Tíu mikilvægustu hlutirnir í heiminum í dag

Business Insider tekur saman lista yfir mikilvægustu heimsfréttir dagsins í dag. Átök Austurs og Vesturs, forsetakjör og áætlanir um flæði flóttafólks.

Lögreglan í Köln í Þýskalandi þurfti að beita vatnsbyssum til að stöðva slagsmál milli róttæklinga og  útlendingahaturshóps.
Lögreglan í Köln í Þýskalandi þurfti að beita vatnsbyssum til að stöðva slagsmál milli róttæklinga og útlendingahaturshóps.
Auglýsing

1  Hægri­flokk­ur­inn Lög og regla vann mik­inn meiri­hluta í Pól­landi undir for­ystu Jaros­law Kaczynski. Sá er and­stæð­ingur aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu. Flokk­ur­inn fékk 242 þing­menn kjörna af 460.

2  Hvala­skoð­un­ar­bátur sökk undan vest­ur­strönd Kanada á sunnu­dag. Fjórir af 27 far­þegum um borð eru látnir en fimm aðrir voru fluttir á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar. Firð­irnir á vest­ur­strönd Kanada eru vin­sælir hvala­skoð­un­ar­stað­ir.

Auglýsing

3  Haldin verður önnur umferð for­seta­kosn­inga í Argent­ínu 22. nóv­em­ber því hvorki Daniel Sci­oli né Mauricio Macri hlutu nægi­lega mörg atkvæði til að ná kjöri. For­seti Argent­ínu hefur aldrei áður verið kjör­inn í ann­ari umferð kosn­inga. Fram­bjóð­andi þarf 45 pró­sent atkvæða í fyrstu umferð til að ná kjöri.

Tony Blair og George Bush leiddu þjóðir sínar í stríð í Írak.

4  Tony Blair hefur sagt að það sé „vottur af sann­leika“ í því að stríðið í Írak hafi stuðlað að risi Íslamska rík­is­ins. Þetta lét hann hafa eftir sér í við­tali við banda­rísku sjón­varp­stöð­ina CNN en seg­ist ekki sjá eftir því að Saddam Hussein hafi verið ruddur frá völd­um.

5  Evr­ópu­sam­bandið og ríkin á Balkanskaga hafa sam­þykkt áætlun sem miðar að stjórnun flæðis flótta­fólks um Balkanskaga á leið sinni frá Grikk­landi til Þýska­lands. Meðal ann­ars verða sett upp 100 þús­und mót­töku­skýli á leið­inni.

6  Jimmy Mora­les, fyrr­ver­andi sjón­varps­spaug­fugl, er for­seti Gvatemala eftir að hafa unnið fyrrum for­seta­frúnna Söndru Torres í seinni umferð for­seta­kosn­inga þar í landi. Mora­les hefur enga reynslu af stjórn­mál­um.

7  Banda­ríkja­stjórn hefur áhyggjur af umferð rúss­neskra kaf­báta og njósn­a­skipa nærri sæstrengjum sem bera megnið af Inter­net­sam­skiptum heims­ins. Vest­an­hafs er talið að Rússar ætli sér að rjúfa streng­ina komi til átaka.

Rússneskir kafbátar hafa sést umhverfis helstu internetkapla heimsins. Kaplarnir bera saman um 95 prósent af vefumferð heimsins.

8  Leið­togar Komm­ún­ista­flokks Kína hófu fjög­urra daga ráð­stefnu í dag þar sem mark­mið næstu fimm ára verða rædd og ákveð­in. Þetta er í 13. sinn sem slíkt þing er haldið síðan Alþýðu­lýð­veldið Kína var stofnað árið 1949.

 Há­skól­inn í Witwa­ters­rand í Suð­ur­-Afr­íku verður ekki opn­aður í dag því mót­mæli stúd­enta þar í landi halda áfram. Stúd­ent­arnir eru óánægðir með áform stjórn­valda um að hækka náms­gjöld. Mót­mælin halda áfram þrátt fyrir að Jacob Zuma, for­seti Suð­ur­-Afr­íku, hafi lofað að hækka skóla­gjöldin ekki á næsta ári.

10  Lög­reglan í Köln þurfti að beita vatns­byssum til að stöðva slags­mál milli þús­und rótækra vinstri­manna og hund­ruð stuðn­ings­manna útlend­inga­hat­urs­hóps­ins „Spell­virkjar gegn Sala­fist­um“ (e. Hoolig­ans Aga­inst Sala­fists). Hóp­ur­inn vill halda flótta­mönnum utan Þýska­lands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None