Haftahópur ­búinn að funda með slitastjórnum

haftahopur.jpg
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn um losun fjár­mags­hafta, sem skipuð var af stjórn­völdum í júlí síð­ast­liðn­um, ­hefur und­an­farið fundað með slita­stjórnum ­Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaup­þings, sem fara með þessi þrjú stærstu þrotabú Íslands­sög­unn­ar. Um er að ræða fyrstu form­legu fundi sem full­trúar stjórn­valda hafa átt með þeim vegna mögu­legrar los­unar á fjár­magns­höftum sem sett voru síðla árs 2008 til að koma í veg fyrir að gríð­ar­legt magn eigna streymdi úr íslensku hag­kerfi, með til­heyr­andi áhrifum á gengi íslensku krón­unn­ar.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans stóð hver fundur yfir í um tvo til þrjá klukku­tíma. Þar voru engin skil­yrði fyrir gerð nauða­samn­inga kynnt heldur farið almennt yfir stöð­una, greiðslu­jöfnuð íslenska hag­kerf­is­ins og nauða­samn­inga búanna þriggja.

Til­lögur lagðar fram á næst­unniÚr­lausn á stöðu þrota­búa föllnu bank­anna þriggja er lyk­il­at­riði í losun hafta. Alls nema eignir þeirra þeirra yfir 2.500 millj­örðum króna og þar ef eru um 475 millj­arðar króna í íslenskum krón­um. Sú upp­hæð gæti reyndar verið hærri, enda liggur ekki alveg fyrir hvaða aðferða­fræði er t.d. að baki verð­lagn­ingu á Íslands­banka og Arion banka í þeim töl­um. Eins og staðan er í dag er ekki til gjald­eyrir til að skipta þeim krónum í eigu erlendra aðila í aðra gjald­miðla. Gjald­eyr­is­vara­forði Seðla­banka Íslands er 502 millj­arðar króna og að lang­mestu leyti tek­inn að láni. Því þarf að finna lausn á mál­inu, ann­að­hvort með samn­ingum eða að knýja á lausn stöð­unnar með laga­setn­ingu.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í stefnu­ræðu sinni við setn­ingu Alþingis í síð­ustu viku að nið­ur­stöður úr vinnu hóps­ins og til­lögur til Alþingis um laga­setn­ingu varð­andi afnám hafta yrðu lagðar fram á næstu mán­uð­um. „Slíkt ætti meðal ann­ars að ryðja braut­ina að lyktum skulda­skila slita­búa föllnu bank­anna. Kom­ast þarf að nið­ur­stöðum sem eru ávallt í fullu sam­ræmi við íslensk lög og alþjóð­legar skulda­skila­reglur en sam­rým­ist um leið efna­hags­legum stöð­ug­leika Íslands og vexti, til ­fram­tíð­ar.“ Sig­mundur Davíð sagði einnig að lausnin þyrfti ekki ­ein­ungis að vera efna­hags­lega mögu­leg, heldur líka sam­­fé­lags­lega ásætt­an­leg.

Þetta er brot úr ítar­legri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um mál­ið. Lestu hana í heild sinni í nýj­ustu útgáfu hans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None