Hagkvæmast að reisa margra milljarða sorpbrennslustöð í Álfsnesi

Urðun almenns sorps verður hætt í Álfsnesi árið 2023. Brennsla er talin betri kostur og hagkvæmast væri að staðsetja slíka stöð í Álfsnesi. Kostnaður við bygginguna yrði á bilinu 20-35 milljarðar.

Gríðarlegt magn af almennu sorpi er fargað með urðun í Álfsnesi.
Gríðarlegt magn af almennu sorpi er fargað með urðun í Álfsnesi.
Auglýsing

Hag­kvæm­ast væri að byggja brennslu­stöð fyrir almennt sorp í Álfs­nesi að mati starfs­hóps um fram­tíð­ar­lausnir fyrir brenn­an­legan úrgang. Talið er að verk­efnið muni kosta um 27 millj­arða króna. Urð­un­ar­stað Sorpu í Álfs­nesi verður lokað árið 2023. Allri urðun verður því hætt eftir tvö ár í mesta lagi. Mörg ár tekur að reisa brennslu­stöð, hvar sem henni verður að lokum fund­inn stað­ur, og flytja verður almennt sorp út til förg­unar í milli­tíð­inni.

Auglýsing

Skýrsla starfs­hóps um for­verk­efni til und­ir­bún­ings að inn­leið­ingu fram­tíð­ar­lausnar til með­höndl­unar á brenn­an­legum úrgangi í stað urð­unar var kynnt í dag. Að verk­efn­inu standa í sam­ein­ingu Kalka sorp­eyð­ing­ar­stöð sf., SORPA bs., Sorp­stöð Suð­ur­lands bs., Sorp­urðun Vest­ur­lands hf. og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið. Til­gangur verk­efnis er að skoða hvers konar brennslu­stöð þyrfti að byggja til að brenna þetta efni og vinna úr því orku.

Í skýrsl­unni kemur fram að brennsla á úrgangi sé álitin betri kostur við með­höndlun úrgangs en urð­un. Þetta eigi meðal ann­ars við um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda við með­höndlun úrgangs. Útflutn­ingur á brenn­an­legum úrgangi er sem stendur fær en stefnu­breyt­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins leiða af sér að miklar líkur eru á að sá far­vegur lok­ist á næstu árum.

Not­ast verður við bestu fáan­legu tækni í brennslu og hreinsun á afgasi. Gert er ráð fyrir einni vinnslu­línu sem afkastar rúm­lega 16 tonnum á klukku­stund. Í skýrsl­unni er bent á að nýlegar hátækni­úr­gangs­brennslur séu oft nálægt íbúa­byggð og að engar rann­sóknir hafi komið fram sem sýni fram á skað­leg áhrif af rekstri þeirra á heilsu fólks eða líf­ríki.

Helstu stærðir og tölur úr skýrslu starfshópsins.

Sorp­brennslan yrði reist á suð­vest­ur­horni lands­ins þar sem meira en 80 pró­sent af úrgang­inum falla til. Gert er ráð fyrir að árið 2030 muni falla til á Íslandi allt að 130 þús­und tonn af almennu sorpi sem er brenn­an­legt. Brennslu­stöðin sem reist verður þarf að hafa slíka afkasta­getu þótt áætl­anir geri einnig ráð fyrir að með bættri flokkun og end­ur­vinnslu muni draga úr almennu sorpi, þessu sem fólk hendir í gráu tunn­urn­ar. Liður í því er að fólk fari að flokka sér­stak­lega líf­rænan úrgang sem úr verður svo hægt að fram­leiða moltu til jarð­vegs­gerð­ar. Áætlað er að vinnslan í brennslu­stöð­inni muni skila 10 MW af raf­orku og 28 MW af varma.

Til að setja þetta magn, 130 þús­und tonn af almennu sorpi, í sam­hengi má nefna að bíll af gerð­inni Toyota Auris, sem er frekar hefð­bund­inn fólks­bíll, er í kringum 1.200 kíló. Þyngd almenna sorps­ins sem falla mun til nemur því rúm­lega 108 þús­und slíkum bílum á ári. Magnið jafn­ast einnig á við um 23 pró­sent þyngdar alls bíla­flota lands­ins.

Fimm staðir skoð­aðir

Starfs­hóp­ur­inn skoð­aði stað­ar­val frá ýmsum sjón­ar­horn­um. Til grund­vallar voru lagðir fimm staðir sem til­greindir voru í skýrslu sem gerð var fyrir umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið 2020. Þetta eru Helgu­vík, Álfs­nes, Straums­vík, Þor­láks­höfn og Grund­ar­tangi.

Á grunni flutn­inga­hag­kvæmni liggur bein­ast við að stað­setja vinnsl­una í Álfs­nesi að mati starfs­hóps­ins og auka­legur kostn­aður á ári hverju við að stað­setja hana á öðrum stað er frá 23 (Straums­vík) og upp í 73 millj­ónir króna (Helgu­vík og Þor­láks­höfn).

Stað­ar­valið byggir á fleiri þáttum en hag­ræn­um. Auk kostn­aðar við flutn­inga má nefna sölu­mögu­leika á orku, jákvæða afstöðu sam­fé­lags­ins, að nægt land­rými sé til upp­bygg­ingar og hæfi­lega fjar­lægð frá íbúa­byggð. Einnig að gott aðgengi sé að vinnu­afli, að mögu­leikar séu til staðar á föngun CO2 og að ekki sé mikil hætta á nátt­úru­vá.

Blandaður úrgangur til	urðunar hjá SORPU bs. árið 2019.

Nið­ur­staðan er að Álfs­nes sé hag­stæð­asti kost­ur­inn þegar litið er til þess­ara þátta, lítið eitt hag­stæð­ari en Helgu­vík og Straums­vík. Mat hóps­ins leiddi í ljós að bygg­ing hátækni­brennsl­unnar í Álfs­nesi myndi fela í sér minnstan rekstr­ar­kostnað þar sem kostn­aður við flutn­ing úrgangs til stöðv­ar­innar væri lægst­ur.

Kostar 20-35 millj­arða

Stofn­kostn­aður hefur verið met­inn með grófum hætti, sem og rekstr­ar­kostn­að­ur. Kostn­aður við bygg­ingu brennsl­unnar er áætl­aður á bil­inu 20 – 35 millj­arðar króna.

Fyrir liggur að hlið­gjöldin munu ráð­ast fyrst og fremst af því eign­ar­formi sem verður fyrir val­inu. Verði brennslan alfarið í opin­berri eigu er lík­legt að hlið­gjald þyrfti að vera 20 krónur á kíló en verði hún alfarið í einka­eigu er lík­legt að hlið­gjald yrði 40 krón­ur, segir í skýrsl­unni.

Í næsta áfanga verk­efn­is­ins þarf að stofna félag sem fær það hlut­verk að halda áfram und­ir­bún­ings­vinnu og þróa ítar­lega við­skipta­á­ætlun um verk­efn­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent