Það eru fleiri pöndur í Skotlandi en íhaldsmenn

000-DV1869879.000-715x320.jpg
Auglýsing

Skotar kjósa um sjálf­stæði í dag. Nýj­ustu kann­anir sýna að allar líkur séu á því að sjálf­stæðið verði fellt með naumum mun. Innan raða sjálf­stæð­is­sinna ríkir þó enn von. Von um að þeir hafi náð að sann­færa nægi­lega marga þeirra sem eru óakveðn­ir, að stærstum hluta konur og elli­líf­eyr­is­þeg­ar, um að Skotlandi og þeim sjálfum sem ein­stak­lingum muni farn­ast betur í sjálf­stæðu ríki.

Við­snún­ing­ur­inn í kosn­ing­ar­bar­átt­unni hefur verið ævin­týra­legur und­an­farnar vik­ur. Allt frá því að Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn náði hreinum meiri­hluta í skoska þing­inu árið 2011 hefur legið fyrir að kosið yrði um sjálf­stæði. Nán­ast allan þann tíma hefur það virst fjar­lægur draumur sam­kvæmt skoð­anna­könn­un­um. Þann 7. ágúst síð­ast­lið­inn, fyrir sex vik­um, birt­ist skoð­anna­könnun sem sýndi að 61 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu ætl­uðu að segja nei. Ein­ungis 39 pró­sent ætl­uðu að segja já. Mán­uði síðar var gerð ný könnun sem sýndi að 51 pró­sent var fylgj­andi sjálf­stæði en 49 pró­sent á móti, tæpum tveimur vikum fyrir kosn­ing­ar. Og Bret­land fór á hlið­ina.

Hið auð­uga SkotlandÞað eru nokkuð margar ástæður fyrir því að, að minnsta kosti, tæpur helm­ingur Skota vill sjálf­stæði. Eins sú helsta er að Skotland er auð­ugt land. Þar eru miklar nátt­úru­auð­lind­ir. Um 90 pró­sent allrar olíu sem fram­leidd er í Bret­landi kemur m.a. frá Skotlandi. Og 75 pró­sent allrar olíu sem fram­leidd er í Evr­ópu­sam­band­inu kemur frá Bret­um. Þrátt fyrir að Skotar séu ein­ungis um 8,4 pró­sent af heild­ar­fjölda Breta landa þeir einnig um 60 pró­sent alls fisk­veiði­afla sem landað er innan vébanda rík­is­ins. Glas­gow er þess utan fjórða stærsta fram­leiðslu­borg Bret­lands. Viskí-­út­flutn­ingur Skota er líka stór­tæk­ur. Um fjórð­ungur af útflutn­ingi Bret­lands á mat­ar- og drykkj­ar­vörum er vegna viskís. Um 35 þús­und manns starfa í skoska viskí­geir­an­um. Þá er mjög stór tækni- og nýsköp­un­ar­geiri í Skotlandi. Um 45 þús­und manns starfa í honum innan landamæra lands­ins.

Lands­fram­leiðsla á mann í sjálf­stæðu Skotlandi myndi verða 2.300 pund­um, 444 þús­und krón­um, hærri árlega en hún er í Bret­landi nú. Það myndi setja Skotland í 14. sæti yfir rík­ustu þjóðir heims.

Auglýsing

Þessum auð vilja margir Skotar að sé eytt bet­ur. Og innan landamæra Skotlands.

Stýrt af flokki sem þeir kjósa ekkiSkotar leggja nefni­lega meiri áherslu á jöfnuð og sterkt vel­ferð­ar­kerfi en bresk stjórn­völd hafa gert. Sú aukna einka­væð­ing í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu sem átt hefur sér stað und­an­farin miss­eri hugn­ast mörgum Skotum illa.

Annað sem fer mjög öfugt ofan í þá er sú stað­reynd að Íhalds­flokk­ur­inn sé með stjórn­ar­taumanna í Stóra-Bret­landi. Því er ítrekað haldið fram í hálf­kær­ingi að það séu fleiri pöndur í Skotlandi en íhalds­menn. Það er samt stoð í brand­ar­an­um. Und­an­farna ára­tugi hefur flokk­ur­inn nán­ast horfið í Skotlandi. Í dag á hann ein­ungis 15 af 129 þing­mönnum á skoska þing­inu. Af þeim 59 þing­mönnum sem Skotar kjósa til setu á breska þing­inu í West­min­ster er ein­ungis einn íhalds­mað­ur. Þess vegna finnst mörgum Skotum bein­leiðis fárán­legt að þeim sé stjórnað af flokki sem hefur nán­ast ekk­ert fylgi á meðal þeirra.

Verka­manna­flokk­ur­inn þarf hins vegar að hafa meiri áhyggjur af því ef sjálf­stæði verður sam­þykkt en íhalds­menn. Þeir eru með 40 þing­menn á breska þing­inu sem kosnir eru af Skot­um. Þeir eiga auk þess 37 þing­menn á skoska þing­inu.

Gjald­mið­ill, kjarn­orka og alþjóða­sam­starfDeilu­málin í kosn­inga­bar­átt­unni hafa auð­vitað verið mýmörg. Eitt það helsta er að Skotar vilja halda breska pund­inu sem gjald­miðli, en breskir stjórn­mála­leið­togar hafa hafnað því algjör­lega. Þeir hafa einnig bent á að sjálf­stæð­is­sinnar hafi ekk­ert plan B ef pundið verður ekki mögu­leiki sem gjald­mið­ill.

