Hagfræðingar sagðir ofmetnir og plássfrekir

wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Á allra síð­ustu árum hefur orðið „hag­fræð­ing­ur“ komið fyrir í einni af hverjum hund­rað greinum banda­ríska dag­blaðs­ins The New York Times. Sem við­mæl­endur og álits­gjafar tróna þeir á toppnum og kom­ast mun oftar í frétt­irnar heldur en sagn­fræð­ing­ar, sál­fræð­ingar og félags­fræð­ing­ar. Það eru þær algengu starfs­stéttir sem koma næst á eftir hag­fræð­ingum í greinum blaðs­ins.

Á vef­síðu NY Times stendur nú yfir umræða um hvort hag­fræð­ingar séu ofmetnir. Sagt er að grein­ing efna­hags­lífs­ins sé vissu­lega afar mik­il­væg bæði í stjórn­málum og rök­ræð­um. „En í ljósi lélegrar afreks­skrár stétt­ar­innar þegar kemur að spám og skipu­lagn­ingu, þá má spyrja hvort vægi hag­fræð­inga sé of mik­ið,“ er sagt í inn­gangi umræð­unn­ar.

Auglýsing

Eiga að útskýra og greina en ekki spá

Peter Blair Hen­ry, for­seti við­skipta­deildar New York háskóla, telur að mik­il­vægi hag­fræð­inga hafi aldrei verið meira en í dag, þrátt fyrir að þeim hafi flestum mis­tek­ist að spá fyrir um fjár­málakrís­una 2008. Við­horf hans kemur ef til ekki á óvart en hann er sjálfur hag­fræð­ing­ur.Henry er þó gagn­rýnin á hag­fræð­i­stétt­ina og telur marga innan hennar hafa fátt fram að færa annað en háreysti. „Með því að reyna að tíma­setja efna­hags­bólur og hvenær þær springa, á sama hátt og veð­ur­fræð­ingar spá fyrir um veðrið, þá hafa nokkrir hag­fræð­ingar skapað óraun­hæfar vænt­ingar um hvað þeir geta og ættu að ger­a,“ segir Henry.Hann telur hag­fræð­ina nýt­ast best þegar tæki hennar eru notuð til þess að líta með hóg­værð fram á veg­inn, fyrst og fremst með því að rýna í sögu­lega þróun og gögn. Hag­fræð­ingar eigi því að haga sér meira eins og sagn­fræð­ingar en ekki spá nákvæm­lega fyrir um breyt­ingar til skamms tíma.

Hag­fræð­ingar fá einn á bauk­inn

Félags­fræð­i-­pró­fessor og dokt­or­snemi í félags­fræðum við Harvar­d-há­skóla, þeir Orlando Patt­er­son og Ethan Fosse, gefa hag­fræð­ingum einn á bauk­inn í grein sinni á umræðu­svæð­inu. Þeir segja Nóbels­verð­launin í hag­fræði ekki vera Nóbels­verð­laun heldur ein­ungis „Hag­fræði­verð­laun sænska rík­is­bank­ans til minn­ingar Alfreðs Nobels“. Þeir rifja upp ýmis glappa­skot hag­fræð­inga og benda á að flestum Banda­ríkja­mönnum þykir hag­fræði engin vís­indi við hlið t.d. lækn­is­fræði eða verk­fræði.„Sá árlegi helgi­siður að hag­fræð­ingar veiti sjálfum sér „Nóbels­verð­laun í hag­fræði“ sýn­ist kannski mjög akademískt, en ömur­legar afleið­ingar þess að gefa hug­myndum og stefnum hag­fræð­inga of mikið vægi er of mik­il­vægt til að hægt sé að hunsa,“ segja þeir í lok grein­ar­inn­ar.Umræður  New York Times um hvort hag­fræð­ingar séu ofmetnir má lesa hér.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 12. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None