Hagkvæmast að reisa margra milljarða sorpbrennslustöð í Álfsnesi

Urðun almenns sorps verður hætt í Álfsnesi árið 2023. Brennsla er talin betri kostur og hagkvæmast væri að staðsetja slíka stöð í Álfsnesi. Kostnaður við bygginguna yrði á bilinu 20-35 milljarðar.

Gríðarlegt magn af almennu sorpi er fargað með urðun í Álfsnesi.
Gríðarlegt magn af almennu sorpi er fargað með urðun í Álfsnesi.
Auglýsing

Hag­kvæm­ast væri að byggja brennslu­stöð fyrir almennt sorp í Álfs­nesi að mati starfs­hóps um fram­tíð­ar­lausnir fyrir brenn­an­legan úrgang. Talið er að verk­efnið muni kosta um 27 millj­arða króna. Urð­un­ar­stað Sorpu í Álfs­nesi verður lokað árið 2023. Allri urðun verður því hætt eftir tvö ár í mesta lagi. Mörg ár tekur að reisa brennslu­stöð, hvar sem henni verður að lokum fund­inn stað­ur, og flytja verður almennt sorp út til förg­unar í milli­tíð­inni.

Auglýsing

Skýrsla starfs­hóps um for­verk­efni til und­ir­bún­ings að inn­leið­ingu fram­tíð­ar­lausnar til með­höndl­unar á brenn­an­legum úrgangi í stað urð­unar var kynnt í dag. Að verk­efn­inu standa í sam­ein­ingu Kalka sorp­eyð­ing­ar­stöð sf., SORPA bs., Sorp­stöð Suð­ur­lands bs., Sorp­urðun Vest­ur­lands hf. og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið. Til­gangur verk­efnis er að skoða hvers konar brennslu­stöð þyrfti að byggja til að brenna þetta efni og vinna úr því orku.

Í skýrsl­unni kemur fram að brennsla á úrgangi sé álitin betri kostur við með­höndlun úrgangs en urð­un. Þetta eigi meðal ann­ars við um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda við með­höndlun úrgangs. Útflutn­ingur á brenn­an­legum úrgangi er sem stendur fær en stefnu­breyt­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins leiða af sér að miklar líkur eru á að sá far­vegur lok­ist á næstu árum.

Not­ast verður við bestu fáan­legu tækni í brennslu og hreinsun á afgasi. Gert er ráð fyrir einni vinnslu­línu sem afkastar rúm­lega 16 tonnum á klukku­stund. Í skýrsl­unni er bent á að nýlegar hátækni­úr­gangs­brennslur séu oft nálægt íbúa­byggð og að engar rann­sóknir hafi komið fram sem sýni fram á skað­leg áhrif af rekstri þeirra á heilsu fólks eða líf­ríki.

Helstu stærðir og tölur úr skýrslu starfshópsins.

Sorp­brennslan yrði reist á suð­vest­ur­horni lands­ins þar sem meira en 80 pró­sent af úrgang­inum falla til. Gert er ráð fyrir að árið 2030 muni falla til á Íslandi allt að 130 þús­und tonn af almennu sorpi sem er brenn­an­legt. Brennslu­stöðin sem reist verður þarf að hafa slíka afkasta­getu þótt áætl­anir geri einnig ráð fyrir að með bættri flokkun og end­ur­vinnslu muni draga úr almennu sorpi, þessu sem fólk hendir í gráu tunn­urn­ar. Liður í því er að fólk fari að flokka sér­stak­lega líf­rænan úrgang sem úr verður svo hægt að fram­leiða moltu til jarð­vegs­gerð­ar. Áætlað er að vinnslan í brennslu­stöð­inni muni skila 10 MW af raf­orku og 28 MW af varma.

Til að setja þetta magn, 130 þús­und tonn af almennu sorpi, í sam­hengi má nefna að bíll af gerð­inni Toyota Auris, sem er frekar hefð­bund­inn fólks­bíll, er í kringum 1.200 kíló. Þyngd almenna sorps­ins sem falla mun til nemur því rúm­lega 108 þús­und slíkum bílum á ári. Magnið jafn­ast einnig á við um 23 pró­sent þyngdar alls bíla­flota lands­ins.

Fimm staðir skoð­aðir

Starfs­hóp­ur­inn skoð­aði stað­ar­val frá ýmsum sjón­ar­horn­um. Til grund­vallar voru lagðir fimm staðir sem til­greindir voru í skýrslu sem gerð var fyrir umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið 2020. Þetta eru Helgu­vík, Álfs­nes, Straums­vík, Þor­láks­höfn og Grund­ar­tangi.

Á grunni flutn­inga­hag­kvæmni liggur bein­ast við að stað­setja vinnsl­una í Álfs­nesi að mati starfs­hóps­ins og auka­legur kostn­aður á ári hverju við að stað­setja hana á öðrum stað er frá 23 (Straums­vík) og upp í 73 millj­ónir króna (Helgu­vík og Þor­láks­höfn).

Stað­ar­valið byggir á fleiri þáttum en hag­ræn­um. Auk kostn­aðar við flutn­inga má nefna sölu­mögu­leika á orku, jákvæða afstöðu sam­fé­lags­ins, að nægt land­rými sé til upp­bygg­ingar og hæfi­lega fjar­lægð frá íbúa­byggð. Einnig að gott aðgengi sé að vinnu­afli, að mögu­leikar séu til staðar á föngun CO2 og að ekki sé mikil hætta á nátt­úru­vá.

Blandaður úrgangur til	urðunar hjá SORPU bs. árið 2019.

Nið­ur­staðan er að Álfs­nes sé hag­stæð­asti kost­ur­inn þegar litið er til þess­ara þátta, lítið eitt hag­stæð­ari en Helgu­vík og Straums­vík. Mat hóps­ins leiddi í ljós að bygg­ing hátækni­brennsl­unnar í Álfs­nesi myndi fela í sér minnstan rekstr­ar­kostnað þar sem kostn­aður við flutn­ing úrgangs til stöðv­ar­innar væri lægst­ur.

Kostar 20-35 millj­arða

Stofn­kostn­aður hefur verið met­inn með grófum hætti, sem og rekstr­ar­kostn­að­ur. Kostn­aður við bygg­ingu brennsl­unnar er áætl­aður á bil­inu 20 – 35 millj­arðar króna.

Fyrir liggur að hlið­gjöldin munu ráð­ast fyrst og fremst af því eign­ar­formi sem verður fyrir val­inu. Verði brennslan alfarið í opin­berri eigu er lík­legt að hlið­gjald þyrfti að vera 20 krónur á kíló en verði hún alfarið í einka­eigu er lík­legt að hlið­gjald yrði 40 krón­ur, segir í skýrsl­unni.

Í næsta áfanga verk­efn­is­ins þarf að stofna félag sem fær það hlut­verk að halda áfram und­ir­bún­ings­vinnu og þróa ítar­lega við­skipta­á­ætlun um verk­efn­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent