Óvissa um kjarasamninga - hægt að rýmka höftin hratt

mar.jpg
Auglýsing

Óvissa er um launaþróun og því er erfiðara að meta verðbólguhorfur. Meðal annars þess vegna er stýrivöxtum haldið óbreyttum. Önnur óvissa í hagkerfinu í augnablikinu er hvernig staðið verður að rýmkun eða afnámi fjármagnshafta, en unnið er „baki brotnu“ að því að einangra vandamál sem þarf að leysa, meðal annars sem snúa að slitabúum föllnu bankanna. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi vegna vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í morgun.

Stýrivöxtum var haldið óbreyttum, en meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%.

Í máli Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarseðlabankastjóra, kom fram fram að vandinn sem snéti að slitabúunum væri leysanlegur og þá væri skilyrði til rýmkunar eða afnáms hafta, bæði ytri og innri skilyrði í hagkerfinu, góð í augnablikinu. „Það er ekki hægt að losa höftin án þess að taka áhættu sem flestir telja að sé ekki ásættanleg. En vandinn er leysanlegur og ef lausnin finnst er hægt að aflétta höftunum tiltölulega hratt,“ sagði Arnór.

Auglýsing

Hagvöxtur mældist 1,9 prósent í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Már sagði á fundinum í morgun, að hagvaxtartölurnar ættu það til að endurskoðast „upp á við“, einkum þegar kæmi að fjárfestingu. En þessar tölur Hagstofu Íslands voru í takt við spá Seðlabanka Íslands frá því í febrúar, og einnig í takt við efasemdaraddir sem komu frá seðlabankanum, í desember í fyrra, þegar Hagstofa Íslands birti hagvaxtartölur sem sýndu 0,5 prósent hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra. Þær tölur hafa nú verið endurskoðaðar og reyndist hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins vera 1,5 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None