Í okkar litla en dásamlega landi er oft skondið að fylgjast með hagsmunabaráttunni. Hún er einna sýnilegust á landsfundum stjórnmálaflokkanna. Þá eru engin tjöld til að fela sig bak við og fólk getur fylgst með, og metið hvað sé á seyði. Það er hollt fyrir stjórnmálaflokkanna að gefa öllum sem vilja innsýn í grasrótarstarfið og sjá hvernig málefnabaráttan fer fram.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sást hagsmunabaráttan vel, þegar umræður fóru fram um afnám tolla á landbúnaðarvörum og hvort samkeppnislög ættu að gilda um landbúnað eins og aðra atvinnuvegi. Tillaga efnahags- og viðskiptanefndar flokksins var á þá leið að fella ætti niður alla innflutningstolla á næstu fjórum árum, og endurskoða búvörulög frá grunni.
Sá sem setti sig einna harðast upp á móti róttækum breytingartillögum var landsfundarfulltrúinn Ari Edwald. Hann fann þessu allt til forráttu, og sagði að íslenskur landbúnaður gæti ekki staðist svo róttækar breytingar, eins og boðaðar væru í tillögunni. Svo fór að lokum að fallið var frá orðalaginu, um að fella ætti niður alla innflutningstolla á næstu fjórum árum.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sást hagsmunabaráttan vel, þegar umræður fóru fram um afnám tolla á landbúnaðarvörum og hvort samkeppnislög ættu að gilda um landbúnað eins og aðra atvinnuvegi. Tillaga efnahags- og viðskiptanefndar flokksins var á þá leið að fella ætti niður alla innflutningstolla á næstu fjórum árum, og endurskoða búvörulög frá grunni.
Sá sem setti sig einna harðast upp á móti róttækum breytingartillögum var landsfundarfulltrúinn Ari Edwald. Hann fann þessu allt til forráttu, og sagði að íslenskur landbúnaður gæti ekki staðist svo róttækar breytingar, eins og boðaðar væru í tillögunni. Svo fór að lokum að fallið var frá orðalaginu, um að fella ætti niður alla innflutningstolla á næstu fjórum árum.
Það er ekki oft sem maður sér jafn tæra hagsmunabaráttu hjá fyrirtækjum, inn í hinu pólitíska starfi miðju, eins og átti við í þessum rökræðum. Ari Edwald er forstjóri Mjólkursamsölunnar, MS, sem hræðist frjálsræði á markaði með landbúnaðarvörur óskaplega og hefur alltaf gert. En hann náði að hafa áhrif til góðs fyrir sitt fyrirtæki, og getur því andað léttar.