Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðharra, fékk fjölmiðlaráðgjöf frá ráðgjafafyrirtækinu Argus vegna Lekamálsins í fjögur skipti á fjögurra mánaða tímabili á árinu 2014. Þetta kemur fram í skriflegu svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans.
Eins og Kjarninn greindi fyrstur frá á dögunum, þá greiddi ráðuneytið ráðgjafafyrirtækinu tæpar 2,4 milljónir króna á síðasta ári fyrir fjölmiðlaráðgjöf vegna Lekamálsins á síðasta ári. Fréttin byggði á yfirliti ráðuneytisins yfir aðkeypta lögfræði- og fjölmiðlaráðgjöf, sem tekið var saman að beiðni Kjarnans. Kjarninn óskaði þá eftir frekari sundurliðun á
Samkvæmt áðurnefndri sundurliðun veitti Argus Hönnu Birnu fjölmiðlaráðgjöf í janúarmánuði í fyrra, en reikningur ráðgjafafyrirtækisins fyrir þá vinnu hljóðaði upp á 279.000 krónur.
Þá fékk þáverandi innanríkisráðherra fjölmiðlaráðgjöf frá Argus sömuleiðis í febrúar 2014, fyrir 669.600 krónur. Reikningur fyrir fjölmiðlaráðgjöf handa ráðherra í marsmánuði í fyrra hljóðar upp á 502.200 krónur og reikningur frá Argus fyrir samskonar þjónustu í apríl 2014 er up á 418.500 krónur.
Þar að auki veitti Argus innanríkisráðuneytinu sérstaka markaðs- og þjónusturáðgjöf í þrjú skipti á þriggja mánaða tímabili, í september, október og nóvember á síðasta ári.
í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans kemur jafnframt fram að LEX lögmannsstofa hafi þegið tæp 860 þúsund krónur fyrir lögfræðiráðgjöf vegna umfjöllunar DV. Reikningarnir frá LEX eru dagsettir 30. apríl 2014 og 31. ágúst 2014. Engar frekari skýringar á veittri ráðgjöf fylgdu með svari ráðuneytisins.