Skref í rétta átt í skattamálum

borgin_vef.jpg
Auglýsing

Nýlega lagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra fram til­lögur um nokkuð viða­miklar breyt­ingar á virð­is­auka­skatts­kerf­inu. Meg­in­breyt­ing­ar­til­lög­urnar eru að lægra skatt­þrep kerf­is­ins verði hækkað úr 7% í 12%, hærra þrepið lækkað úr 25.5% í 24%, og almenn vöru­gjöld verði felld nið­ur. Sam­hliða þessu er lagt til að barna­bætur hækki um 13% en skerð­ist hraðar fyrir tekju­háar fjöl­skyld­ur.

Þegar á heild­ina er litið eru þessar til­lögur mik­il­vægt skref í rétta átt í skatta­mál­um. Breyt­ing­arnar eru skref í átt að hag­kvæmara skatt­kerfi. Það er sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir land eins og Ísland – þar sem skattar eru háir – að skatt­kerfið sé ekki óþarf­lega óhag­kvæmt. Grunn­hugs­un­in, þegar kemur að því að lág­marka óhag­ræðið sem hlýst af skött­um, er að skattar séu flatir og skatt­stofn­inn sem stærst­ur.

En hvað með tekju­lág heim­ili?En hag­kvæmni er ekki eina mark­miðið þegar kemur að hönnun skatt­kerf­is­ins. Það skiptir einnig máli (að flestra mati) að hugað sé að því hver borgar skatt­ana. Mörgum er sér­stak­lega umhugað um að skatt­kerfið sé notað til þess að bæta hag lág­tekju­fólks. Þar sem matur vegur þyngra í heild­ar­út­gjöldum lág­tekju­fólks en þeirra sem hafa hærri tekjur telja sumir að skattar á mat eigi að vera lág­ir. Vand­inn er að lágur mat­ar­skattur er óhag­kvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru sett­ir. Hækkun per­sónu­af­slátt­ar­ins eða lækkun lægri þrepa tekju­skatts­kerf­is­ins eru hag­kvæm­ari leiðir til þess að ná sama mark­miði.

Þegar virð­is­auka­skattur á mat er lækk­aður lækka vissu­lega skattar þeirra lægst laun­uðu. Skattar þeirra sem eru með hærri tekjur lækka hins vegar ennþá meira þar sem þeir eyða meira fé í mat en lág­launa­fólk. Af þessum sökum er lækkun virð­is­auka­skatts á mat dýr og óskil­virk leið til þess að bæta hag lág­tekju­fólks. Mun ódýr­ari og skil­virk­ari leið væri hækkun per­sónu­af­slátt­ar­ins.

Síð­ustu daga hafa margir sem bera hag lág­tekju­fólks fyrir brjósti mót­mælt til­lögum Bjarna Bene­dikts­sonar um hækkun mat­ar­skatts­ins. Þetta fólk er ef til vill með hjartað á réttum stað en mót­mæli þess eru illa ígrund­uð. Í stað þess að mót­mæla grunn­breyt­ing­unni ættu þessir aðilar að þrýsta á Bjarna að nota stærri hluta þess fjár sem aflað er með hærri mat­ar­skatti til þess að hækka per­sónu­af­slátt­inn. Með því móti væri unnt að bæta hag lág­tekju­fólks mun meira fyrir sama pen­ing.

Rétti mæli­kvarð­inn?Í umræð­unni um þessar breyt­ingar hafa ýmsir bent á að sára­lít­ill munur er á vægi mat­væla í neyslu heim­ila með lágar tekjur og heim­ila með háar tekj­ur. Árin 2010-2012 var vægi mat­væla í neyslu þess fjórð­ungs heim­ila sem var með lægstar tekjur 14,7% á meðan vægi mat­væla var 14,5% hjá þeim fjórð­ungi heim­ila sem hæstar tekjur hafði. Þessar tölur hafa verið not­aðar til þess að færa rök fyrir því að ­sára­litlar mót­væg­is­að­gerð­ir, í formi t.d. hærri per­sónu­af­slátt­ar, þurfi til þess að tryggja að hagur heim­ila með lágar tekjur batni við breyt­ing­arnar (Ég hef sjálfur gerst sekur um slíka rök­semda­færslu).

Vand­inn er að þetta eru ekki alveg réttar tölur til þess að nota í þessu sam­hengi. Ástæða þess er að tekjur heim­ila sveifl­ast upp og niður og tekjur yfir skamman tíma gefa því ekki endi­lega rétta mynd af því hversu vel sett heim­ili eru. Neysla heim­ila er betri mæli­kvarði en tekjur í þessu sam­hengi þar sem neysla ræðst ekki aðeins af tekjum sama árs heldur einnig af vænt­ingum um tekjur í fram­tíð­inni.

Vægi mat­væla hjá þeim fjórð­ungi heim­ila sem var með lægst útgjöld á árunum 2010-2012 var 17,3% en ein­ungis 14,0% hjá þeim fjórð­ungi heim­ila sem var með hæst útgjöld. Á þennan mæli­kvarða er því tals­vert meiri munur á útgjalda­mynstri þeirra best settu og þeirra verst settu. Til þess að tryggja að hagur þeirra síð­ar­­­nefndu batni þarf því að ráð­ast í meiri mót­væg­is­að­gerðir í formi t.d. hærri per­són­u­­af­sláttar en töl­urnar sem mest hafa verið not­aðar gefa til kynna. Ég vil því hvetja Bjarna Bene­dikts­son til þess að bæta hækkun á per­sónu­af­slætt­inum við til­lögur sín­ar. Ef hann gerir það verða engin hald­bær rök gegn þeim breyt­ingum sem hann leggur til.

Auglýsing

Heim­ili sem safna skuldumAl­þýðu­sam­band Íslands hefur vakið athygli á því að hjá sumum tekju­lágum heim­ilum er neysla langt umfram tekj­ur. Þetta á til dæmis við um náms­menn sem vænta þess að hafa mun hærri tekjur í fram­tíð­inni og taka því lán til þess að jafna neyslu sína yfir tíma. Hjá slíkum heim­ilum eru útgjöld til mat­ar­kaupa mun stærra hlut­fall af tekjum en hjá fólki um miðjan aldur sem er almennt að greiða niður náms­lán og safna í sjóð til eldri ára.

Alþýðu­sam­bandið virð­ist telja að þetta geri það að ­verkum að til­lögur Bjarna komi sér­stak­lega illa niður á þessum heim­il­um. Þetta er ekki rétt. Slík heim­ili eyða einnig mun meiru, sem hlut­fall af tekj­um, í vörur sem eru í hærra skatt­þrep­inu. Þau hagn­ast því meira af lækkun hærra þreps­ins (og afnámi vöru­gjalda) og tapa meira á hækkun lægra þreps­ins. Hvort þau koma betur eða verr út þegar á heild­ina er litið ræðst af vægi matar í heild­ar­út­gjöld­um, ekki hlut­falli mat­ar­út­gjalda í heild­ar­tekj­um. Þær tölur sem koma fram í minn­is­blaði ASÍ frá 9. sept­em­ber 2014, sem vakið hafa tals­verða athygli og vitnað hefur verið til á Alþingi, eru því ekki rétti mæli­kvarð­inn til þess að leggja mat á nauð­syn­legt umfang mót­væg­is­að­gerða fyrir þau heim­ili sem verst eru sett fjár­hags­lega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None