Halla Sigrún Hjartadóttir hættir sem formaður FME í lok árs

halla-sigrun-hjartardottir.jpg
Auglýsing

Halla Sig­rún Hjart­­ar­dótt­ir, stjórn­­­ar­­for­maður Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins (FME), mun ekki óska eftir því að skipun hennar verði fram­lengd þegar hún rennur út í lok árs. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá henn­i. Halla Sig­rún hagn­að­ist um lið­lega 830 millj­­ón­ir króna þegar gengið var frá sölu á Skelj­ungi og fær­eyska olíu­­­fé­lag­inu P/​F Magn í lok árs 2013. Frá þessu var grein­t  í Morg­un­blað­inu í gær. Í blað­inu kemur enn fremur fram að Halla Sig­rún hafi neitað því að hafa átt í Skelj­ungi til þessa, en hún var skipuð for­maður stjórnar FME í des­em­ber í fyrra.

Í yfir­lýs­ing­unni segir enn­frem­ur:„Ég geri mér grein fyrir því að gerð er rík krafa til ein­stak­linga sem taka að sér störf á vegum hins opin­bera. Á það ekki síst við um  for­mennsku í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þeir sem taka að sér slík störf þurfa að þola að um þá sé fjallað og geri ég engar athuga­semdir við það. Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar við­skipti mín eru gerð tor­tryggi­leg og fræjum efa­semda sáð um heil­indi mín. Þegar við bæt­ist að fjöl­skylda mín er áreitt af frétta­mönnum get ég ekki annað en brugð­ist við."

Yfir­lýs­ing frá Höllu Sig­rúnu Hjart­ar­dóttur

Auglýsing

Af gefnu til­efni vil ég taka fram að í öllum mínum fjár­fest­ingum hef ég ávallt farið eftir gild­andi lögum og regl­um. Ég hef gætt þess að upp­lýsa alla hlut­að­eig­andi aðila um þátt­töku mína í íslensku atvinnu­lífi þegar það hefur átt við. Mér þykir miður þegar reynt er að gera þessi per­sónu­legu við­skipti mín tor­tryggi­leg, ekki síst þegar gefið er í skyn að ég hafi ekki gætt að hugs­an­legum hags­muna­á­rekstrum í störfum mínum eða jafn­vel sagt ósatt. Slíkar ásak­anir tek ég alvar­lega.

Í umfjöllun fjöl­miðla hefur því verið haldið fram að ég hafi verið hlut­hafi í Skelj­ungi og hagn­ast á sölu félags­ins seint á síð­asta ári. Þetta er ekki rétt.  Ég keypti hlut í fær­eyska olíu­fé­lag­inu P/F Magn í gegnum eign­ar­halds­fé­lagið Hedda ehf. sum­arið 2011. Íslands­banki, þar sem ég starf­aði áður, hafði ekk­ert með þessi við­skipti að gera enda var P/F Magn keypt af þrota­búi Fons eign­ar­halds­fé­lag­i. Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eig­endum Skelj­ungs. Eig­endur Skelj­ungs tóku síðar þá ákvörðun að Skelj­ungur eign­að­ist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréfum í félag­inu. Þótt bréf í Skelj­ungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau sér­eign eig­enda Skelj­ungs. Ég átti aldrei hlut í Skelj­ungi, né hafði ég nokkurn tíma fjár­hags­legan ávinn­ing af því félagi.

Ég hef kosið að ræða ekki per­sónu­leg fjár­mál við fjöl­miðla. Hins vegar hef ég ávallt upp­lýst alla sem eiga hags­muna að gæta um aðkomu mína að þessum við­skiptum og öðr­um. Á það við um fyrrum vinnu­veit­endur og þegar ég sett­ist í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í des­em­ber 2013, þegar farið var ítar­lega yfir öll mín umsvif og engu haldið eft­ir.

Ég geri mér grein fyrir því að gerð er rík krafa til ein­stak­linga sem taka að sér störf á vegum hins opin­bera. Á það ekki síst við um  for­mennsku í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þeir sem taka að sér slík störf þurfa að þola að um þá sé fjallað og geri ég engar athuga­semdir við það. Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar við­skipti mín eru gerð tor­tryggi­leg og fræjum efa­semda sáð um heil­indi mín. Þegar við bæt­ist að fjöl­skylda mín er áreitt af frétta­mönnum get ég ekki annað en brugð­ist við. Ég hef því til­kynnt fjár­mála­ráð­herra að ég muni ekki óska eftir því að skipun mín sem stjórn­ar­for­manns Fjár­mála­eft­ir­lits­ins verði fram­lengd þegar hún rennur út í lok árs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None