku á slíku efni er oftar en ekki hafnað á mjög und­ar­legum for­send­um. Iðu­lega er vísað í ein­hver óskil­greind dómafor­dæmi og hversu ólík­legt sé að efnið dugi til að sanna sök öku­manns,“ segir í bréfi Birgis og Árna.

Í bréf­inu beindu þeir Birgir og Árni nokkrum spurn­ingum til lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, meðal ann­ars þeirri hversu oft lög­regla hefði sektað öku­menn fyrir brot á 1,5 metra regl­unni.

Blaða­manni lék sömu­leiðis for­vitni á að fá svar við því og beindi fyr­ir­spurn um málið til lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Svarið er, sem áður seg­ir, aldrei.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent