Skref í rétta átt í skattamálum

borgin_vef.jpg
Auglýsing

Nýlega lagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra fram til­lögur um nokkuð viða­miklar breyt­ingar á virð­is­auka­skatts­kerf­inu. Meg­in­breyt­ing­ar­til­lög­urnar eru að lægra skatt­þrep kerf­is­ins verði hækkað úr 7% í 12%, hærra þrepið lækkað úr 25.5% í 24%, og almenn vöru­gjöld verði felld nið­ur. Sam­hliða þessu er lagt til að barna­bætur hækki um 13% en skerð­ist hraðar fyrir tekju­háar fjöl­skyld­ur.

Þegar á heild­ina er litið eru þessar til­lögur mik­il­vægt skref í rétta átt í skatta­mál­um. Breyt­ing­arnar eru skref í átt að hag­kvæmara skatt­kerfi. Það er sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir land eins og Ísland – þar sem skattar eru háir – að skatt­kerfið sé ekki óþarf­lega óhag­kvæmt. Grunn­hugs­un­in, þegar kemur að því að lág­marka óhag­ræðið sem hlýst af skött­um, er að skattar séu flatir og skatt­stofn­inn sem stærst­ur.

En hvað með tekju­lág heim­ili?En hag­kvæmni er ekki eina mark­miðið þegar kemur að hönnun skatt­kerf­is­ins. Það skiptir einnig máli (að flestra mati) að hugað sé að því hver borgar skatt­ana. Mörgum er sér­stak­lega umhugað um að skatt­kerfið sé notað til þess að bæta hag lág­tekju­fólks. Þar sem matur vegur þyngra í heild­ar­út­gjöldum lág­tekju­fólks en þeirra sem hafa hærri tekjur telja sumir að skattar á mat eigi að vera lág­ir. Vand­inn er að lágur mat­ar­skattur er óhag­kvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru sett­ir. Hækkun per­sónu­af­slátt­ar­ins eða lækkun lægri þrepa tekju­skatts­kerf­is­ins eru hag­kvæm­ari leiðir til þess að ná sama mark­miði.

Þegar virð­is­auka­skattur á mat er lækk­aður lækka vissu­lega skattar þeirra lægst laun­uðu. Skattar þeirra sem eru með hærri tekjur lækka hins vegar ennþá meira þar sem þeir eyða meira fé í mat en lág­launa­fólk. Af þessum sökum er lækkun virð­is­auka­skatts á mat dýr og óskil­virk leið til þess að bæta hag lág­tekju­fólks. Mun ódýr­ari og skil­virk­ari leið væri hækkun per­sónu­af­slátt­ar­ins.

Síð­ustu daga hafa margir sem bera hag lág­tekju­fólks fyrir brjósti mót­mælt til­lögum Bjarna Bene­dikts­sonar um hækkun mat­ar­skatts­ins. Þetta fólk er ef til vill með hjartað á réttum stað en mót­mæli þess eru illa ígrund­uð. Í stað þess að mót­mæla grunn­breyt­ing­unni ættu þessir aðilar að þrýsta á Bjarna að nota stærri hluta þess fjár sem aflað er með hærri mat­ar­skatti til þess að hækka per­sónu­af­slátt­inn. Með því móti væri unnt að bæta hag lág­tekju­fólks mun meira fyrir sama pen­ing.

Rétti mæli­kvarð­inn?Í umræð­unni um þessar breyt­ingar hafa ýmsir bent á að sára­lít­ill munur er á vægi mat­væla í neyslu heim­ila með lágar tekjur og heim­ila með háar tekj­ur. Árin 2010-2012 var vægi mat­væla í neyslu þess fjórð­ungs heim­ila sem var með lægstar tekjur 14,7% á meðan vægi mat­væla var 14,5% hjá þeim fjórð­ungi heim­ila sem hæstar tekjur hafði. Þessar tölur hafa verið not­aðar til þess að færa rök fyrir því að ­sára­litlar mót­væg­is­að­gerð­ir, í formi t.d. hærri per­sónu­af­slátt­ar, þurfi til þess að tryggja að hagur heim­ila með lágar tekjur batni við breyt­ing­arnar (Ég hef sjálfur gerst sekur um slíka rök­semda­færslu).

Vand­inn er að þetta eru ekki alveg réttar tölur til þess að nota í þessu sam­hengi. Ástæða þess er að tekjur heim­ila sveifl­ast upp og niður og tekjur yfir skamman tíma gefa því ekki endi­lega rétta mynd af því hversu vel sett heim­ili eru. Neysla heim­ila er betri mæli­kvarði en tekjur í þessu sam­hengi þar sem neysla ræðst ekki aðeins af tekjum sama árs heldur einnig af vænt­ingum um tekjur í fram­tíð­inni.

Vægi mat­væla hjá þeim fjórð­ungi heim­ila sem var með lægst útgjöld á árunum 2010-2012 var 17,3% en ein­ungis 14,0% hjá þeim fjórð­ungi heim­ila sem var með hæst útgjöld. Á þennan mæli­kvarða er því tals­vert meiri munur á útgjalda­mynstri þeirra best settu og þeirra verst settu. Til þess að tryggja að hagur þeirra síð­ar­­­nefndu batni þarf því að ráð­ast í meiri mót­væg­is­að­gerðir í formi t.d. hærri per­són­u­­af­sláttar en töl­urnar sem mest hafa verið not­aðar gefa til kynna. Ég vil því hvetja Bjarna Bene­dikts­son til þess að bæta hækkun á per­sónu­af­slætt­inum við til­lögur sín­ar. Ef hann gerir það verða engin hald­bær rök gegn þeim breyt­ingum sem hann leggur til.

Auglýsing

Heim­ili sem safna skuldumAl­þýðu­sam­band Íslands hefur vakið athygli á því að hjá sumum tekju­lágum heim­ilum er neysla langt umfram tekj­ur. Þetta á til dæmis við um náms­menn sem vænta þess að hafa mun hærri tekjur í fram­tíð­inni og taka því lán til þess að jafna neyslu sína yfir tíma. Hjá slíkum heim­ilum eru útgjöld til mat­ar­kaupa mun stærra hlut­fall af tekjum en hjá fólki um miðjan aldur sem er almennt að greiða niður náms­lán og safna í sjóð til eldri ára.

Alþýðu­sam­bandið virð­ist telja að þetta geri það að ­verkum að til­lögur Bjarna komi sér­stak­lega illa niður á þessum heim­il­um. Þetta er ekki rétt. Slík heim­ili eyða einnig mun meiru, sem hlut­fall af tekj­um, í vörur sem eru í hærra skatt­þrep­inu. Þau hagn­ast því meira af lækkun hærra þreps­ins (og afnámi vöru­gjalda) og tapa meira á hækkun lægra þreps­ins. Hvort þau koma betur eða verr út þegar á heild­ina er litið ræðst af vægi matar í heild­ar­út­gjöld­um, ekki hlut­falli mat­ar­út­gjalda í heild­ar­tekj­um. Þær tölur sem koma fram í minn­is­blaði ASÍ frá 9. sept­em­ber 2014, sem vakið hafa tals­verða athygli og vitnað hefur verið til á Alþingi, eru því ekki rétti mæli­kvarð­inn til þess að leggja mat á nauð­syn­legt umfang mót­væg­is­að­gerða fyrir þau heim­ili sem verst eru sett fjár­hags­lega.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None