Tíu mikilvægustu hlutirnir í heiminum í dag

Business Insider tekur saman lista yfir mikilvægustu heimsfréttir dagsins í dag. Átök Austurs og Vesturs, forsetakjör og áætlanir um flæði flóttafólks.

Lögreglan í Köln í Þýskalandi þurfti að beita vatnsbyssum til að stöðva slagsmál milli róttæklinga og  útlendingahaturshóps.
Lögreglan í Köln í Þýskalandi þurfti að beita vatnsbyssum til að stöðva slagsmál milli róttæklinga og útlendingahaturshóps.
Auglýsing

1  Hægri­flokk­ur­inn Lög og regla vann mik­inn meiri­hluta í Pól­landi undir for­ystu Jaros­law Kaczynski. Sá er and­stæð­ingur aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu. Flokk­ur­inn fékk 242 þing­menn kjörna af 460.

2  Hvala­skoð­un­ar­bátur sökk undan vest­ur­strönd Kanada á sunnu­dag. Fjórir af 27 far­þegum um borð eru látnir en fimm aðrir voru fluttir á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar. Firð­irnir á vest­ur­strönd Kanada eru vin­sælir hvala­skoð­un­ar­stað­ir.

Auglýsing

3  Haldin verður önnur umferð for­seta­kosn­inga í Argent­ínu 22. nóv­em­ber því hvorki Daniel Sci­oli né Mauricio Macri hlutu nægi­lega mörg atkvæði til að ná kjöri. For­seti Argent­ínu hefur aldrei áður verið kjör­inn í ann­ari umferð kosn­inga. Fram­bjóð­andi þarf 45 pró­sent atkvæða í fyrstu umferð til að ná kjöri.

Tony Blair og George Bush leiddu þjóðir sínar í stríð í Írak.

4  Tony Blair hefur sagt að það sé „vottur af sann­leika“ í því að stríðið í Írak hafi stuðlað að risi Íslamska rík­is­ins. Þetta lét hann hafa eftir sér í við­tali við banda­rísku sjón­varp­stöð­ina CNN en seg­ist ekki sjá eftir því að Saddam Hussein hafi verið ruddur frá völd­um.

5  Evr­ópu­sam­bandið og ríkin á Balkanskaga hafa sam­þykkt áætlun sem miðar að stjórnun flæðis flótta­fólks um Balkanskaga á leið sinni frá Grikk­landi til Þýska­lands. Meðal ann­ars verða sett upp 100 þús­und mót­töku­skýli á leið­inni.

6  Jimmy Mora­les, fyrr­ver­andi sjón­varps­spaug­fugl, er for­seti Gvatemala eftir að hafa unnið fyrrum for­seta­frúnna Söndru Torres í seinni umferð for­seta­kosn­inga þar í landi. Mora­les hefur enga reynslu af stjórn­mál­um.

7  Banda­ríkja­stjórn hefur áhyggjur af umferð rúss­neskra kaf­báta og njósn­a­skipa nærri sæstrengjum sem bera megnið af Inter­net­sam­skiptum heims­ins. Vest­an­hafs er talið að Rússar ætli sér að rjúfa streng­ina komi til átaka.

Rússneskir kafbátar hafa sést umhverfis helstu internetkapla heimsins. Kaplarnir bera saman um 95 prósent af vefumferð heimsins.

8  Leið­togar Komm­ún­ista­flokks Kína hófu fjög­urra daga ráð­stefnu í dag þar sem mark­mið næstu fimm ára verða rædd og ákveð­in. Þetta er í 13. sinn sem slíkt þing er haldið síðan Alþýðu­lýð­veldið Kína var stofnað árið 1949.

 Há­skól­inn í Witwa­ters­rand í Suð­ur­-Afr­íku verður ekki opn­aður í dag því mót­mæli stúd­enta þar í landi halda áfram. Stúd­ent­arnir eru óánægðir með áform stjórn­valda um að hækka náms­gjöld. Mót­mælin halda áfram þrátt fyrir að Jacob Zuma, for­seti Suð­ur­-Afr­íku, hafi lofað að hækka skóla­gjöldin ekki á næsta ári.

10  Lög­reglan í Köln þurfti að beita vatns­byssum til að stöðva slags­mál milli þús­und rótækra vinstri­manna og hund­ruð stuðn­ings­manna útlend­inga­hat­urs­hóps­ins „Spell­virkjar gegn Sala­fist­um“ (e. Hoolig­ans Aga­inst Sala­fists). Hóp­ur­inn vill halda flótta­mönnum utan Þýska­lands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None