Hagnaður sjávarútvegs þrefaldaðist milli ára en afkoma tæknifyrirtækja breyttist lítið

Tekjur íslenska viðskiptahagkerfisins, án fjármálastarfsemi og lyfjaframleiðslu, jukust um 18 prósent í fyrra og langt umfram verðbólgu, sem var 5,1 prósent. Það er þriðja mestu aukningu á tekjum hagkerfisins síðan árið 2002.

Hagnaður í sjávarútvegi var 89 milljarðar króna í fyrra.
Hagnaður í sjávarútvegi var 89 milljarðar króna í fyrra.
Auglýsing

Heild­ar­tekjur í við­skipta­hag­kerf­inu, án fjár­mála­starf­semi og lyfja­fram­leiðslu, juk­ust um 18 pró­sent á milli 2020 og 2021 og voru 5.071 millj­arðar króna í fyrra. Um er að ræða þriðju mestu aukn­ingu á tekjum hag­kerf­is­ins síðan árið 2002. Tekj­urnar hafa aldrei verið jafn miklar í krónum talið og þær voru vel umfram verð­bólgu, sem mæld­ist 5,1 pró­sent í fyrra. Afkoman í við­skipta­hag­kerf­inu í heild var jákvæð um 674 millj­arða króna, sem var 500 millj­örðum krónum betri afkoma en árið áður. 

Þetta kemur fram í tölum sem Hag­stofa Íslands birti í síð­ustu viku. Rekstr­ar- og efna­hags­reikn­ing­arnir eru unnir úr skatt­fram­tölum rekstr­ar­að­ila og telja tæp­lega 35 þús­und aðila árið 2021 með um 114 þús­und laun­þega. Í til­kynn­ingu Hag­stof­unnar er tekið fram að tölur fyrir árið 2021 séu bráða­birgða­tölur og að þær verði  upp­færðar við næstu útgáfu. Gögnin inni­halda ein­göngu þá aðila sem skilað hafa skatt­fram­tali.

Þeir geirar sem eru und­an­skildir í úttekt Hag­stof­unnar áttu líka gott ár í fyrra. Allir stóru bank­­­arnir þrír; Lands­­bank­inn, Arion banki og Íslands­­­banki, högn­uð­ust til að mynda sam­an­lagt um 81,2 millj­­­arðar króna í fyrra. Það er um 170 pró­­sent meiri hagn­aður en þeir skil­uðu árið 2020.

Fast­eigna­við­skipti skil­uðu mestum hagn­aði

Sá geiri sem skil­aði mestum hagn­aði var fast­eigna­mark­að­ur­inn. Hagn­aður af fast­eigna­við­skiptum í fyrra var 178 millj­arðar króna, enda hækk­aði hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 18,4 pró­sent á árinu 2021. Sú þróun hefur haldið áfram á þessu ári og á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins 2022 hækk­aði verðið um 18,5 pró­sent. Því má búast við enn meiri hagn­aði af fast­eigna­við­skiptum í ár en á síð­asta ári. Hagn­aður vegna fast­eigna­við­skipta var hins vegar tvö­faldur hagn­aður þess geira sem var með næst mestar heild­ar­tekjur sam­kvæmt úttekt Hag­stof­unn­ar. 

Auglýsing
Alls áttu 71 ein­stak­l­ingar og 382 lög­­að­ilar sex íbúð­ir eða fleiri, 155 ein­stak­l­ingar og 101 lög­­að­ilar áttu fimm íbúðir og 579 ein­stak­l­ingar og 165 lög­­að­ilar áttu fjórar íbúð­ir í lok síð­asta árs. Fjöldi þeirra ein­stak­l­inga sem átti þrjár íbúðir var 2.974 og fjöldi lög­­að­ila sem áttu sama magn íbúða var 285. Þá áttu 16.501 ein­stak­l­ingur og 688 lög­­að­ilar tvær íbúð­­ir. 

Það sem af er árinu 2022 hefur fjöldi þeirra íbúða sem eru í eigu aðila sem eiga fleiri en eina slíka auk­ist um 735, og hlut­­­falls­­­lega um 0,2 pró­­­sent­u­­­stig af heild­­ar­­í­­­búð­­­ar­­­eign. Nú eru 14,6 pró­­­sent allra íbúða í eigu ein­hverra sem eiga fleiri en eina íbúð. Ef farið er 15 ár aftur í tím­ann, til árs­ins 2006, þá var það hlut­­­fall 10,6 pró­­­sent og fyrir árið 2003 var það ætið undir tveggja stafa tölu, allt niður í 8,1 pró­­­sent árið 1994.

