Tíu mikilvægustu hlutirnir í heiminum í dag

Business Insider tekur saman lista yfir mikilvægustu heimsfréttir dagsins í dag. Átök Austurs og Vesturs, forsetakjör og áætlanir um flæði flóttafólks.

Lögreglan í Köln í Þýskalandi þurfti að beita vatnsbyssum til að stöðva slagsmál milli róttæklinga og  útlendingahaturshóps.
Lögreglan í Köln í Þýskalandi þurfti að beita vatnsbyssum til að stöðva slagsmál milli róttæklinga og útlendingahaturshóps.
Auglýsing

1  Hægriflokkurinn Lög og regla vann mikinn meirihluta í Póllandi undir forystu Jaroslaw Kaczynski. Sá er andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu. Flokkurinn fékk 242 þingmenn kjörna af 460.

2  Hvalaskoðunarbátur sökk undan vesturströnd Kanada á sunnudag. Fjórir af 27 farþegum um borð eru látnir en fimm aðrir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Firðirnir á vesturströnd Kanada eru vinsælir hvalaskoðunarstaðir.

Auglýsing

3  Haldin verður önnur umferð forsetakosninga í Argentínu 22. nóvember því hvorki Daniel Scioli né Mauricio Macri hlutu nægilega mörg atkvæði til að ná kjöri. Forseti Argentínu hefur aldrei áður verið kjörinn í annari umferð kosninga. Frambjóðandi þarf 45 prósent atkvæða í fyrstu umferð til að ná kjöri.

Tony Blair og George Bush leiddu þjóðir sínar í stríð í Írak.

4  Tony Blair hefur sagt að það sé „vottur af sannleika“ í því að stríðið í Írak hafi stuðlað að risi Íslamska ríkisins. Þetta lét hann hafa eftir sér í viðtali við bandarísku sjónvarpstöðina CNN en segist ekki sjá eftir því að Saddam Hussein hafi verið ruddur frá völdum.

5  Evrópusambandið og ríkin á Balkanskaga hafa samþykkt áætlun sem miðar að stjórnun flæðis flóttafólks um Balkanskaga á leið sinni frá Grikklandi til Þýskalands. Meðal annars verða sett upp 100 þúsund móttökuskýli á leiðinni.

6  Jimmy Morales, fyrrverandi sjónvarpsspaugfugl, er forseti Gvatemala eftir að hafa unnið fyrrum forsetafrúnna Söndru Torres í seinni umferð forsetakosninga þar í landi. Morales hefur enga reynslu af stjórnmálum.

7  Bandaríkjastjórn hefur áhyggjur af umferð rússneskra kafbáta og njósnaskipa nærri sæstrengjum sem bera megnið af Internetsamskiptum heimsins. Vestanhafs er talið að Rússar ætli sér að rjúfa strengina komi til átaka.

Rússneskir kafbátar hafa sést umhverfis helstu internetkapla heimsins. Kaplarnir bera saman um 95 prósent af vefumferð heimsins.

8  Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hófu fjögurra daga ráðstefnu í dag þar sem markmið næstu fimm ára verða rædd og ákveðin. Þetta er í 13. sinn sem slíkt þing er haldið síðan Alþýðulýðveldið Kína var stofnað árið 1949.

 Háskólinn í Witwatersrand í Suður-Afríku verður ekki opnaður í dag því mótmæli stúdenta þar í landi halda áfram. Stúdentarnir eru óánægðir með áform stjórnvalda um að hækka námsgjöld. Mótmælin halda áfram þrátt fyrir að Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, hafi lofað að hækka skólagjöldin ekki á næsta ári.

10  Lögreglan í Köln þurfti að beita vatnsbyssum til að stöðva slagsmál milli þúsund rótækra vinstrimanna og hundruð stuðningsmanna útlendingahaturshópsins „Spellvirkjar gegn Salafistum“ (e. Hooligans Against Salafists). Hópurinn vill halda flóttamönnum utan Þýskalands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None