Annað snýst um örygg­is- og varn­ar­mál. Þorri kjarn­orku­vopna Bret­lands er geymdur í Skotlandi, í Fasla­ne-her­stöð­inni. Sjálf­stæð­is­sinnar hafa bent á að það sé sið­ferð­is­lega rangt að hýsa vopnin og auk þess stjarn­fræði­lega dýrt. Fyrir þann hluta af kostn­að­inum sem Skotland greiðir vegna þeirra á ári væri hægt að mennta 3.880 hjúkr­un­ar­fræð­inga eða 4.527 kenn­ara. Þetta er gríð­ar­lega mikið vanda­mál fyrir Breta, vegna þess að flutn­ingur kjarn­orku­vopn­anna er nán­ast ómögu­leg­ur. Segi Skotar sig úr varn­ar­sam­starfi við Bret­land munu Skotar því vera í mjög góðri samn­ings­stöðu gagn­vart gamla heims­veld­inu. Það vill enda eng­inn annar fá nokkra kjarn­orku­odda og kjarn­orkukaf­báta í garð­inn hjá sér.

Skotar hyggj­ast auk þess ganga bæði í NATO og ESB ef þeir verða sjálf­stæð­ir. Þeir eru hluti af báðum stofn­unum nú þegar og því finnst þeim eðli­legt að sjálf­stætt Skotland ætti að geta fengið aðild til­tölu­lega auð­veld­lega. Það á eftir að koma í ljós þegar á reynir hvort það verði raun­in.

Allir á fullu í áróðr­inumÁr­angur sjálf­stæð­is­sinna á und­an­förnum vikum hefur sett Bret­land á hlið­ina. Allskyns aðilar sem tóku ekki þátt í bar­átt­unni áður hafa nú opin­berað harða afstöðu. Risa­stór fyr­ir­tæki með höf­uð­stöðvar í Skotlandi, eins og Royal Bank of Scotland og Lloyfs bank­inn, hafa sagt að þau muni flytja höf­uð­stöðvar sínar til Eng­lands ef sjálf­stæði verði ofan á.

Helstu leið­togar breskra stjórn­mála, sem dags dag­lega eru svarnir póli­tískir óvin­ir, hafa tekið höndum saman og túrað Skotland und­an­farna daga, í þeirri við­leitni að sann­færa, og jafn­vel hræða, Skota til þess að kjósa gegn sjálf­stæði. David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Íhalds­flokks­ins, hefur gengið lengst í hræðslu­á­róðr­in­um. Hann hefur til dæmis varað Skota við því að við­skiln­að­ur­inn yrði afar sárs­auka­fullur fjár­hags­lega.

Stóra útspilið kom síðan í byrjun þess­arar viku þegar opið bréf var birt í fjöl­miðlum frá Camer­on, Ed Mili­band,­for­manni Verka­manna­flokks­ins, og Nick Clegg, for­manni Frjáls­lyndra demókrata,þar sem þeir strengja þess heit að skoska þingið fái meiri völd á næstu árum kjósi Skotar gegn sjálf­stæði. Á meðal nýrra valda verði aukin tæki­færi til að afla tekna og yfir­ráð yfir heil­brigð­is­mál­um.

Útspilið hefur gert allt vit­laust bæði hjá sjálf­stæð­is­sinn­um, sem líta á það sem örvænt­inga­fulla til­raun til að snúa þeirri bylgju kjós­enda sem flykkst hefur yfir til þeirra á und­an­förnum vik­um. Í breska þing­inu hefur þess­ari heit­streng­ingu, sem er kölluð „The Vow“, heldur ekki verið tekið fang­andi. Mýmargir þing­menn úr ýmsum flokkum hafa bent á að leið­togar flokk­anna hafi ekk­ert vald til að lofa slíkum völd­um. Ein­ungis breska þingið geti veitt þau. Þess utan séu kosn­ingar í Bret­landi á næsta ári og ólík­legt sé að fleiri en í besta falli einn leið­tog­anna þriggja muni lifa þær af. Þess vegna séu þeir að lofa ein­hverju sem þeir hafi hvorki heim­ild né getu til að standa við.

Fergu­son, Conn­ery og BjörkFræga fólkið hefur ekki látið sitt eftir liggja í bar­átt­unni. Und­an­farið hafa sam­bands­sinnar dregið fólk eins og David Beck­ham og nú síð­ast Sir Alex Fergu­son á flot til að biðla til Skota um að segja nei. Hinum megin er Sean Conn­ery og indi­e-popp­stjörnum á borð við Mogwai og Franz Ferdin­and flaggað eins og lukku­dýrum sjálf­stæð­is­bar­átt­unn­ar.

Ýmsir alþjóð­legir lista­menn hafa ekki látið sitt eftir liggja. Björk Guð­munds­dóttir er einn þeirra. Hún lýsti yfir stuðn­ingi við sjálf­stæði Skota á sam­fé­lags­miðlum í gær og deildi með lagi sínu „Declare Independence“.

Sam­bandið við Bret­land verður aldrei samtHvernig sem fer þegar talið verður upp úr kjör­köss­unum í kvöld þá er ljóst að bar­áttan fyrir sjálf­stæði mun breyta stjórn­ar­háttum í Skotlandi um ókomna fram­tíð. Það sem fáum datt í hug að væri raun­hæfur mögu­leiki, að Skotar myndu kjosa með sjálf­stæði, er nú svo nálægt því að vera stað­reynd að sam­band þjóð­ar­innar við Bret­land verður aldrei samt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None