Íslenska karlalandsliðið í handbolta er sex mörkum undir í hálfleik, í leik gegn firnasterku liði Dana í sextán liða úrslitum HM sem fram fer í Katar. Staðan í hálfleik er 16-10, Dönum í vil. Leikurinn hófst klukkan 18:00.
Eins og í flestum leikjum íslenska landsliðsins á HM til þessa, byrjaði liðið leikinn mjög illa og danska liðið komst í 5-0 á upphafsmínútum leiksins.
Íslenska liðið skoraði ekki fyrsta markið sitt í leiknum fyrr en eftir rúmar sjö mínútur, en Danir komust í 7-1 en mestur varð munurinn þegar danskir náðu sjö marka forystu í stöðunni 14-7.
Auglýsing
Ef áfram heldur sem horfir lýkur íslenska landsliðið leik á heimsmeistaramótinu í dag.