Hagn­aður í sjáv­ar­út­vegi þre­fald­að­ist

Í tölum Hag­stof­unnar kemur fram að tekjur sjáv­ar­út­vegs hafi auk­ist um 12 pró­sent milli ára og verið 419 millj­arðar króna. Hagn­að­ur­inn í grein­inni þre­fald­að­ist milli ára og var 89 millj­arðar króna. Engin grein utan fast­eigna­við­skipta skil­aði meiri hagn­aði en sjáv­ar­út­vegur á síð­asta ári. Í til­kynn­ingu Hag­stof­unnar segir að aukn­ing­una megi „helst rekja til almennra fram­fara í rekstri; auk­inna tekna sam­fara hlut­falls­lega lægri kostn­aði, jákvæðrar afkomu af fjár­magnsliðum og bættrar afkomu dótt­ur­fé­laga.“

Laun­þegum í sjáv­ar­út­vegi fækk­aði um eitt pró­sent á árinu 2021 en laun hækk­uðu um átta pró­sent, eða hlut­falls­lega mun minna en hagn­aður geirans milli ára. Þá lækk­uðu lang­tíma­skuldir í hlut­falli af eigin fé um fimm pró­sentu­stig sem þýðir að fjár­magns­kostn­aður dróst umtals­vert sam­an. Til við­bótar má nefna að stórir aðilar í sjáv­ar­út­vegi fjár­magna sig að stóru leyti ann­ars staðar en á Íslandi og í öðrum mynt­um, á mun betri kjörum en bjóð­ast hér­lend­is. Þeir gera auk þess upp í helstu við­skipta­myntum sínum en greiða starfs­fólki að uppi­stöðu laun í íslenskum krón­um. 

Ekki stökk í afkomu tækni­t­engdra fyr­ir­tækja

Sér­stak­lega er vakin athygli á því í umfjöllun Hag­stof­unnar að, ólíkt því sem þekkt­ist sums staðar erlend­is, sást ekki mikið stökk í afkomu tækni­t­engdra greina þótt tekj­urnar hafi auk­ist jafnt og þétt í gegnum far­ald­ur­inn frá 2019 til 2021. Tækni- og hug­verka­iðn­að­ur, sem var þriðja stærsta atvinnu­grein á Íslandi, skil­aði 55 millj­arða króna hagn­aði og átta pró­sent vexti í tekjum árið 2021. Hátækni­þjón­usta og upp­lýs­inga­tækni og fjar­skipti voru á svip­uðu reiki með um 27 millj­arða króna hagnað hvor og um 10 pró­sent vöxt í tekj­um. „Af­komu­aukn­ing­una mátti helst rekja til kostn­að­ar­hag­kvæmni en launa­kostn­aður hækk­aði minna hjá tækni­grein­unum en í við­skipta­hag­kerf­inu í heild sinni auk þess sem fjöldi laun­þega var lítið breytt­ur. Efna­hags­staða hátækni­þjón­ustu breytt­ist lítið en í tækni- og hug­verka­iðn­aði og upp­lýs­inga­tækni og fjar­skiptum juk­ust skuldir umfram eigið fé um 11 pró­sent  ann­ars vegar og 4 prósent hins vegar á milli ára.“

Mikil áhersla hefur verið á að styðja við tækni- og hug­verka­iðnað á Íslandi á und­an­förnum árum. Áætl­­­aðir árlegir styrkir úr rík­is­sjóði til nýsköp­un­­­ar­­­fyr­ir­tækja vegna rann­sókna og þró­unar hafa farið úr 1,3 millj­­­arði króna í 13,8 millj­­­arða króna á átta árum.

Ferða­þjón­ustan fimmta stærsta greinin

Í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum var mikil áhersla lögð á efna­hags­að­gerðir til að halda ferða­þjón­ust­unni lif­andi og í þeim ham að hún gæti tekið hratt við sér þegar losn­aði um ferða­tak­mark­an­ir. Það hvernig til tókst mun að mestu koma fram á þessu ári, 2022.

Í fyrra skil­uðu hins vegar ein­kenn­andi greinar ferða­þjón­ustu tapi upp á tæp­lega 3,6 millj­arða króna, sem að miklu leyti mátti rekja til bágrar afkomu í flug­rekstri. Icelandair Group, stærsta flug­fé­lag lands­ins, tap­aði þannig 13,6 millj­örðum króna í fyrra og PLAY tap­aði 2,9 millj­örðum króna. 

Þetta var þó tölu­verður við­snún­ingur frá fyrra ári en tap ferða­þjón­ust­unnar nam þá um 89 millj­örðum króna. 

Þrátt fyrir hlut­falls­lega mikla tekju­aukn­ingu hjá ferða­þjón­ust­unni gætti áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins enn og var greinin ein­ungis sú fimmta stærsta árið 2021 eftir að hafa verið næst stærst 2019. Heild- og smá­sölu­versl­un, tækni- og hug­verka­iðn­aður og sjáv­ar­út­vegur voru allar stærri sé miðað við heild­ar­tekjur árs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent