Tíu mikilvægustu hlutirnir í heiminum í dag

Business Insider tekur saman lista yfir mikilvægustu heimsfréttir dagsins í dag. Átök Austurs og Vesturs, forsetakjör og áætlanir um flæði flóttafólks.

Lögreglan í Köln í Þýskalandi þurfti að beita vatnsbyssum til að stöðva slagsmál milli róttæklinga og  útlendingahaturshóps.
Lögreglan í Köln í Þýskalandi þurfti að beita vatnsbyssum til að stöðva slagsmál milli róttæklinga og útlendingahaturshóps.
Auglýsing

1  Hægri­flokk­ur­inn Lög og regla vann mik­inn meiri­hluta í Pól­landi undir for­ystu Jaros­law Kaczynski. Sá er and­stæð­ingur aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu. Flokk­ur­inn fékk 242 þing­menn kjörna af 460.

2  Hvala­skoð­un­ar­bátur sökk undan vest­ur­strönd Kanada á sunnu­dag. Fjórir af 27 far­þegum um borð eru látnir en fimm aðrir voru fluttir á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar. Firð­irnir á vest­ur­strönd Kanada eru vin­sælir hvala­skoð­un­ar­stað­ir.

Auglýsing

3  Haldin verður önnur umferð for­seta­kosn­inga í Argent­ínu 22. nóv­em­ber því hvorki Daniel Sci­oli né Mauricio Macri hlutu nægi­lega mörg atkvæði til að ná kjöri. For­seti Argent­ínu hefur aldrei áður verið kjör­inn í ann­ari umferð kosn­inga. Fram­bjóð­andi þarf 45 pró­sent atkvæða í fyrstu umferð til að ná kjöri.

Tony Blair og George Bush leiddu þjóðir sínar í stríð í Írak.

4  Tony Blair hefur sagt að það sé „vottur af sann­leika“ í því að stríðið í Írak hafi stuðlað að risi Íslamska rík­is­ins. Þetta lét hann hafa eftir sér í við­tali við banda­rísku sjón­varp­stöð­ina CNN en seg­ist ekki sjá eftir því að Saddam Hussein hafi verið ruddur frá völd­um.

5  Evr­ópu­sam­bandið og ríkin á Balkanskaga hafa sam­þykkt áætlun sem miðar að stjórnun flæðis flótta­fólks um Balkanskaga á leið sinni frá Grikk­landi til Þýska­lands. Meðal ann­ars verða sett upp 100 þús­und mót­töku­skýli á leið­inni.

6  Jimmy Mora­les, fyrr­ver­andi sjón­varps­spaug­fugl, er for­seti Gvatemala eftir að hafa unnið fyrrum for­seta­frúnna Söndru Torres í seinni umferð for­seta­kosn­inga þar í landi. Mora­les hefur enga reynslu af stjórn­mál­um.

7  Banda­ríkja­stjórn hefur áhyggjur af umferð rúss­neskra kaf­báta og njósn­a­skipa nærri sæstrengjum sem bera megnið af Inter­net­sam­skiptum heims­ins. Vest­an­hafs er talið að Rússar ætli sér að rjúfa streng­ina komi til átaka.

Rússneskir kafbátar hafa sést umhverfis helstu internetkapla heimsins. Kaplarnir bera saman um 95 prósent af vefumferð heimsins.

8  Leið­togar Komm­ún­ista­flokks Kína hófu fjög­urra daga ráð­stefnu í dag þar sem mark­mið næstu fimm ára verða rædd og ákveð­in. Þetta er í 13. sinn sem slíkt þing er haldið síðan Alþýðu­lýð­veldið Kína var stofnað árið 1949.

 Há­skól­inn í Witwa­ters­rand í Suð­ur­-Afr­íku verður ekki opn­aður í dag því mót­mæli stúd­enta þar í landi halda áfram. Stúd­ent­arnir eru óánægðir með áform stjórn­valda um að hækka náms­gjöld. Mót­mælin halda áfram þrátt fyrir að Jacob Zuma, for­seti Suð­ur­-Afr­íku, hafi lofað að hækka skóla­gjöldin ekki á næsta ári.

10  Lög­reglan í Köln þurfti að beita vatns­byssum til að stöðva slags­mál milli þús­und rótækra vinstri­manna og hund­ruð stuðn­ings­manna útlend­inga­hat­urs­hóps­ins „Spell­virkjar gegn Sala­fist­um“ (e. Hoolig­ans Aga­inst Sala­fists). Hóp­ur­inn vill halda flótta­mönnum utan Þýska­lands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None