Hanna Birna fékk fjórum sinnum fjölmiðlaráðgjöf á síðasta ári vegna Lekamálsins

15267454341_3ba0e4f707_z.jpg
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­harra, fékk fjöl­miðla­ráð­gjöf frá ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Argus vegna Leka­máls­ins í fjögur skipti á fjög­urra mán­aða tíma­bili á árinu 2014. Þetta kemur fram í skrif­legu svari inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Eins og Kjarn­inn greindi fyrstur frá á dög­un­um, þá greiddi ráðu­neytið ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu tæpar 2,4 millj­ónir króna á síð­asta ári fyrir fjöl­miðla­ráð­gjöf vegna Leka­máls­ins á síð­asta ári. Fréttin byggði á yfir­liti ráðu­neyt­is­ins yfir aðkeypta lög­fræði- og fjöl­miðla­ráð­gjöf, sem tekið var saman að beiðni Kjarn­ans. Kjarn­inn óskaði þá eftir frek­ari sund­ur­liðun á

Sam­kvæmt áður­nefndri sund­ur­liðun veitti Argus Hönnu Birnu fjöl­miðla­ráð­gjöf í jan­ú­ar­mán­uð­i í fyrra, en reikn­ingur ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins fyrir þá vinnu hljóð­aði upp á 279.000 krón­ur.

Auglýsing

Þá fékk þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra fjöl­miðla­ráð­gjöf frá Argus sömu­leiðis í febr­úar 2014, fyrir 669.600 krón­ur. Reikn­ingur fyrir fjöl­miðla­ráð­gjöf handa ráð­herra í mars­mán­uði í fyrra hljóðar upp á 502.200 krónur og reikn­ingur frá Argus fyrir sams­konar þjón­ustu í apríl 2014 er up á 418.500 krón­ur.

Þar að auki veitti Argus inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu sér­staka mark­aðs- og þjón­ustu­ráð­gjöf í þrjú skipti á þriggja mán­aða tíma­bili, í sept­em­ber, októ­ber og nóv­em­ber á síð­asta ári.

í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur jafn­framt fram að LEX lög­manns­stofa hafi þegið tæp 860 þús­und krónur fyrir lög­fræði­ráð­gjöf vegna umfjöll­unar DV. Reikn­ing­arnir frá LEX eru dag­settir 30. apríl 2014 og 31. ágúst 2014. Engar frek­ari skýr­ingar á veittri ráð­gjöf fylgdu með svari ráðu­neyt­is­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None