Halla Sigrún Hjartadóttir hættir sem formaður FME í lok árs

halla-sigrun-hjartardottir.jpg
Auglýsing

Halla Sig­rún Hjart­­ar­dótt­ir, stjórn­­­ar­­for­maður Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins (FME), mun ekki óska eftir því að skipun hennar verði fram­lengd þegar hún rennur út í lok árs. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá henn­i. Halla Sig­rún hagn­að­ist um lið­lega 830 millj­­ón­ir króna þegar gengið var frá sölu á Skelj­ungi og fær­eyska olíu­­­fé­lag­inu P/​F Magn í lok árs 2013. Frá þessu var grein­t  í Morg­un­blað­inu í gær. Í blað­inu kemur enn fremur fram að Halla Sig­rún hafi neitað því að hafa átt í Skelj­ungi til þessa, en hún var skipuð for­maður stjórnar FME í des­em­ber í fyrra.

Í yfir­lýs­ing­unni segir enn­frem­ur:„Ég geri mér grein fyrir því að gerð er rík krafa til ein­stak­linga sem taka að sér störf á vegum hins opin­bera. Á það ekki síst við um  for­mennsku í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þeir sem taka að sér slík störf þurfa að þola að um þá sé fjallað og geri ég engar athuga­semdir við það. Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar við­skipti mín eru gerð tor­tryggi­leg og fræjum efa­semda sáð um heil­indi mín. Þegar við bæt­ist að fjöl­skylda mín er áreitt af frétta­mönnum get ég ekki annað en brugð­ist við."

Yfir­lýs­ing frá Höllu Sig­rúnu Hjart­ar­dóttur

Auglýsing

Af gefnu til­efni vil ég taka fram að í öllum mínum fjár­fest­ingum hef ég ávallt farið eftir gild­andi lögum og regl­um. Ég hef gætt þess að upp­lýsa alla hlut­að­eig­andi aðila um þátt­töku mína í íslensku atvinnu­lífi þegar það hefur átt við. Mér þykir miður þegar reynt er að gera þessi per­sónu­legu við­skipti mín tor­tryggi­leg, ekki síst þegar gefið er í skyn að ég hafi ekki gætt að hugs­an­legum hags­muna­á­rekstrum í störfum mínum eða jafn­vel sagt ósatt. Slíkar ásak­anir tek ég alvar­lega.

Í umfjöllun fjöl­miðla hefur því verið haldið fram að ég hafi verið hlut­hafi í Skelj­ungi og hagn­ast á sölu félags­ins seint á síð­asta ári. Þetta er ekki rétt.  Ég keypti hlut í fær­eyska olíu­fé­lag­inu P/F Magn í gegnum eign­ar­halds­fé­lagið Hedda ehf. sum­arið 2011. Íslands­banki, þar sem ég starf­aði áður, hafði ekk­ert með þessi við­skipti að gera enda var P/F Magn keypt af þrota­búi Fons eign­ar­halds­fé­lag­i. Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eig­endum Skelj­ungs. Eig­endur Skelj­ungs tóku síðar þá ákvörðun að Skelj­ungur eign­að­ist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréfum í félag­inu. Þótt bréf í Skelj­ungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau sér­eign eig­enda Skelj­ungs. Ég átti aldrei hlut í Skelj­ungi, né hafði ég nokkurn tíma fjár­hags­legan ávinn­ing af því félagi.

Ég hef kosið að ræða ekki per­sónu­leg fjár­mál við fjöl­miðla. Hins vegar hef ég ávallt upp­lýst alla sem eiga hags­muna að gæta um aðkomu mína að þessum við­skiptum og öðr­um. Á það við um fyrrum vinnu­veit­endur og þegar ég sett­ist í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í des­em­ber 2013, þegar farið var ítar­lega yfir öll mín umsvif og engu haldið eft­ir.

Ég geri mér grein fyrir því að gerð er rík krafa til ein­stak­linga sem taka að sér störf á vegum hins opin­bera. Á það ekki síst við um  for­mennsku í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þeir sem taka að sér slík störf þurfa að þola að um þá sé fjallað og geri ég engar athuga­semdir við það. Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar við­skipti mín eru gerð tor­tryggi­leg og fræjum efa­semda sáð um heil­indi mín. Þegar við bæt­ist að fjöl­skylda mín er áreitt af frétta­mönnum get ég ekki annað en brugð­ist við. Ég hef því til­kynnt fjár­mála­ráð­herra að ég muni ekki óska eftir því að skipun mín sem stjórn­ar­for­manns Fjár­mála­eft­ir­lits­ins verði fram­lengd þegar hún rennur út í lok árs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None